Fleiri fréttir Keflavík deildarmeistari og Hamar féll í 1. deild Úrslitin réðust í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar næst síðasta umferðin fór fram. Keflavík varð deildarmeistari án þess að spila, Haukakonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og Hamar féll í 1. deild. 14.3.2012 20:59 Strákarnir steinlágu í Þýskalandi Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Þjóðverjum, 33-22, í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Íslenska liðið mætti laskað til leiks en flestir lykilmenn liðsins gátu ekki gefið kost á sér í leikinn. 14.3.2012 20:30 Kiel með annan fótinn í átta liða úrslit Kiel er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur, 24-36, á pólska liðinu Wisla Plock í kvöld. 14.3.2012 20:19 Snorri Steinn tryggði AG dramatískan sigur Íslendingaliðið AG lenti í miklum vandræðum með Nordsjælland í kvöld en marði að lokum eins marks sigur, 24-23. 14.3.2012 19:53 Real Madrid áfram án mikilla vandræða - Ronaldo með tvö í 4-1 sigri á CSKA Real Madrid tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 4-1 sigri á CSKA Moskvu á Santiago Bernabéu í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Moskvu og Real vann því samanlagt 5-2. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum en hin mörkin gerðu þeir Gonzalo Higuaín og Karim Benzema. 14.3.2012 19:15 Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. 14.3.2012 19:15 D'Antoni hættur með Knicks | Jackson og Sloan orðaðir við starfið Það hefur verið staðfest að Mike D'Antoni er hættur er hættur að þjálfa NY Knicks. Hann stýrði æfingu liðsins í morgun en á fundi seinni partinn er hermt að D'Antoni hafi komist að samkomulagi um að hætta. 14.3.2012 18:32 Flottustu leikir Steven Gerrard með Liverpool Sam Sheringham blaðamaður á BBC Sport tók sig til og valdi sex bestu leiki Steven Gerrard með Liverpool eftir að fyrirliði Liverpool skoraði þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. 14.3.2012 18:15 Maradona: Ef Pelé er Beethoven þá er ég Bono Hið endalausa rifrildi Diego Maradona og Pelé heldur áfram í dag. Pelé er nýbúinn að upphefja sjálfan er hann líkti sér við Beethoven og Michelangelo. "Ég fæddist til þess að spila fótbolta. Rétt eins og Beethoven var fæddur til þess að semja tónlist og Michelangelo til þess að mála," sagði hinn hógværi Pelé í viðtali við fifa.com. 14.3.2012 17:44 Dwight Howard: Ég vil klára tímabilið með Orlando Magic Dwight Howard, miðherji Orlando Magic í NBA-deildinni, hefur verið á leiðinni frá liðinu allt þetta tímabil enda er samningur hans að renna út í sumar og því síðasti möguleiki fyrir Orlando Magic að fá eitthvað fyrir hann. 14.3.2012 17:30 Vettel: Ég vil þriðja titilinn 14.3.2012 14:19 Umfjöllun og viðtöl: Haukar í úrslitakeppnina | KR komið í sumarfrí Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna með öruggum 78-56 sigri á KR. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Haukastelpur til hjá sér, mættu dýrvitlausar í þann seinni og Vesturbæingar áttu aldrei möguleika. 14.3.2012 13:52 Róbert verður fyrirliði í kvöld Línumaðurinn Róbert Gunnarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins er það mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Mannheim í kvöld. 14.3.2012 17:02 Verður fyrsti leikur Tevez á móti Chelsea? Roberto Mancini, stjóri Manchester City, útilokaði það ekki á blaðamannafundi í dag að Carlos Tevez myndi spila sinn fyrsta leik í síðan í september, þegar Manchester City mætir Chelsea í næstu viku. 14.3.2012 17:00 Terry: Gæti orðið eitt flottasta kvöldið í sögu Chelsea John Terry, fyrirliði Chelsea, er sannfærður um að sitt lið nái að vinna upp tveggja marka forskot Napoli í kvöld og komast þar með áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Chelsea er síðasta enska liðið sem er eftir í keppninni. 