Körfubolti

Lele Hardy verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar

Lele Hardy og Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn í dag.
Lele Hardy og Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn í dag. Mynd/Daníel

Hin bandaríska Lele Hardy, leikmaður Njarðvíkur, var valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Njarðvík varð í dag Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1.

Hardy hafði stóru hlutverki að gegna í liði Njarðvíkur og fór á kostum á báðum endum vallarins. Hún skoraði 26 stig í dag og tók 21 frákast þegar að Njarðvík vann Hauka á Ásvöllum í dag, 76-62.

Hardy var þó hógværðin uppmáluð eftir leikinn í dag. „Það er góð tilfinning að vinna og ég er afar þakklát fyrir sigurinn," sagði hún. „Mér leið vel í dag og átti frábæran leik - en ég hefði aldrei getað gert þetta án liðsfélaga minna. Ég er mjög þakklát fyrir að vera í þessu liði með frábærum leikmönnum og þjálfurum."

„Ég kom hingað með það að markmiðið að ná árangri og ná mínu besta fram. Okkur tókst að ná þessum frábæra árangri, vinna tvo titla og er ég stolt og ánægð með það."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.