Fleiri fréttir

Haukur Páll "tók bara hjólið“ vegna meiðslanna

„Það kom smásnúningur á ökklann vegna höggsins. Nú er bara að vinna vel í þessu og sjá hvort maður verður klár fyrir fimmtudaginn,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, en hann fór meiddur af velli undir lok sigurleiksins gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á sunnudagskvöldið.

Tilraunir til að auka hávaða á Spáni

Formúla 1 stefnir á meiri hávaða frá og með kanadíska kappakstrinum. Ýmsar aðferðir til þess verða prófaðar á æfingum eftir spænska kappaksturinn.

Heimir: Tveggja rútu varnarleikur hjá Blikum

FH-ingar fengu bara eitt stig í fyrsta leik sínum í Pepsi-deild karla í sumar þrátt fyrir að hafa vaðið í færum í 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki í síðasta leik 1. umferðarinnar í kvöld.

Suarez óhuggandi í leikslok - myndband og myndir

Luis Suarez, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og besti leikmaður ársins að mati bæði leikmanna og blaðamanna, var algjörlega niðurbrotin eftir 3-3 jafntefli við Crystal Palace í kvöld.

Rodgers: Glæpsamlegur varnarleikur

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, horfði upp á sitt lið í kvöld fara úr því á aðeins fimmtán mínútum að vera úr góðri stöðu með að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 24 ára, í því að hreinlega kasta frá sér titlinum. Liverpool komst í 3-0 á móti Crystal Palace en missti leikinn niður í 3-3 jafntefli.

Samir Nasri: Ég elska Crystal Palace svo mikið

Samir Nasri, franski miðjumaðurinn hjá Manchester City, var kátur eftir að Liverpool missti niður unninn leik á Selhurst Park í kvöld en fyrir vikið er City-liðið í dauðafæri að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í annað skiptið á þremur árum.

Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós

Veiðifélag Kjósarhrepps og Veiðifélagið Hreggnasi ehf hafa framlengt samning um veiðirétt Laxár í Kjós og Bugðu til næstu fimm ára.

Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot

Veiðivísir hefur greint frá góðri vorveiði við Þingvallavatn og í því samhengi góðri veiði á urriða sem oft er stór eða allt að 90 sm fiskum en frásögn veiðimanns sem var þar fyrir fáum dögum skyggir aðeins á þessar fréttir.

Suárez bestur að mati blaðamanna

Úrúgvæski framherjinn Luis Suárez, leikmaður Liverpool, heldur áfram að safna einstaklingsverðlaunum en leikmaðurinn var útnefndur besti leikmaður úrvalsdeildarinnar að mati blaðamanna í dag.

Misstirðu af mörkum helgarinnar í enska? | Myndbönd

Hér á Vísi má sjá öll mörk helgarinnar í leikjunum níu sem fram fóru í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Cardiff og Fulham féllu eftir stór töp en Manchester City færðist nær Englandsmeistaratitlinum.

Fyrirliðinn og varnarjaxlinn framlengja

Framarar hafa framlengt samninga við fyrirliðann Ástu Birnu Gunnarsdóttur og varnarjaxlinn Steinunni Björnsdóttur. Þær verða því áfram í herbúðum Fram í Olís-deild kvenna í handbolta.

Rodgers: Verður erfitt fyrir Man. City

Liverpool mætir Crystal Palace í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld og þarf sárlega á sigri að halda í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Hafði gott af því að flytja frá hótel mömmu

Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra og sér margt líkt með gengi liðsins þá og gengi ÍBV í vetur. Hann verður í lykilhlutverki í liði Eyjamanna sem mæta í kvöld Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Nokkrir molar um frábært tímabil Alfreðs

Alfreð Finnbogason var á skotskónum þegar Heerenveen vann 3-0 sigur á Waalwijk í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar í gær. Alfreð skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu og gulltryggði sér þar með markakóngstitilinn í Hollandi.

Hamilton vill forðast fleiri einvígi við Rosberg

Lewis Hamilton segir að hann geri allt í sínu valdi til að tryggja að einvígi á milli hans og Nico Rosberg, liðsfélaga hans endurtaki sig ekki. Mikil spenna myndaðist á milli þeirra í Bahrain en þar hafði Hamilton betur eftir talsverðar hrókeringar.

Sjá næstu 50 fréttir