14.3.2012 16:30 Margrét Lára ekki í leikmannahópi Turbine Potsdam Margrét Lára Viðarsdóttir getur ekki tekið þátt í fyrri leik 1. FFC Turbine Potsdam á móti rússneska liðinu FC Rossiyanka í átta liða úrslitum í Meistaradeildinni en leikurinn hefst klukkan 17.00 og er í beinni á Eurosport (stöð 40 á Fjölvarpinu). 14.3.2012 16:01 Búist við um 10 þúsund manns á landsleikinn í kvöld Íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilar vináttulandsleik við Þýskaland klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn fer fram í Mannheim á heimavelli Rhein-Neckar Löwen sem landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, þjálfar. 14.3.2012 16:00 Cavani hjá Napoli: Þurfum bara að skora og þá komust við áfram Edinson Cavani, framherji og aðalmarkaskorari Napoli, telur að eitt mark á móti Chelsea á Stamford Bridge í kvöld, verði nóg fyrir ítalska liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 14.3.2012 15:30 Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14.3.2012 14:45 Hreinn úrslitaleikur hjá Haukum og KR um sæti í úrslitakeppninni Haukar og KR keppa í kvöld í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta en Keflavík, Njarðvík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í ár. 14.3.2012 14:31 Jose Reina hrósar Luis Suarez fyrir óeigingirnina í gær Jose Reina, markvörður Liverpool, hrósaði fyrirliðanum Steven Gerrard og framherjanum Luis Suarez eftir 3-0 sigur liðsins í 217. Merseyside-slagnum sem fór fram á Anfield í gærkvöldi. Gerrard skoraði öll mörk Liverpool þar af tvö þau síðustu eftir stoðsendingar frá Suarez. 14.3.2012 14:15 Orðrómurinn angrar Gylfa Þór ekki | útvarpsviðtal úr Boltanum á X-977 Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Swansea hefur leikið mjög vel eftir að hann kom til Englands að láni frá þýska liðinu Hoffenheim. Hann var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu 977 þar sem Gylfi Þór þakkaði Brendan Rogers fyrir að hafa fengið sig til Swansea og tileinkaði einmitt stjóra sínum mörkin tvö gegn Wigan. 14.3.2012 13:30 Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Meistaradeild Evrópu í fótbolta er aðalmálið á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Enska liðið Chelsea leikur í 16-liða úrslitum keppninnar gegn ítalska liðinu Napólí og stórlið Real Madrid frá Spáni fær CSKA frá Moskvu í heimsókn. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum Stöðvar 2 sport. Keppni í Formúlu 1 kappakstrinum hefst um helgina í Ástralínu og aðfaranótt fimmtudags verður sýnt frá æfingum á Stöð 2 sport. 14.3.2012 13:00 Valencia aftur orðinn leikfær - Anderson, Nani og Jones fara ekki til Spánar Antonio Valencia er búinn að ná sér að meiðslunum sem hann varð fyrir í sigrinum á Ajax á dögunum og verður með Manchester United í seinni leiknum á móti Athletic Bilbao í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 14.3.2012 12:30 Ellis og Bogut fengu nýja vinnuveitendur | leikmannaskipti í NBA Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA deildinni í körfubolta á morgun, 15. mars, og má búast við að eitthvað muni gerast á þeim markaði. Golden State og Milwaukee tóku stóra ákvörðun í nótt. Monta Ellis, einn besti leikmaður liðsins, var sendur til Milwaukee ásamt Ekpe Udoh og Kwame Brown. Í staðinn fékk liðið Andrew Bogut og Stephen Jackson. 14.3.2012 11:45 Meistaradeildin: Di Matteo gerir miklar kröfur | kemst Chelsea áfram? Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, krefst þess að leikmenn liðsins gefi allt sem þeir eiga í leikinn gegn ítalska liðinu Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap á útivelli í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar. Það er því að duga eða drepast fyrir Chelsea sem er eina enska liðið sem er eftir í þessari keppni. 14.3.2012 11:00 Misstir þú af þrennunni hans Gerrard? | öll mörkin eru á Vísi Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fór á kostum í 3-0 sigri á Liverpool á nágrönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Gerrard skoraði þrennu og er hægt að sjá öll mörkin á sjónvarpshluta Vísis. 14.3.2012 09:45 Bynum og Bryant fóru á kostum í tvíframlengdum leik Andrew Bynum skoraði 37 stig og tók 16 fráköst í 116-111 sigri LA Lakers á útivelli gegn Memphis í NBA deildinni í körfubolta. Úrslitin réðust eftir tvær framlengingar. Kobe Bryant skoraði 22 af alls 34 stigum sínum í síðari hálfleik. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers í röð. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Lakers. Yngri bróðir Pay Gasol, Marc Gasol, skoraði 20 stig fyrir Memphis og tók hann 11 fráköst að auki. 14.3.2012 09:00 Gylfi Þór verður í viðtali í Boltanum á X-977 Valtýr Björn Valtýsson stýrir gangi mála í dag í íþróttaþættinum Boltanum á útvarpsstöðinni X977. Þátturinn er á dagskrá á hverjum virkum degi á milli 11-12. Í dag mun Valtýr ræða við Gylfa Þór Sigurðsson leikmann enska úrvalsdeildarliðsins Swansea. 14.3.2012 10:15 Samantekt úr Meistaramörkunum, markaregn í München Bayern München frá Þýskalandi og franska liðið Marseille tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Bayern München gjörsigraði Basel frá Sviss á heimavelli, 7-0, þar sem Mario Gomez skoraði fjögur mörk. Það gekk mikið á þegar Inter frá Mílanó vann Marseille 2-1 en það dugði ekki til. Þorsteinn J fór yfir gang mála með gestum sínum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport ásamt sérfræðingunum Pétri Marteinssyni og Reyni Leóssyni. 13.3.2012 23:59 Notaði gólfið frekar en spjaldið - ótrúleg karfa 11 ára stráks Það er ekki á hverjum degi sem ellefu ára körfuboltastrákur setur niður skot af löngu færi hvað þá þegar hann þarf að skjóta frá miðju vallarins. Ótrúleg karfa ellefu ára stráks frá Grikklandi hefur vakið athygli í netheimum. 13.3.2012 23:45 Þrír í jörðina á tíu sekúndum - einn skapheitur í Úkraínu Derek Boateng, miðvörður Dnipro Dnipropetrovsk í Úkraínu, lét skapið heldur betur hlaupa með sér á dögunum og leikmenn Vorskla Poltava fengu að finna fyrir því. Derek Boateng fékk rauða spjaldið fyrir grófa tæklingu og tók því afar illa þegar mótherjarnir hópuðust að honum. 13.3.2012 23:15 Xavi: Spánverjar kunna ekki að meta Barcelona-liðið Xavi Hernández, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins segir Barcelona ekki fá þá viðurkenningu á Spáni sem liðið á skilið. Ástæðuna telur hann vera ríginn á milli Real Madrid og Barcelona. 13.3.2012 22:45 Dalglish: Allir uppöldu Liverpool-strákarnir voru frábærir Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var himinlifandi eftir 3-0 sigur á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum í röð og átti á hættu að missa Everton upp fyrir sig í töflunni. 13.3.2012 22:42 Cardiff steinlá á heimavelli - lítið gengur hjá Aroni og félögum Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru að missa af lestinni í ensku b-deildinni og eru komnir niður í sjöunda sæti eftir 0-3 tap á heimavelli á móti Hull City í kvöld. 13.3.2012 22:26 Gerrard: Suarez færði mér tvö mörk á silfurfati Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var að sjálfsögðu kátur eftir að hafa skorað þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton á Anfield í kvöld en liðin mættust þá í frestuðum leik í ensku úrvalsdeildinni. 13.3.2012 22:17 Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. 13.3.2012 20:59 Gerrard skoraði þrennu í sigri Liverpool á Everton Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fór á kostum í 3-0 sigri á Liverpool á nágrönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Everton gat komist upp fyrir Liverpool með sigri á Anfield í kvöld. 