Fleiri fréttir

Tromsø hélt í toppsætið í Noregi | Íslendingar í eldlínunni

Fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í dag og voru menn með markaskóna vel reimaða á. Brann tapaði illa fyrir Stromsgodset 2-0 á þeirra eigin heimavelli en Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í liði Brann. Hannes Þór Halldórsson var á varamannabekknum allan tíman.

Szczesny: Fer ekki frá Arsenal án titils

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er ekki á leiðinni frá félaginu á næstunni og ætlar sér að vinna marga titla með liðinu á næstu árum.

Bayern München hefur augastað á Džeko

Þýska knattspyrnuliðið Bayern München hefur sett sig í samband við forráðarmenn Manchester City um hugsanleg kaup á sóknarmanninum Edin Džeko.

Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu

"Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær.

Messi: Spila aldrei í ensku úrvalsdeildinni

Lionel Messi hefur ítrekað að hann geti ekki ímyndað sér annað en að spila með Barcelona allan sinn feril. "Ég efast um að ég muni spila í Englandi einn daginn. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að spila með öðru félagi en Barcelona. Ég hef ekki einu sinni hugleitt það,“ sagði hann.

Bochum tryggði sér jafntefli í uppbótartíma

Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar þegar að lið hans, Bochum, gerði 2-2 jafntefli við 1860 München í þýsku B-deildnini í dag.

Lögregla rannsakar kaup United á Bebe

Enska dagblaðið The Guardian greinir frá því að lögregluyfirvöld í Portúgal rannsaki nú kaup Manchester United á knattspyrnumanninum Bebe.

Mikil sorg á Ítalíu eftir fráfall Morosini

Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað.

Nico Rosberg vann í fyrsta sinn í Kína

Þjóðverjinn Nico Rosberg vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í kínverska kappakstrinum í Shanghai í morgun. Jenson Button var annar eftir fjöruga lokahringi sem röðuðu mönnum upp á nýtt.

Dalglish: Tók vitlaust á Suarez-málinu

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa tekið máli Luis Suarez röngum höndum. Suarez var fyrr á tímabilinu dæmdur í átta leikja keppnisbann fyrir að vera með kynþáttníð í garð Patrice Evra.

Chelsea skoraði fimm gegn Tottenham

Chelsea mætir Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar eftir 5-1 stórsigur á Tottenham í undanúrslitum keppninnar í dag.

Gylfi Þór: Ég vil vera áfram hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Swansea í 3-0 sigri liðsins á Blackburn í dag. Eftir leikinn sagði hann í viðtali við enska fjölmiðla að hann vildi vera áfram í herbúðum velska liðsins.

Kobayashi mun hafa áhrif á toppbaráttuna

Jenson Button, ökuþór McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Kamui Kobayashi á Sauber muni hafa áhrif á framvindu kappakstursins í Kína á morgun. Kobayashi mun ræsa þriðji í kappakstrinum.

Real lenti undir en vann mikilvægan sigur

Cristiano Ronaldo skoraði enn eitt markið fyrir Real Madrid á tímabilinu þegar að liðið vann 3-1 sigur á Sporting Gijon á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hamburg saumar að Degi og félögum | Góður sigur Löwen

Þrír leikir fóru fram nú síðdegis í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hamburg vann öruggan útisigur á Grosswallstadt og er nú einu stigi á eftir Füchse Berlin sem féll niður í þriðja sæti deildarinnar í dag.

Lele Hardy verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar

Hin bandaríska Lele Hardy, leikmaður Njarðvíkur, var valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Njarðvík varð í dag Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1.

Grótta sigraði ÍBV og tókst að knýja fram oddaleik

Stelpurnar í Gróttu neita að fara í sumarfrí en þeim tókst að knýja fram oddaleik þegar liðið bar sigur úr býtum gegn ÍBV, 20-19, á Seltjarnarnesinu í dag en leikið er um sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik.

AG tapaði fyrsta stiginu í úrslitakeppninni

AG mátti sætta sig við jafntefli gegn Skjern á útivelli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur voru 29-29 en þrátt fyrir jafnteflið er AG með væna forystu í sínum riðli.

Füchse Berlin missti annað sætið

Flensburg komst upp í annað sæti þýsku úrvalsedeildarinnar í dag með tveggja marka sigri á Füchse Berlin á heimavelli, 27-25. Lærisveinar Dags Sigurðssonar máttu játa sig sigraða eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik.

Mancini ítrekar að titilbaráttunni sé lokið

Þrátt fyrir 6-1 sigur Manchester City á Norwich í dag og þó svo að liðið sé aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Manchester United hefur knattspyrnustjórinn Roberto Mancini ítrekað að liðið eigi ekki lengur möguleika á meistaratitlinum.

Carragher: Markið 35 milljóna punda virði

Jamie Carragher og Steven Gerrard lofuðu báðir framherjann Andy Carroll eftir að sá síðastnefndi tryggði Liverpool 2-1 sigur á Everton og þar með sæti í úrslitaleik enska bikarsins.

Guðjón skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri

Halmstad vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í sænsku B-deildinni þegar liðið mætti Degerfors. Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri og var hetja sinna manna.

Rossi í rusli eftir annað krossbandsslit

Einn lækna ítalska landsliðsins í knattspyrnu segir að sóknarmaðurinn Giuseppe Rossi sé miður sín eftir að hann sleit krossband í hné í annað skipti á skömmum tíma í gær.

Sjá næstu 50 fréttir