Handbolti

Anna Úrsúla: Þreyta og reynsluleysi fór með leikinn

Anna Úrsúla stóð í ströngu í dag.
Anna Úrsúla stóð í ströngu í dag. Mynd/Pjetur
„Lokatölurnar segja voðalega lítið um leikinn, en þessi seinni hálfleikur fór alveg með okkur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir að liðið fékk úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik í 16-liða úrslitum gegn Rússum.

„Við stóðum vel í þeim í fyrri hálfleik og betri en þær á köflum en það var eins og við brotnum eitthvað í seinni hálfleik".

„Það er frábært að geta miðað sig við þessar bestu þjóðir í heimi og gott að vera komin á þessu mót. Við vorum bara í raun óheppnar að lenda svona neðarlega í okkar riðli og lenda á móti þessum risa í 16-liða úrslitum".

„Þreyta og reynsluleysi fór kannski með þetta hjá okkur í síðari hálfleik. Við verðum núna að stíga næsta skref og halda áfram að bæta okkur".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×