Vesen að skipta um lið enda titlaður FH-ingur í símaskránni Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2014 07:00 Ísak æfir með þýsku liði í tvo daga. Vísir/Stefán Ísak Rafnsson, varnarmaðurinn efnilegi hjá FH í Olís-deild karla í handbolta, heldur til Þýskalands á morgun þar sem hann mun æfa með C-deildarliðinu HSC Coburg í tvo daga. Coburg er sem stendur í efsta sæti suðurriðils Bundesligu 3, þriðju efstu deildar Þýskalands. „Þetta er bara stutt heimsókn. Ég ætla aðeins að kanna aðstæður þarna,“ segir Ísak sem fékk símtal frá liðinu eftir að FH tapaði oddaleiknum gegn Haukum í undanúrslitum Íslandsmótsins en Ísak vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í einvíginu. Ísak þykir afar efnilegur varnarmaður og kölluðu handboltaspekingar eftir því að hann fengi tækifæri í landsliðinu eftir leikina gegn Haukum. Þá getur hann einnig spilað sókn og er fínasta skytta. Þýska liðið hefur fylgst með Hafnfirðingnum í smá tíma en vill nú skoða hann betur á æfingum með liðinu. „Ég vissi að þeir voru búnir að skoða mig aðeins en svo kom símtalið. Það er alltaf gaman að fá staðfestingu á því að maður sé að standa sig og það sé fylgst með manni. Hvað verður veltur svo bara á því hvernig ég stend mig þarna en í heildina er ég bara að skoða mín mál. Ég ætla í atvinnumennsku einhvern tíma og það væri gaman ef það myndi gerast í sumar,“ segir Ísak. Hann segist þó ekkert setja sig upp á móti því að spila annað tímabil með FH. „Það væri ekkert verra að taka annað tímabil hér heima. Þá fengi ég kannski að spila meira og virkilega sýna hvað í mér býr. Mér finnst ég eiga töluvert inni og geta gert betur en á síðustu leiktíð,“ segir Ísak Rafnsson. Þó hann sé að íhuga félagaskipti þá kemur auðvitað ekki til greina að spila með öðru liði en FH hér heima. Það yrði líka vesen fyrir Ísak sem er titlaður FH-ingur í símaskránni. „Þú sást það,“ segir hann og hlær. Ég held að ég og Tryggvi bróðir minn höfum byrjað á þessu en í kjölfarið gerðu fleiri þetta líka. Maður er auðvitað trúr sínum klúbbi,“ segir Ísak Rafnsson. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Ísak Rafnsson, varnarmaðurinn efnilegi hjá FH í Olís-deild karla í handbolta, heldur til Þýskalands á morgun þar sem hann mun æfa með C-deildarliðinu HSC Coburg í tvo daga. Coburg er sem stendur í efsta sæti suðurriðils Bundesligu 3, þriðju efstu deildar Þýskalands. „Þetta er bara stutt heimsókn. Ég ætla aðeins að kanna aðstæður þarna,“ segir Ísak sem fékk símtal frá liðinu eftir að FH tapaði oddaleiknum gegn Haukum í undanúrslitum Íslandsmótsins en Ísak vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í einvíginu. Ísak þykir afar efnilegur varnarmaður og kölluðu handboltaspekingar eftir því að hann fengi tækifæri í landsliðinu eftir leikina gegn Haukum. Þá getur hann einnig spilað sókn og er fínasta skytta. Þýska liðið hefur fylgst með Hafnfirðingnum í smá tíma en vill nú skoða hann betur á æfingum með liðinu. „Ég vissi að þeir voru búnir að skoða mig aðeins en svo kom símtalið. Það er alltaf gaman að fá staðfestingu á því að maður sé að standa sig og það sé fylgst með manni. Hvað verður veltur svo bara á því hvernig ég stend mig þarna en í heildina er ég bara að skoða mín mál. Ég ætla í atvinnumennsku einhvern tíma og það væri gaman ef það myndi gerast í sumar,“ segir Ísak. Hann segist þó ekkert setja sig upp á móti því að spila annað tímabil með FH. „Það væri ekkert verra að taka annað tímabil hér heima. Þá fengi ég kannski að spila meira og virkilega sýna hvað í mér býr. Mér finnst ég eiga töluvert inni og geta gert betur en á síðustu leiktíð,“ segir Ísak Rafnsson. Þó hann sé að íhuga félagaskipti þá kemur auðvitað ekki til greina að spila með öðru liði en FH hér heima. Það yrði líka vesen fyrir Ísak sem er titlaður FH-ingur í símaskránni. „Þú sást það,“ segir hann og hlær. Ég held að ég og Tryggvi bróðir minn höfum byrjað á þessu en í kjölfarið gerðu fleiri þetta líka. Maður er auðvitað trúr sínum klúbbi,“ segir Ísak Rafnsson.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira