Gunnar: Eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 20:55 Gunnar Magnússon var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Aftureldingar í kvöld. vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að sínir menn hefðu leikið sinn versta leik á tímabilinu gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu fimm marka sigur, 29-34. Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23