Handbolti

Ágúst: Stórkostlegur árangur

Mynd/Pjetur
„Við spiluðum mjög vel í 45 mínútur og vorum í raun óheppnar að vera þremur mörkum undir í hálfleik," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands, eftir tapið gegn Rússum.

„Jenný (Ásmundsdóttir) var frábær í markinu til að byrja með og varnarleikurinn flottur. Í byrjun síðari hálfleiks höldum við vel í við þær og erum inn í leiknum. Síðan fer liðið að gera klaufaleg mistök og hreinlega of lítið bensín á tankinum hjá stelpunum".

„Það hefði kannski ekki verið óeðlilegt að tapa með svona fimm mörkum í dag, en við gerðum bara allt of mikið af mistökum á lokakaflanum og þá refsa þær fljótt".

„Þetta er samt glæsilegur árangur hjá stelpunum og þær hafa staðið sig frábærlega. Þetta eru miklir afreksmenn í þessu liði. Við endum sennilega í tólfta sæti og það bara stórkostlegur árangur".

„Við erum með rosalega ungt lið og margar stelpur sem eru í lykilstöðu á vellinum eiga mörg ár eftir. Það eru leikmenn í þessu liðið sem eiga eftir að vera í landsliðinu í 10-15 ár í viðbót".


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×