13.3.2012 19:45 Dramatík í lokin þegar Inter féll úr leik - Marseille áfram á útivallarmarki Franska liðið Marseille komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Inter Milan á San Siro. Inter komst í 1-0 í leiknum en fékk á sig mark í uppbótartíma eins og í fyrri leiknum. Þessi mörk urðu ítalska stórliðinu að falli. 13.3.2012 19:30 Gomez með fernu í stórsigri Bayern Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. 13.3.2012 19:15 Cristiano Ronaldo: Mourinho verður áfram hjá Real Madrid Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að Jose Mourinho verði áfram þjálfari Real Madrid á næsta tímabili en það hafa verið sögusagnir í gangi um að portúgalski þjálfarinn sé á leiðinni frá Bernabeu. 13.3.2012 20:30 Helgi og félagar unnu toppliðið á útivelli - úrslitakeppnin framundan Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu topplið Norrkoping Dolphins á útivelli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Hin þrjú Íslendingaliðin þurftu öll að sætta sig við tap. Þrjú af fjórum Íslendingaliðum í deildinni komust í úrslitakeppnina í ár. 13.3.2012 19:00 Meistaradeildin: Mourinho ber virðingu fyrir CSKA Moskvu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur engar áhyggjur af því að hann muni missa starf sitt ef spænska liðið nær ekki að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid tekur á móti CSKA frá Moskvu á morgun í 16-liða úrslitum keppninnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Rússlandi. 13.3.2012 18:30 Sunnudagsmessan: Varnarleikur Wolves er í tómu tjóni Wolves, liðið sem íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson leikur með í ensku úrvalsdeildinni, er í tómu basli eftir afleitt gengi að undanförnu. Mick McCarthy knattspyrnustjóri liðsins var rekinn á dögunum og Terry Connor aðstoðarmaður hans tók við keflinu. 13.3.2012 17:45 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13.3.2012 17:00 Sjá næstu 50 fréttir
Keflavík deildarmeistari og Hamar féll í 1. deild Úrslitin réðust í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar næst síðasta umferðin fór fram. Keflavík varð deildarmeistari án þess að spila, Haukakonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og Hamar féll í 1. deild. 14.3.2012 20:59
Strákarnir steinlágu í Þýskalandi Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Þjóðverjum, 33-22, í vináttulandsleik sem fram fór í Mannheim í kvöld. Íslenska liðið mætti laskað til leiks en flestir lykilmenn liðsins gátu ekki gefið kost á sér í leikinn. 14.3.2012 20:30
Kiel með annan fótinn í átta liða úrslit Kiel er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur, 24-36, á pólska liðinu Wisla Plock í kvöld. 14.3.2012 20:19
Snorri Steinn tryggði AG dramatískan sigur Íslendingaliðið AG lenti í miklum vandræðum með Nordsjælland í kvöld en marði að lokum eins marks sigur, 24-23. 14.3.2012 19:53
Real Madrid áfram án mikilla vandræða - Ronaldo með tvö í 4-1 sigri á CSKA Real Madrid tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 4-1 sigri á CSKA Moskvu á Santiago Bernabéu í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Moskvu og Real vann því samanlagt 5-2. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum en hin mörkin gerðu þeir Gonzalo Higuaín og Karim Benzema. 14.3.2012 19:15
Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. 14.3.2012 19:15
D'Antoni hættur með Knicks | Jackson og Sloan orðaðir við starfið Það hefur verið staðfest að Mike D'Antoni er hættur er hættur að þjálfa NY Knicks. Hann stýrði æfingu liðsins í morgun en á fundi seinni partinn er hermt að D'Antoni hafi komist að samkomulagi um að hætta. 14.3.2012 18:32
Flottustu leikir Steven Gerrard með Liverpool Sam Sheringham blaðamaður á BBC Sport tók sig til og valdi sex bestu leiki Steven Gerrard með Liverpool eftir að fyrirliði Liverpool skoraði þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. 14.3.2012 18:15
