Atli: Dýrt að nýta ekki vítin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:37 Mynd/HAG Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. „Við fengum fullt af færum í leiknum og fullt af vítaköstum sem við nýttum okkur ekki,“ sagði Atli en alls varði Birkir Ívar Guðmundsson 21 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst Akureyringa. „Við byrjuðum illa í upphafi beggja hálfleikja og það er of mikið að láta 4-5 mínútur líða án þess að skora mark. Það getur skipt miklu máli. Það verður þó ekki af mínum mönnum tekið að við vorum að komast í færin og strákarnir voru að berjast eins og menn.“ „Þó svo að við lentum stundum 3-4 mörkum undir þá náðum við að halda okkur inni í leiknum og það fyllir mig áfram trú um að þetta fari að detta fyrir okkur. En það er auðvitað erfitt að horfa upp á tapið og mér fannst við eiga annað stigið skilið.“ „Það hefði verið gott að komast yfir en Haukarnir eru með flott lið og Birkir Ívar var frábær í dag. Ég var líka ánægður með Bubba (Sveinbjörn Pétursson) í okkar marki en þessi víti sem við klikkuðum á eru dýr.“ Hreinn Þór Hauksson gaf það út í vor að hann væri hættur enda á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Hann var sóttur sérstaklega í þennan leik og lenti á landinu í dag. „Hann var flottur í dag og hann gerði mikið fyrir okkur í dag. Svo fer hann aftur heim á morgun en kemur svo aftur fyrir leikinn gegn Val og spilar með okkur þá. Við erum bara í þeirri stöðu að okkur vantar sárlega leikmenn enda mjög erfitt að missa fimm leikmenn í langvarandi meiðsli.“ Olís-deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. „Við fengum fullt af færum í leiknum og fullt af vítaköstum sem við nýttum okkur ekki,“ sagði Atli en alls varði Birkir Ívar Guðmundsson 21 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst Akureyringa. „Við byrjuðum illa í upphafi beggja hálfleikja og það er of mikið að láta 4-5 mínútur líða án þess að skora mark. Það getur skipt miklu máli. Það verður þó ekki af mínum mönnum tekið að við vorum að komast í færin og strákarnir voru að berjast eins og menn.“ „Þó svo að við lentum stundum 3-4 mörkum undir þá náðum við að halda okkur inni í leiknum og það fyllir mig áfram trú um að þetta fari að detta fyrir okkur. En það er auðvitað erfitt að horfa upp á tapið og mér fannst við eiga annað stigið skilið.“ „Það hefði verið gott að komast yfir en Haukarnir eru með flott lið og Birkir Ívar var frábær í dag. Ég var líka ánægður með Bubba (Sveinbjörn Pétursson) í okkar marki en þessi víti sem við klikkuðum á eru dýr.“ Hreinn Þór Hauksson gaf það út í vor að hann væri hættur enda á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Hann var sóttur sérstaklega í þennan leik og lenti á landinu í dag. „Hann var flottur í dag og hann gerði mikið fyrir okkur í dag. Svo fer hann aftur heim á morgun en kemur svo aftur fyrir leikinn gegn Val og spilar með okkur þá. Við erum bara í þeirri stöðu að okkur vantar sárlega leikmenn enda mjög erfitt að missa fimm leikmenn í langvarandi meiðsli.“
Olís-deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira