Handbolti

Lygilegur sigur Þóris og félaga í Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í íslenska landsliðsbúningnum.
Þórir Ólafsson í íslenska landsliðsbúningnum.
Pólska liðið Kielce vann í dag glæsilegan útisigur á rússnesku meisturunum í Chekovski Medvedi í Meistaradeild Evrópu, 31-30. Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir Kielce.

Sigurinn var ótrúlegur því Kielce var tveimur mönnum færri inni á vellinum þegar að Michael Jurecki skoraði sigurmarkið, örfáum sekúndum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsti sigur Kielce í Meistaradeildinni í haust en liðið hafði tapað bæði fyrir Veszprem frá Ungverjalandi og þýska liðinu Füchse Berlin. Rússarnir höfðu gert jafntefli í báðum sínum leikjum - gegn Füchse Berlin og Atletico Madrid.

Veszprem situr á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið mætir Atletico Madrid á útivelli á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×