Fleiri fréttir

Evgeny Trefilov í ham - myndir

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fylgdist vel með þjálfara rússneska landsliðsins, hinum skrautlega Evgeny Trefilov, í leik Íslands og Rússlands í dag.

HM 2011: Sagt eftir Rússlandsleikinn

Ísland er úr leik á HM 2011 í Brasilíu eftir hetjulega baráttu við Rússland í 16-liða úrslitum keppninnar. Ísland tapaði þó á lokum og stelpurnar okkar eru því á heimleið.

Udinese hélt í toppsætið á Ítalíu

Fimm leikir fóru fram í ítölsku A-deildinni í dag en meistararnir í AC Milan gerðu 2-2 jafntefli við Bologna. Marco Di Vaio kom Bologna yfir í byrjun leiksins. Clarence Seedorf jafnaði síðan metin aðeins fimm mínútum síðar.

HM 2011: Noregur og Spánn áfram

Noregur og Spánn tryggðu sér í kvöld þátttökurétt í 8-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna.

Anna Úrsúla: Þreyta og reynsluleysi fór með leikinn

„Lokatölurnar segja voðalega lítið um leikinn, en þessi seinni hálfleikur fór alveg með okkur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir að liðið fékk úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik í 16-liða úrslitum gegn Rússum.

HM 2011: Angóla í fjórðungsúrslitin

Afríkumeistarar Angóla sýndu að gott gengi liðsins á HM í Brasilíu hefur ekki verið nein tilviljun. Liðið tryggði sér í dag sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar með sigri á Suður-Kóreu, 30-29.

Ágúst: Stórkostlegur árangur

"Við spiluðum mjög vel í 45 mínútur og vorum í raun óheppnar að vera þremur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands, eftir tapið gegn Rússum.

Nasri: Þurfum helst að óttast United

Samir Nasri, leikmaður Manchester City, telur að mesta ógnin í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn stafi af nágrönnum þeirra í Manchester United. Nasri telur að lið Chelsea sé einfaldlega ekki nægilega gott til að keppa um þann stóra.

Helgi Már stigahæstur í sigurleik

Helgi Már Magnússon skoraði 24 stig þegar að lið hans, 08 Stockholm, vann góðan sigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 79-74.

HM 2011: Karen í 18. sæti yfir markahæstu leikmenn

Karen Knútsdóttir er í 18. sæti yfir markahæstu leikmenn heimsmeistaramótsins í handbolta í Brasilíu fyrir leikinn gegn Rússum í dag. Karen hefur skorað 24 mörk þar af 10 úr vítaköstum.

Anelka á leiðinni til Kína

Kínverska félagið Shanghai Shenhua hafa gefið það út að liðið hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup á framherjanum Nicolas Anelka.

Formúlu 1 meistaraliðinu fagnað á heimaslóðum

Um 60.000 manns fögnuðu Formúlu 1 meistaraliði Red Bull í Milton Keynes í Bretlandi í gær þegar meistari ökumanna, Sebastian Vettel og Mark Webber óku bílum liðsins á götum bæjarins. Red Bull liðið er með aðsetur í bænum. Ökumennirnir tveir og Christian Horner, yfirmaður liðsins tóku á móti verðlaunum á verðlaunahátið FIA, alþjóðabílasambandsins í Nýju Delí í Indlandi á föstudagskvöld.

Jón Arnór og félagar unnu í tvíframlengdum leik

Jón Arnór Stefánsson skoraði þrettán stig þegar að lið hans, CAI Zaragoza, hafði betur gegn Baloncesto Fuenlabrada í tvíframlengdum leik, 95-88, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Tyson Chandler til New York Knicks

Næstu daga má búast við miklum breytingum á leikmannahópum hjá liðinum í NBA-deildinni og mörg félagsskipti eiga eftir að ganga í gegn.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27

Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val.

Mourinho: Klúðruðum of mörgum færum

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona.

Sögulegur árangur hjá Luke Donald

Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi.

HM 2011: Ísland úr leik með tapi í dag

Þau lið sem ekki komast áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistaramótsins í handbolta sem nú fer fram í Brasilíu munu ekki spila fleiri leiki á mótinu.

Howard fékk leyfi til að ræða við þrjú lið

Óvíst er hvort að NBA-leikmaðurinn Dwight Howard spili áfram með Orlando Magic á komandi leiktíð. Félagið hefur nú gefið umboðsmanni hans leyfi til að ræða við þrjú lið.

Larsson tryggði Sunderland dramatískan sigur

Sebastian Larsson var hetja Sunderland þegar hann tryggði liði sínu 2-1 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

Mark Benzema í sögubækurnar

Markið sem Karim Benzema skoraði fyrir Real Madrid gegn Barcelona í kvöld fer í sögubækurnar en ekkert mark hefur verið skorað eftir jafn skamman tíma í leik þessara sögufrægu liða í þau 216 skipti sem þau hafa mæst.

AZ enn á toppnum í Hollandi

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, AZ Alkmaar, vann 4-0 sigur á De Graafschap í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Klose með tvö í sigri Lazio

Lazio kom sér í kvöld upp í annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-2 sigri á Lecce en Þjóðverjinn Miroslav Klose skoraði tvö marka fyrrnefnda liðsins í kvöld.

Arnór með átta mörk í sigurleik

Arnór Gunnarsson skoraði átta mörk, þar af fimm af vítalínunni, þegar að Bittenfeld vann tveggja marka sigur á Nordhorn í þýsku B-deildinni í kvöld, 35-33. Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk fyrir Bittenfeld.

Alfreð spilaði loksins með Lokeren

Alfreð Finnbogason lék í dag sinn fyrsta leik í rúman mánuð með Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni og í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í mars á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir