Stjórnmálamönnum er skítsama um stelpurnar okkar Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 7. desember 2011 07:15 Norsku stúlkurnar fagna á meðan svekktur leikmaður íslenska liðsins gengur fram hjá.fréttablaðið/pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Evrópu- og ólympíumeistaraliði Noregs á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Ísland þarf að ná í 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum gegn Þýskalandi og Kína til þess að komast í 16-liða úrslit. Erfitt verkefni en til þess þarf Ísland að gera margt mun betur en gegn Noregi í gærkvöld í Arena Santos. Styrkleiki Noregs kom strax í ljós í fyrri hálfleik. Líkamsstyrkur, hraði og tækni þeirra er einfaldlega meiri. Ísland komst ekkert áleiðis gegn uppstilltri vörn Noregs. Til marks um það skoruðu aðeins þrír leikmenn þessi 7 mörk liðsins í fyrri hálfleik, 14-7. Eftir ágætar upphafsmínútur dró í sundur með liðunum og gæðamunurinn var öllum ljós. Í stöðunni 2-1 fyrir Ísland skoruðu Norðmenn 7 mörk í röð, staðan orðin 7-2 og Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, gat leyft sér að nota alla sína leikmenn og hvíla lykilmenn. Markverðir Íslands náðu sér aldrei á strik í gær með aðeins 5 varin skot. Þrátt fyrir það náðu Norðmenn aðeins að skora 27 mörk – sem verður að teljast jákvætt. Sóknarleikurinn er enn stærsta vandamál Íslands. „Ég er eiginlega bara búin að gleyma þessum leik. Ætla ekki að dvelja mikið við hann. Það hefur verið 20 marka munur á þessum liðum að undanförnu, við erum enn langt á eftir. Mér finnst við vera of ragar að skjóta á markið – hugsum of mikið um að gera ekki mistök, í stað þess að láta bara vaða og framkvæma," sagði Hrafnhildur. Í raun þarf ekkert að segja mikið meira um leikinn. Munurinn á Noregi og Íslandi er í dag þessi. Það er staðreynd. Hins vegar má velta því fyrir sér hvað Norðmenn gera fyrir sitt lið og sína leikmenn til þess að ná þessum árangri. Þórir Hergeirsson fær um 200 milljónir kr. á ári til þess að undirbúa sitt lið. Leikmenn liðsins fá um 4-6 milljónir kr. árlega sem stuðningsgreiðslu frá handknattleikssambandinu til þess að geta æft meira með námi eða vinnu. Allt er gert til þess að létta undir með leikmönnum til þess að þær geti verið í fremstu röð í heiminum. Norska þjóðin er stolt af því að eiga íþróttalið og einstaklinga í fremstu röð. Íslendingar eru ekkert öðruvísi – en Norðmenn gera hins vegar eitthvað í því, Íslendingar ekki. Samanburðurinn er svo skakkur að það er í raun ótrúlegt að íslenska A-landslið í boltaíþróttum skuli yfirleitt taka þátt á stórmótum. Fjárhagslegur stuðningur frá íslenska ríkinu er nánast enginn. Og það sem verra er, þeir sem forgangsraða skatttekjum okkar, stjórnmálamenn og konur, þeim virðist vera skítsama. Afsakið orðbragðið. Kostnaður HSÍ við þetta mót er um 15 milljónir kr. og á þessu ári 25-30 milljónir kr. alls. Og styrkurinn frá okkur, íslensku þjóðinni, er til skammar. Rétt um 1,5 milljónir kr. Þar af rétt um helmingur beint af fjárlögum Alþingis. Það undarlega er að það hefur enginn stjórnmálamaður eða stjórnmálaafl nokkurn áhuga á slíkum hlutum. Jú, þegar vel gengur, þá eru allir í stuði með kampavínsglas í hendi. „Það er í raun ótrúlegt hvað Ísland hefur náð góðum árangri miðað við það fjármagn og mannskap sem handknattleikssambandið fær. Ísland er með spennandi lið en þetta er munurinn á þessum liðum í dag," sagði Þórir eftir leikinn í gær. Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í erfiðri stöðu eftir 27-14 tap gegn Evrópu- og ólympíumeistaraliði Noregs á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Ísland þarf að ná í 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum gegn Þýskalandi og Kína til þess að komast í 16-liða úrslit. Erfitt verkefni en til þess þarf Ísland að gera margt mun betur en gegn Noregi í gærkvöld í Arena Santos. Styrkleiki Noregs kom strax í ljós í fyrri hálfleik. Líkamsstyrkur, hraði og tækni þeirra er einfaldlega meiri. Ísland komst ekkert áleiðis gegn uppstilltri vörn Noregs. Til marks um það skoruðu aðeins þrír leikmenn þessi 7 mörk liðsins í fyrri hálfleik, 14-7. Eftir ágætar upphafsmínútur dró í sundur með liðunum og gæðamunurinn var öllum ljós. Í stöðunni 2-1 fyrir Ísland skoruðu Norðmenn 7 mörk í röð, staðan orðin 7-2 og Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, gat leyft sér að nota alla sína leikmenn og hvíla lykilmenn. Markverðir Íslands náðu sér aldrei á strik í gær með aðeins 5 varin skot. Þrátt fyrir það náðu Norðmenn aðeins að skora 27 mörk – sem verður að teljast jákvætt. Sóknarleikurinn er enn stærsta vandamál Íslands. „Ég er eiginlega bara búin að gleyma þessum leik. Ætla ekki að dvelja mikið við hann. Það hefur verið 20 marka munur á þessum liðum að undanförnu, við erum enn langt á eftir. Mér finnst við vera of ragar að skjóta á markið – hugsum of mikið um að gera ekki mistök, í stað þess að láta bara vaða og framkvæma," sagði Hrafnhildur. Í raun þarf ekkert að segja mikið meira um leikinn. Munurinn á Noregi og Íslandi er í dag þessi. Það er staðreynd. Hins vegar má velta því fyrir sér hvað Norðmenn gera fyrir sitt lið og sína leikmenn til þess að ná þessum árangri. Þórir Hergeirsson fær um 200 milljónir kr. á ári til þess að undirbúa sitt lið. Leikmenn liðsins fá um 4-6 milljónir kr. árlega sem stuðningsgreiðslu frá handknattleikssambandinu til þess að geta æft meira með námi eða vinnu. Allt er gert til þess að létta undir með leikmönnum til þess að þær geti verið í fremstu röð í heiminum. Norska þjóðin er stolt af því að eiga íþróttalið og einstaklinga í fremstu röð. Íslendingar eru ekkert öðruvísi – en Norðmenn gera hins vegar eitthvað í því, Íslendingar ekki. Samanburðurinn er svo skakkur að það er í raun ótrúlegt að íslenska A-landslið í boltaíþróttum skuli yfirleitt taka þátt á stórmótum. Fjárhagslegur stuðningur frá íslenska ríkinu er nánast enginn. Og það sem verra er, þeir sem forgangsraða skatttekjum okkar, stjórnmálamenn og konur, þeim virðist vera skítsama. Afsakið orðbragðið. Kostnaður HSÍ við þetta mót er um 15 milljónir kr. og á þessu ári 25-30 milljónir kr. alls. Og styrkurinn frá okkur, íslensku þjóðinni, er til skammar. Rétt um 1,5 milljónir kr. Þar af rétt um helmingur beint af fjárlögum Alþingis. Það undarlega er að það hefur enginn stjórnmálamaður eða stjórnmálaafl nokkurn áhuga á slíkum hlutum. Jú, þegar vel gengur, þá eru allir í stuði með kampavínsglas í hendi. „Það er í raun ótrúlegt hvað Ísland hefur náð góðum árangri miðað við það fjármagn og mannskap sem handknattleikssambandið fær. Ísland er með spennandi lið en þetta er munurinn á þessum liðum í dag," sagði Þórir eftir leikinn í gær.
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira