Handbolti

HM 2011: Angóla í fjórðungsúrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Angóla er komið í 8-liða úrslit á HM í Brasilíu.
Angóla er komið í 8-liða úrslit á HM í Brasilíu. Mynd/Pjetur
Afríkumeistarar Angóla sýndu að gott gengi liðsins á HM í Brasilíu hefur ekki verið nein tilviljun. Liðið tryggði sér í dag sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar með sigri á Suður-Kóreu, 30-29.

Jafnræði var með liðunum í leiknum og staðan í hálfleik 13-13. Liðin skiptust á að vera í forystu en þegar sjö mínútur voru til leiksloka skoraði Angóla þrjú mörk í röð sem fór langt með að tryggja sigurinn.

Luis Kiala skoraði sjö mörk fyrir Angóal í dag og Im Jeong Choi skoraði tíu fyrir Suður-Kóreu.

Angóla mætir annað hvort Danmörku eða Japan í fjórðungsúrslitunum.

Rússland, sem vann Ísland fyrr í dag, mætir annað hvort Svíþjóð eða Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×