Fleiri fréttir

Daily Mail: Heiðar fær nýjan samning og hærri laun

Enska dagblaðið Daily Mail fullyrðir í dag að Neil Warnock, stjóri QPR, ætli að verðlauna Heiðar Helguson fyrir góða frammistöðu á tímabilinu með nýjum og betri samningi við félagið.

HM 2011: Fimm lið komin áfram - ótrúlegur sigur Brasilíu

Heimsmeistarar Rússa, gestgjafar Brasilíu, Rúmenía, Danmörk og Svíþjóð tryggðu sér í gær öll sæti í 16-liða úrslitum á heimsmeistarmótinu í handbolta. Rússar unnu 37 marka sigur á andstæðingum sínum í gær.

Ferguson: Einbeiting Rooney í góðu lagi

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney sé með einbeitinguna í góðu lagi fyrir leikinn mikilvæga gegn Basel í kvöld en hann mun morgun koma fyrir aganefnd UEFA í Sviss vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik með enska landsliðinu í haust.

Stjórnmálamönnum er skítsama um stelpurnar okkar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Evrópu- og ólympíumeistaraliði Noregs á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Ísland þarf að ná í 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum gegn Þýskalandi og Kína til þess að komast í 16-liða úrslit. Erfitt verkefni en til þess þarf Ísland að gera margt mun betur en gegn Noregi í gærkvöld í Arena Santos.

Lífið heldur áfram þótt við dettum út

Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, nágrannarnir í Manchester City og Manchester United, eiga það á hættu að spila sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu í kvöld og komast því ekki áfram í sextán liða úrslitin. Úrslitin ráðast þá í riðlum A til D, en fjögur af átta sætum eru enn laus. Bayern München, Inter Milan, Benfica og Real Madrid eru þegar komin áfram og öll nema portúgalska liðið hafa unnið sinn riðil.

Ágúst Þór: Enn möguleiki til staðar

„Þetta er munurinn á þessum liðum, við erum bara á eftir,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 27-14 tapleikinn gegn Noregi á HM í handbolta í Brasilíu.

Í beinni: Ajax - Real Madrid

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Ajax og Real Madrid í D-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Þórir: Það er mikil framtíð í mörgum af íslensku stelpunum

Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til þrettán marka sigurs á móti íslensku stelpunum á HM í Brasilíu í kvöld. Hann var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í þættinum hjá Þorsteini Joð á Stöð 2 Sport í kvöld.

Stelpurnar okkar teknar í kennslustund - myndir

Stelpurnar okkar fengu að upplifa það í kvöld að þó svo þær séu í stöðugri framför er enn langt í bestu liðin. Norðmenn hreinlega kjöldrógu íslenska liðið í kvöld og unnu stórsigur, 27-14.

Liverpool búið að skjóta tólf sinnum í marksúlurnar á tímabilinu

Liverpool-menn hafa verið duglegir að skjóta í stöng og slá á þessu tímabili og tvö skot bættust í hópinn í tapinu á móti Fulham á Craven Cottage í gærkvöldi. Liverpool-liðið hefur nú skotið 12 sinnum í marksúlurnar í fyrstu 14 leikjunum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða fimm sinnum oftar en næsta lið.

Drogba: Það hjálpar mér að fá að spila

Didier Drogba var maður kvöldsins í Meistaradeildinni því hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Chelsea á Valencia. Chelsea tryggði sér ekki bara sæti í sextán liða úrslitunum heldur einnig sigur í riðlinum.

Baker tryggði Njarðvík sigurinn í Hólminum

Shanae Baker var hetja Njarðvíkurliðsins í Stykkishólmi í kvöld en hún kórónaði frábæran leik sinni með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok. Njarðvík vann leikinn 72-69 og komst upp að hlið Keflavíkur á toppnum.

Anna Úrsúla: Þetta var ekki nógu gott hjá okkur

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður íslenska landsliðsins, var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í þættinum hjá Þorsteini Joð á Stöð 2 Sport í kvöld. Anna skoraði 3 mörk, fiskaði tvö víti og var einn besti maður íslenska liðsins.

Helena með 19 stig og 9 stoðsendingar í stórsigri

Helena Sverrisdóttir átti flottan leik með Good Angels Kosice í slóvakísku deildinni um helgina en hún skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst á 27 mínútum í 107-36 sigri liðsins á Moris Cassovia Kosice.

Villas-Boas: Svöruðum gagnrýninni í kvöld

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, svaraði gagnrýninni í kvöld með því að stýra sínu liði inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sannfærandi 3-0 sigri á spænska liðinu Valencia.