Maradona: Ef Pelé er Beethoven þá er ég Bono Hið endalausa rifrildi Diego Maradona og Pelé heldur áfram í dag. Pelé er nýbúinn að upphefja sjálfan er hann líkti sér við Beethoven og Michelangelo. "Ég fæddist til þess að spila fótbolta. Rétt eins og Beethoven var fæddur til þess að semja tónlist og Michelangelo til þess að mála," sagði hinn hógværi Pelé í viðtali við fifa.com. 14.3.2012 17:44
Dwight Howard: Ég vil klára tímabilið með Orlando Magic Dwight Howard, miðherji Orlando Magic í NBA-deildinni, hefur verið á leiðinni frá liðinu allt þetta tímabil enda er samningur hans að renna út í sumar og því síðasti möguleiki fyrir Orlando Magic að fá eitthvað fyrir hann. 14.3.2012 17:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar í úrslitakeppnina | KR komið í sumarfrí Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna með öruggum 78-56 sigri á KR. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Haukastelpur til hjá sér, mættu dýrvitlausar í þann seinni og Vesturbæingar áttu aldrei möguleika. 14.3.2012 13:52
Róbert verður fyrirliði í kvöld Línumaðurinn Róbert Gunnarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins er það mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Mannheim í kvöld. 14.3.2012 17:02
Verður fyrsti leikur Tevez á móti Chelsea? Roberto Mancini, stjóri Manchester City, útilokaði það ekki á blaðamannafundi í dag að Carlos Tevez myndi spila sinn fyrsta leik í síðan í september, þegar Manchester City mætir Chelsea í næstu viku. 14.3.2012 17:00
Terry: Gæti orðið eitt flottasta kvöldið í sögu Chelsea John Terry, fyrirliði Chelsea, er sannfærður um að sitt lið nái að vinna upp tveggja marka forskot Napoli í kvöld og komast þar með áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Chelsea er síðasta enska liðið sem er eftir í keppninni. 14.3.2012 16:30
Margrét Lára ekki í leikmannahópi Turbine Potsdam Margrét Lára Viðarsdóttir getur ekki tekið þátt í fyrri leik 1. FFC Turbine Potsdam á móti rússneska liðinu FC Rossiyanka í átta liða úrslitum í Meistaradeildinni en leikurinn hefst klukkan 17.00 og er í beinni á Eurosport (stöð 40 á Fjölvarpinu). 14.3.2012 16:01
Búist við um 10 þúsund manns á landsleikinn í kvöld Íslenska karlalandsliðið í handknattleik spilar vináttulandsleik við Þýskaland klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn fer fram í Mannheim á heimavelli Rhein-Neckar Löwen sem landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, þjálfar. 14.3.2012 16:00
Cavani hjá Napoli: Þurfum bara að skora og þá komust við áfram Edinson Cavani, framherji og aðalmarkaskorari Napoli, telur að eitt mark á móti Chelsea á Stamford Bridge í kvöld, verði nóg fyrir ítalska liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 14.3.2012 15:30
Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14.3.2012 14:45
Hreinn úrslitaleikur hjá Haukum og KR um sæti í úrslitakeppninni Haukar og KR keppa í kvöld í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta en Keflavík, Njarðvík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í ár. 14.3.2012 14:31
Jose Reina hrósar Luis Suarez fyrir óeigingirnina í gær Jose Reina, markvörður Liverpool, hrósaði fyrirliðanum Steven Gerrard og framherjanum Luis Suarez eftir 3-0 sigur liðsins í 217. Merseyside-slagnum sem fór fram á Anfield í gærkvöldi. Gerrard skoraði öll mörk Liverpool þar af tvö þau síðustu eftir stoðsendingar frá Suarez. 14.3.2012 14:15
Orðrómurinn angrar Gylfa Þór ekki | útvarpsviðtal úr Boltanum á X-977 Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Swansea hefur leikið mjög vel eftir að hann kom til Englands að láni frá þýska liðinu Hoffenheim. Hann var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu 977 þar sem Gylfi Þór þakkaði Brendan Rogers fyrir að hafa fengið sig til Swansea og tileinkaði einmitt stjóra sínum mörkin tvö gegn Wigan. 14.3.2012 13:30
