Fleiri fréttir

Stern óttast að það verði engir jólaleikir

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist hafa tilfinningu fyrir því að það verði enginn NBA-bolti um jólin að þessu sinni. Hann segir að ef ekki verði búið að semja í deilunni næsta þriðjudag séu jólaleikirnir úr sögunni.

Redknapp: Capello á að taka Rooney með á EM

Það eru skiptar skoðanir um það í Englandi hvort Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, eigi að taka Wayne Rooney með á EM næsta sumar þar sem hann verður í leikbanni út riðlakeppnina.

Dalglish hefur enn tröllatrú á Gerrard

Þó svo einhverjir telji að Steven Gerrard sé búinn að ná hápunktinum sem knattspyrnumaður og leiðin liggi nú niður á við efast Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ekki um að Gerrard eigi eftir að verða prímusmótor Liverpool-liðsins næstu árin.

Geir og Þórir hittu Keane

Geir Þorsteinsson greindi frá því á blaðamannafundi KSÍ í dag að hann hafi, ásamt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdarstjóra KSÍ, hitt Roy Keane að máli um starf landsliðsþjálfara.

Upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina

Íslandsmótið í körfuknattleik karla hófst í gær með þremur leikjum í Iceland Express deildinni. Fyrstu umferð lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stöð 2 sport sýndi veglegan upphitunarþátt um deildina s.l. miðvikudag og er hægt að sjá þáttinn í heild sinn á Vísir. Þar fór Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 yfir málin með þeim Svala Björgvinssyni og Guðmundi Bragasyni.

Hamilton fljótastur í Suður Kóreu

Tvær æfingar fór fram hjá Formúlu 1 liðum á Kóreu kappakstursbrautunni í Yenogam í Suður Kóreu í nótt. Rigning var á báðum æfingum, sem voru liður í undirbúningi fyrir kappakstur á brautinni á sunnudaginn. Red Bull á möguleika á að tryggja sér meistaratitil bílasmiða í mótinu, en Sebastian Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna.

Lagerbäck líklega klár í bátana - sagður fá 5,4 milljónir í mánaðarlaun

KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu. Á fundinum verður kynntur til leiks nýr landsliðsþjálfari karla en fastlega má reikna með því að Svíinn Lars Lagerbäck verði staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari á fundinum. KSÍ hefur verið í viðræðum við Sviann um nokkurt skeið og þær viðræður virðast loksins hafa borið árangur.

KR slapp með skrekkinn á móti strákunum hans Benna - myndir

Íslandsmeistarar KR hófu tililvörnina á naumum sigri á nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn, 90-84, í DHL-höllinni í gærkvöldi en fyrsta umferð Iceland Express deildar karla hófst þá með þremur leikjum. Þór minnkaði muninn í þrjú stig þegar fáar sekúndur voru eftir af leiknum en KR-ingar lönduðu sigrinum.

Framarar yfirbuguðu Hlíðarendagrýluna - myndir

Framarar eru áfram með fullt hús í N1 deild karla eftir 21-20 sigur á Valsmönnum í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Fram hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína undir stjórn Einars Jónssonar.

Barnið í Bebeto-fagninu að æfa með Flamengo

Brasilíumaðurinn Bebeto öðlaðist heimsfrægð þegar hann tileinkaði marki sínu gegn Hollandi á HM 1994 nýfæddu barni sínu á eftirminnilegan máta. Sonurinn, Matheus, er nú orðinn sautján ára gamall og byrjaður að æfa með brasilíska liðinu Flamengo.

Írar komust í umspilið á ótrúlegu sjálfsmarki

Armeninn Valeri Aleksanyan sefur væntanlega ekkert mjög vel þessa dagana enda átti sjálfsmark hans gegn Írum stóran þátt í því að Armenía komst ekki í umspilið í undankeppni EM 2012.

Einar Andri: Mikilvægur punktur

Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, fagnaði stiginu í lok leik HK og FH en bölvaði á sama tíma að taka ekki bæði stigin í frábærum leik í Digranesi í kvöld þar sem HK og FH skildu jöfn 30-30.

Einar Jónsson: Við eigum mikið inni

„Við erum með 100% árangur það sem af er og að mínu mati erum við nokkuð á áætlun. Ég er ánægður með það. Þetta er eitthvað sem ekki allir áttu von á fyrir mót,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram.

Benedikt: Drullusvekktur með þetta tap

„Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn.

Hrafn: Mikilvægt fyrir okkur að byrja á sigri

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem við vissum alveg að Þórsarar kæmu brjálaðir hingað,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld.

Óskar Bjarni: Framarar eru líklegastir

Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deildinni en þeir unnu fjórða leik sinn í kvöld þegar þeir lögðu Val með einu marki. Lengi stefndi í nokkuð öruggan sigur þeirra en Valsmenn hleyptu spennu í leikinn í lokin.

Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum

KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það.

Framarar unnu á Hlíðarenda og eru áfram með fullt hús

Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin.

Grindavík stakk Keflavík af í þriðja leikhlutanum

Grindvíkingar fylgdu eftir sigri í Meistarakeppni KKÍ um helgina með því að vinna sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 86-80, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta eftir að Keflavík hafði verið með frumkvæðið framan af leik.

Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi

HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Birkir Ívar: Ég var fyrir í dag

„Það er stundum engin mikil kúnst við það að verja víti - kannski meira að vera bara fyrir. Og ég var svolítið fyrir í dag,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, í léttum dúr. Hann átti stóran hlut í sigri sinna manna á Akureyri í kvöld, 23-22.

Atli: Dýrt að nýta ekki vítin

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22.

Aron: Erum að reyna að minnka sveiflurnar

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil.

Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari

Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik

Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla.

Anton og Hlynur dæma stórleik á Spáni

Besta handboltadómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, verða á ferðinni í Madrid um helgina þar sem þeir dæma stórleik í Meistaradeildinni.

Heimir: Væri heiður að starfa með Lars

Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, er í viðtali við sænska netmiðilinn Fotbollskanalen þar sem hann segir að það myndi vera honum heiður að fá að starfa með Lars Lägerback.

Tevez var látinn æfa einn

Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Alan Shearer myndi taka Rooney með á EM

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, er á því að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, eigi að velja Wayne Rooney í lokahópinn sinn fyrir Evrópumótið í Úkraínu og Póllandi þótt að enski framherjinn verði í banni í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar.

Lygilegur sigur Þóris og félaga í Rússlandi

Pólska liðið Kielce vann í dag glæsilegan útisigur á rússnesku meisturunum í Chekovski Medvedi í Meistaradeild Evrópu, 31-30. Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir Kielce.

Bale: Við ætlum á HM 2014

Velski vængmaðurinn Gareth Bale er á því að Wales sé með nógu sterkt lið til þess að komast á lokakeppni HM í Brasilíu árið 2014.

Góð gæsaveiði síðustu daga

Gæsaveiðin síðustu daga hefur verið mjög góð, og þá sérstaklega á suðurlandsundirlendinu. Mikið af gæs er farin af safnast saman í akra og á tún og á sumum stykkjunum eru þær í þúsunda tali.

Forlan kom meiddur heim frá Úrúgvæ

Forráðamenn Inter fóru ekki í neitt sérstakt jólaskap er þeir sáu framherjann sinn, Diego Forlan, meiðast í landsleik Úrúgvæ og Paragvæ á þriðjudag. Forlan skoraði í leiknum en varð síðan að fara af velli vegna meiðsla.

Sjá næstu 50 fréttir