Chelsea stóðst pressuna og vann Valencia | Mörk kvöldsins

Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

HM 2011: Svartfjallaland rétt marði sigur gegn Angóla

Angóla tapaði sínum fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í dag þegar Svartfjallaland rétt marði 28-26 sigur í Arena Santos. Með sigrinum náði Svartfjallaland að bæta stöðu sína verulega en liðið er með 4 stig eftir 3 leiki, líkt og Angóla. Úrslitin eru ekki góð fyrir Ísland þar sem allt snýst um innbyrðisviðureignir.

Boothroyd ánægður með Heiðar

Jay Boothroyd, sóknarmaður QPR og liðsfélagi Heiðars Helgusonar, er ánægður með Heiðar sem hefur nú skorað í fjórum heimaleikjum í röð.

Cahill fer ekki í leikbann

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fella rauða spjaldið sem Gary Cahill fékk í leik Bolton og Tottenham um helgina úr gildi. Hann mun því ekki taka út eins leiks bann sem hann hefði annars fengið.

Mancini vill losna við Tevez: Mikilvægt að selja hann

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett pressu á það að félagið selji Carlos Tevez í janúar frekar en að lána hann. AC Milan hefur áhuga á argentínska framherjanum en hefur aðeins áhuga á að fá hann að láni.

Umfjöllun og viðtöl: Noregur - Ísland 27-14

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í frekar erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Noregi í kvöld á HM í Brasilíu. Ísland þarf að fá 3 stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til þess að komast í 16-liða úrslit. Og það þarf margt að lagast í leik liðsins til þess að svo verði. Staðan var 14-7 í hálfleik og slakur sóknarleikur Íslands er helsta áhyggjuefnið – ásamt því að markverðirnir vörðu aðeins 5 skot.

HM 2011: Miklir yfirburðir í D-riðli

Tveimur umferðum er nú lokið í öllum riðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem nú fer fram í Brasilíu. Evrópuliðin þrjú hafa ótrúlega yfirburði í D-riðli og nánast örugg með sæti í 16-liða úrslitunum.

Bjarki Már og Aron bestir í fyrsta hluta N1 deildar karla

Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður HK og Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, voru verðlaunaðir þegar HSÍ gerði upp fyrstu sjö umferðirnar í N1 deild karla. Bjarki Már var valinn besti leikmaðurinn en Aron þótti vera besti þjálfarinn.

Suarez enn á ný í vandræðum - gaf stuðningsmönnum Fulham fingurinn

Luis Suarez gengur mun betur þessa dagana að koma sér í vandræði en að finna marknetið hjá andstæðingum Liverpool-liðsins. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að skoða nánar bendingar hans í átt að stuðningsmönnum Fulham eftir 0-1 tap Liverpool á Craven Cottage í gær.

Given frá næsta mánuðinn

Shay Given, markvörður Aston Villa, verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla í vöðva aftan á læri. Given meiddist þegar að Villa tapaði 1-0 fyrir Manchester United um helgina.

Berbatov ekki með United gegn Basel

Dimitar Berbatov verður ekki með Manchester United þegar að liðið mætir Basel í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Hann er meiddur á ökkla.

Dalglish kom Suarez til varnar

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Fulham hafi kallað Luis Suarez svindlara í leik liðanna í gær.

Beckham ætlar ekki út í þjálfun

David Beckham hefur staðfest að hann hafi ekki áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri félagsliðs eftir að leikmannaferli hans lýkur.

Milan má ræða við Tevez

AC Milan hefur fengið leyfi til að ræða við fulltrúa Carlos Tevez, að sögn Adriano Galliani, varaforseta Milan. Félagið hefur þó ekkert rætt við Manchester City um möguleg kaup á framherjanum.

Stelpurnar okkar í strandblaki - myndir

Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta nýttu frídaginn á HM í Brasilíu í gær til að lyfta sér aðeins upp og skelltu þær sér í strandblak í góða veðrinu.

Gríðarlega erfitt verkefni

Það var létt yfir íslenska kvennahandboltalandsliðinu í gær þar sem það tók óhefðbundna æfingu síðdegis á ströndinni fyrir framan liðshótelið í Santos í Brasilíu. Skokk, strandblak og smá sjóbað var á dagskrá og var ekki annað að sjá en að liðið væri búið að hrista af sér tapleikinn gegn Angóla.

Þórir Hergeirsson: Mun syngja báða þjóðsöngvana

„Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta.

Sjá næstu 50 fréttir