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Meistaradeild Evrópu í fótbolta er aðalmálið á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Enska liðið Chelsea leikur í 16-liða úrslitum keppninnar gegn ítalska liðinu Napólí og stórlið Real Madrid frá Spáni fær CSKA frá Moskvu í heimsókn. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum Stöðvar 2 sport. Keppni í Formúlu 1 kappakstrinum hefst um helgina í Ástralínu og aðfaranótt fimmtudags verður sýnt frá æfingum á Stöð 2 sport. 14.3.2012 13:00
Valencia aftur orðinn leikfær - Anderson, Nani og Jones fara ekki til Spánar Antonio Valencia er búinn að ná sér að meiðslunum sem hann varð fyrir í sigrinum á Ajax á dögunum og verður með Manchester United í seinni leiknum á móti Athletic Bilbao í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 14.3.2012 12:30
Ellis og Bogut fengu nýja vinnuveitendur | leikmannaskipti í NBA Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA deildinni í körfubolta á morgun, 15. mars, og má búast við að eitthvað muni gerast á þeim markaði. Golden State og Milwaukee tóku stóra ákvörðun í nótt. Monta Ellis, einn besti leikmaður liðsins, var sendur til Milwaukee ásamt Ekpe Udoh og Kwame Brown. Í staðinn fékk liðið Andrew Bogut og Stephen Jackson. 14.3.2012 11:45
Meistaradeildin: Di Matteo gerir miklar kröfur | kemst Chelsea áfram? Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, krefst þess að leikmenn liðsins gefi allt sem þeir eiga í leikinn gegn ítalska liðinu Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap á útivelli í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar. Það er því að duga eða drepast fyrir Chelsea sem er eina enska liðið sem er eftir í þessari keppni. 14.3.2012 11:00
Misstir þú af þrennunni hans Gerrard? | öll mörkin eru á Vísi Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fór á kostum í 3-0 sigri á Liverpool á nágrönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Gerrard skoraði þrennu og er hægt að sjá öll mörkin á sjónvarpshluta Vísis. 14.3.2012 09:45
Bynum og Bryant fóru á kostum í tvíframlengdum leik Andrew Bynum skoraði 37 stig og tók 16 fráköst í 116-111 sigri LA Lakers á útivelli gegn Memphis í NBA deildinni í körfubolta. Úrslitin réðust eftir tvær framlengingar. Kobe Bryant skoraði 22 af alls 34 stigum sínum í síðari hálfleik. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers í röð. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Lakers. Yngri bróðir Pay Gasol, Marc Gasol, skoraði 20 stig fyrir Memphis og tók hann 11 fráköst að auki. 14.3.2012 09:00
Gylfi Þór verður í viðtali í Boltanum á X-977 Valtýr Björn Valtýsson stýrir gangi mála í dag í íþróttaþættinum Boltanum á útvarpsstöðinni X977. Þátturinn er á dagskrá á hverjum virkum degi á milli 11-12. Í dag mun Valtýr ræða við Gylfa Þór Sigurðsson leikmann enska úrvalsdeildarliðsins Swansea. 14.3.2012 10:15
Samantekt úr Meistaramörkunum, markaregn í München Bayern München frá Þýskalandi og franska liðið Marseille tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Bayern München gjörsigraði Basel frá Sviss á heimavelli, 7-0, þar sem Mario Gomez skoraði fjögur mörk. Það gekk mikið á þegar Inter frá Mílanó vann Marseille 2-1 en það dugði ekki til. Þorsteinn J fór yfir gang mála með gestum sínum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport ásamt sérfræðingunum Pétri Marteinssyni og Reyni Leóssyni. 13.3.2012 23:59
Notaði gólfið frekar en spjaldið - ótrúleg karfa 11 ára stráks Það er ekki á hverjum degi sem ellefu ára körfuboltastrákur setur niður skot af löngu færi hvað þá þegar hann þarf að skjóta frá miðju vallarins. Ótrúleg karfa ellefu ára stráks frá Grikklandi hefur vakið athygli í netheimum. 13.3.2012 23:45
