Handbolti

HM 2011: Þjóðverjar lögðu Kína með minnsta mun

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Úr leik Kina og Þýskalands í kvöld
Úr leik Kina og Þýskalands í kvöld Mynd/Pjetur Sigurðsson
Þjóðverjar rétt mörðu Kína í miklum spennuleik í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna. Þjóðverjar skoruðu síðasta markið 30 sekúndum fyrir leikslok, lokatölur 23-22.

Með sigrinum eru Þjóðverjar með 4 stig en Kína er án stiga eftir þrjá leiki. Ísland á eftir að mæta þessum liðum og mótherjar Íslands eru Þjóðverjar á morgun fimmtudag.

Staðan var jöfn 22-22 þegar 1 mínúta var eftir. Nadja Nadgornaja kom Þjóðverjum yfir í 23-22 með þrumuskoti. Kínverjar gerðu hrikaleg mistök í síðustu sókninni. Markvörður liðsins fór útaf til þess að skipta við útileikmann sem gleymdi að fara í þar til gert vesti.

Leikurinn var stöðvaður og Kína missti mann af leikvelli. Síðasta sóknin rann út í sandinn og Þjóðverjar fögnuðu 23-22 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×