Fleiri fréttir

Margrét Lára nýr fyrirliði | Mikill heiður

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið valinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í knattpyrnu en liðið mætir Serbíu í undankeppni heimsmeistaramótsins árið 2015 ytra í á morgun.

Fallegustu stoðsendingarnar | Myndband

Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt eftir sumarfrí. Meistarar Miami unnu fínan sigur á Chicago í stórleik deildarinnar.

Henderson vill senda skýr skilaboð

Það er farið að styttast í toppslag Arsenal og Liverpool en uppgjör liðanna fer fram um næstu helgi. Bæði lið hafa byrjað tímabilið frábærlega og sitja í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Hairston til liðs við Stjörnuna

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur náð samkomulagi við Junior Hairston um að leika með liðinu á tímabilinu en félagið sagði upp samningi sínum við Nasir Robinson á dögunum.

Mercedes vill ekki missa Brawn

Forráðamenn Mercedes í Formúlunni hafa ekki gefið upp alla von um að halda Ross Brawn hjá liðinu en hann hefur áður gefið það út að hann muni hætta eftir tímabilið.

Maðurinn í búrinu æfir með Úlfunum

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er mættur til Noregs. Hann æfir þessa viku með liði Sandnes Ulf en með liðinu spila meðal annars Steinþór Freyr Þorsteinsson og Steven Lennon, fyrrum framherji Fram.

Alfreð segist vilja spila fyrir Beckham

Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu enda hefur hann farið á kostum í hollensku deildinni með Heerenveen.

Klopp búinn að framlengja við Dortmund

Þó svo Dortmund gangi illa að halda stjörnum sínum þá verður þjálfarinn magnaði, Jürgen Klopp, á sínum stað. Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við þýska félagið.

Herra Fjölnir á heimleið

Að óbreyttu mun Gunnar Már Guðmundsson ganga í raðir uppeldisfélags síns Fjölnis frá ÍBV.

Skildu eftir höfuðið fyrir utan húsið

„Hann var yndislegur fjölskyldumaður. Hann lifði fyrir fótbolta og stutt síðan hann hætti að spila,“ segir vinur Joao Rodrigo Silva Santo sem var drepinn á dögunum.

Mourinho gæti fengið Xabi Alonso frítt í sumar

Xabi Alonso gæti verið á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili en Daily Mirror slær því upp í morgun að Jose Mourinho gæti fengið sinn fyrrum lærisvein frítt í sumar.

Beckham valdi Miami-borg

David Beckham ætlar að setja á stofn nýtt lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Reuters hefur heimildir fyrir því að nýja lið Beckham muni verða gert út frá Miami-borg.

Elti kærustuna sína til Íslands

Litháinn Giedrius Morkunas hefur verið í ham í marki Hauka í Olís-deild karla í handbolta vetur og öðrum fremur séð til þess að Hafnarfjarðarliðið saknar ekki landsliðsmarkvarðarins Arons Rafns Eðvarðssonar sem fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar.

Sumum leið eins og þeir kynnu ekki neitt í körfubolta

Andy Johnston er með bæði Keflavíkurliðin á toppi Dominos-deildanna í körfubolta. Falur Harðarson og félagar í stjórninni vildu fá ferska vinda inn í körfuboltann í Keflavík og sjá ekki eftir ákvörðun sinni.

Ákváðu fyrirkomulag sölu seint um kvöld

Framkvæmd miðasölu á landsleik Íslands og Króatíu vakti reiði margra í gær. Ákvörðunin um að setja miðana í sölu klukkan fjögur um nóttina var tekin kvöldið áður. Fólk virðist ekki hafa hamstrað miðana, segir framkvæmdastjóri KSÍ.

NBA: Miami kláraði Chicago og Lakers vann óvænt í LA-slagnum

NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.

Teitur Örlygs gaf alla verðlaunapeningana sína

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnumanna í Domnios-deild karla í körfubolta, viðurkenndi það í viðtali við Sverrir Bergmann í þættinum Liðið mitt að þessi einn allra sigursælasti körfuboltamaður Íslands ætti enga hluti til minningar frá mögnuðum ferli sínum.

LeBron James vill spila í Rio 2016

Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur áhuga á því að spila með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Rio sem fara fram árið 2016.

Xabi Alonso mættur eftir bakaðgerð og beinbrot

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso spilar væntanlega sinn fyrsta leik á tímabilinu á morgun þegar Real Madrid tekur á móti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Chicharito með tvö fyrir Man. United - úrslit kvöldsins

Chelsea, Manchester United, West Ham og Leicester City tryggðu sér öll í kvöld sæti í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í fótbolta. Óvæntustu úrslitin voru þegar Leicester City sló út úrvalsdeildarliðið Fulham í miklum markaleik.

Stelpurnar æfðu tvisvar í 25 stiga hita í dag

Íslenska kvennalandsliðið er í Serbíu að undirbúa sig fyrir leik á móti heimastúlkum í undankeppni HM en íslenska liðið verður helst að vinna þennan leik til að eiga alvöru möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Kolbeinn innsiglaði bikarsigur Ajax

Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjórða og síðasta mark Ajax í kvöld þegar liðið sló d-deildarliðið ASWH úr úr 32 liða úrslitum hollenska bikarsins. Ajax vann leikinn 4-1.

Hvaðan kom hetja Keflvíkinga í gær?

Gunnar Ólafsson, tvítugur körfuboltamaður uppalinn í Fjölni, sló heldur betur í gegn í gær þegar hann tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík í frábærum Reykjanesbæjarslag í Domnios-deild karla í körfubolta.

Ancelotti segir Blatter hafa sýnt Ronaldo óvirðingu

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er ekki ánægður með ummælin sem Sepp Blatter, forseta FIFA, lét falla á döðgunum um Cristiano Ronaldo. Blattar var þá meðal annars að tjá sig um framkomu Ronaldo inn á vellinum.

Rólegt hjá Rúrik í storminum | Myndband

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur það náðugt í Kaupmannahöfn en mikið óveður hefur verið bæði í Danmörku og Svíþjóð síðustu daga.

Sjá næstu 50 fréttir