Þrír í jörðina á tíu sekúndum - einn skapheitur í Úkraínu Derek Boateng, miðvörður Dnipro Dnipropetrovsk í Úkraínu, lét skapið heldur betur hlaupa með sér á dögunum og leikmenn Vorskla Poltava fengu að finna fyrir því. Derek Boateng fékk rauða spjaldið fyrir grófa tæklingu og tók því afar illa þegar mótherjarnir hópuðust að honum. 13.3.2012 23:15
Xavi: Spánverjar kunna ekki að meta Barcelona-liðið Xavi Hernández, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins segir Barcelona ekki fá þá viðurkenningu á Spáni sem liðið á skilið. Ástæðuna telur hann vera ríginn á milli Real Madrid og Barcelona. 13.3.2012 22:45
Dalglish: Allir uppöldu Liverpool-strákarnir voru frábærir Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var himinlifandi eftir 3-0 sigur á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum í röð og átti á hættu að missa Everton upp fyrir sig í töflunni. 13.3.2012 22:42
Cardiff steinlá á heimavelli - lítið gengur hjá Aroni og félögum Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru að missa af lestinni í ensku b-deildinni og eru komnir niður í sjöunda sæti eftir 0-3 tap á heimavelli á móti Hull City í kvöld. 13.3.2012 22:26
Gerrard: Suarez færði mér tvö mörk á silfurfati Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var að sjálfsögðu kátur eftir að hafa skorað þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton á Anfield í kvöld en liðin mættust þá í frestuðum leik í ensku úrvalsdeildinni. 13.3.2012 22:17
Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. 13.3.2012 20:59
Gerrard skoraði þrennu í sigri Liverpool á Everton Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fór á kostum í 3-0 sigri á Liverpool á nágrönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Everton gat komist upp fyrir Liverpool með sigri á Anfield í kvöld. 13.3.2012 19:45
Dramatík í lokin þegar Inter féll úr leik - Marseille áfram á útivallarmarki Franska liðið Marseille komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Inter Milan á San Siro. Inter komst í 1-0 í leiknum en fékk á sig mark í uppbótartíma eins og í fyrri leiknum. Þessi mörk urðu ítalska stórliðinu að falli. 13.3.2012 19:30
Gomez með fernu í stórsigri Bayern Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. 13.3.2012 19:15
Cristiano Ronaldo: Mourinho verður áfram hjá Real Madrid Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er sannfærður um að Jose Mourinho verði áfram þjálfari Real Madrid á næsta tímabili en það hafa verið sögusagnir í gangi um að portúgalski þjálfarinn sé á leiðinni frá Bernabeu. 13.3.2012 20:30
Helgi og félagar unnu toppliðið á útivelli - úrslitakeppnin framundan Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu topplið Norrkoping Dolphins á útivelli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Hin þrjú Íslendingaliðin þurftu öll að sætta sig við tap. Þrjú af fjórum Íslendingaliðum í deildinni komust í úrslitakeppnina í ár. 13.3.2012 19:00
Meistaradeildin: Mourinho ber virðingu fyrir CSKA Moskvu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur engar áhyggjur af því að hann muni missa starf sitt ef spænska liðið nær ekki að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid tekur á móti CSKA frá Moskvu á morgun í 16-liða úrslitum keppninnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Rússlandi. 13.3.2012 18:30
Sunnudagsmessan: Varnarleikur Wolves er í tómu tjóni Wolves, liðið sem íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson leikur með í ensku úrvalsdeildinni, er í tómu basli eftir afleitt gengi að undanförnu. Mick McCarthy knattspyrnustjóri liðsins var rekinn á dögunum og Terry Connor aðstoðarmaður hans tók við keflinu. 13.3.2012 17:45
Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13.3.2012 17:00