Fleiri fréttir

Mikil veiði í Stóru Laxá

Það er aldeilis góður gangur í Stóru Laxá þessa dagana. Franskir og Sænskir veiðimenn hafa verið að veiðum síðustu daga. Mokveiði hefur verið niður á svæði eitt og tvö , sumir dagar yfir 30 laxar á 4 stangirnar , svæði eitt og tvö mun vera að nálgast 300 laxa. Mikklu rólegra er á svæði þrjú og fjögur, en síðustu daga hafa þó verið að reitast inn fiskar og farið að sjást fiskur hingað og þangað bæði á svæði þrjú og fjögur. 90 prosent af veiddum laxi hefur verið sleppt aftur í ánna.

Slök laxveiði fyrir vestan

Laxveiðin er frekar slök fyrir vestan, bæði í Djúpinu og í Dölunum. Líklega erum við að tala um lakasta landssvæðið þetta árið. Það er þó engan veginn fisklaust og síðustu daga hefur fiskur verið að ganga.

Gæsin farin að safnast í tún

Nokkrir veiðimenn hafa gert ágætis veiði fyrir norðan og við höfum það eftir heimildarmönnum okkar fyrir norðan að víða er gæsin farin að safnast saman á túnum. Mjög víða t.d. í Skagafirði og Hrútafirði má sjá stóra hópa af gæs við túnin og má reikna með því að skyttum fari að fjölga í túnunum fyrir norðan.

Fletcher: Dómarinn dæmdi okkur úr leik

Darren Fletcher, fyrirliði skoska landsliðsins, var allt annað en sáttur með frammistöðuna hjá dómara leiksins þegar Skotar og Tékkar áttust við í undankeppni EM 2012 á laugardaginn.

Þórir og félagar slóu út Rhein-Neckar Löwen

Íslendingaliðið, Rhein-Neckar Löwen, verður ekki með í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð en liðið féll úr leik í forkeppninni gegn Þóri Ólafssyni og félögum í Kielce frá Póllandi.

Kiel valtaði yfir Flensburg

Kiel valtaði yfir Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en leiknum lauk með sigri heimamanna 35-21.

Wilshere frá í þrjá mánuði

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, verður frá keppni í minnsta kosti þrjá mánuði en leikmaðurinn hefur ekki enn tekið þátt í leik með félagsliði sínu á tímabilinu.

Aron og Alfreð í beinni í nágrannaslag

Núna kl. 15:30 tekur Kiel á móti Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en þetta eru ávallt hörku viðureignir enda eru liðin nágrannar og mikill rígur á milli þeirra.

Thomas Björn vann annað mótið í röð

Danski kylfingurinn, Thomas Björn, bar sigur úr býtum á evrópska Mastersmótinu í Sviss, en hann lék á níu höggum undir pari á lokadeginum eða á 62 höggum.

Sneijder: Mourinho sagði mér að vera áfram hjá Inter

Wesley Sneijder segir að Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hafi ráðlagt sér að vera áfram hjá Inter í vetur. Sneijder var orðaður við brottför frá Inter í allt sumar og þá aðallega við Man. Utd.

Smalling vill frekar spila í miðvarðarstöðunni

Chris Smalling lék sinn fyrsta landsleik fyrir England á föstudag. Smalling var í hægri bakverðinum og stóð sig vel þar rétt eins hann hefur leikið vel í sömu stöðu með Man. Utd í vetur.

Capello: Ég vel leikmenn en ekki nöfn

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur varað miðjumanninn Frank Lampard við því að hann eigi á hættu að tapa sæti sínu í enska landsliðinu varanlega. Þó svo Lampard sé heill heilsu var hann settur á bekkinn á föstudag. Það hefur ekki gerst áður.

Ítalska landsliðið er ekki Barcelona

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur mátt þola harða gagnrýni eftir lélegan leik landsliðsins gegn Færeyjum. Ítalir rétt mörðu 1-0 sigur á Færeyingum.

Ramsey: Við óttumst ekki enska landsliðið

Aaron Ramsey, fyrirliði velska landsliðsins og leikmaður Arsenal, segir að strákarnir í velska landsliðinu hræðist ekki enska landsliðið en liðin mætast á þriðjudag.

Ótrúlegt sjálfsmark hjá Spánverjum

Varnarmaður U-21 árs landsliðs Spánar skoraði eitt flottasta sjálfsmark seinni ára í leik Spánar og Georgíu í gær. Markið var með hælspyrnu af um 25 metra færi. David de Gea var varnarlaus í markinu.

Engin draumabyrjun hjá Klinsmann

Jurgen Klinsmann fer ekkert sérstaklega vel af stað sem landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrna. Í nótt tapaði lið hans gegn Costa Rica, 1-0.

Umsóknir í forúthlutun SVFR

Út er komin í fyrsta sinn rafræn söluskrá vegna forúthlutunar veiðileyfa hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna þau ársvæði og tímabil sem í boði eru á besta tíma 2012 og fyrirkomulag sölu veiðileyfanna.

Löw gefur lykilmönnum frí

Þeir Mesut Özil, Bastian Schweinsteiger og Manuel Neuer hafa allir verið sendir heim frá þýska landsliðinu. Þeir munu því ekki taka þátt í vináttuleiknum gegn Póllandi á þriðjudag.

Björgvin þreytti frumraun sína í þýsku úrvalsdeildinni

Björgvin Páll Gústavsson hóf feril sinn í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik með því að verja vítakast. Björgvin fékk að reyna sig í einu víti í leik Magdeburg og Göppingen í dag. Hann afgreiddi það verkefni með stæl.

FH tapaði gegn Haslum

Íslandsmeistarar FH töpuðu, 36-29, gegn norska liðinu Haslum í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna í umspili um laust sæti í Meistaradeildinni

Snorri með stórleik - fyrsti leikur Arnórs

Snorri Steinn Guðjónsson fór hamförum í liði AGK í dag er það vann Skjern, 28-20, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Snorri skoraði sjö mörk og var valinn maður leiksins.

Tékkar jöfnuðu í blálokin

Skotar urðu af tveimur mikilvægum stigum í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Tékkum. Tékkar jöfnuðu leikinn úr umdeildu víti á 90. mínútu.

Carew hylltur í Noregi

John Carew er þjóðhetja í Noregi eftir 1-0 sigur Norðmanna gegn Íslendingum í gær. Hann fiskaði vítið sem færði þeim norsku sigurinn á silfurfati.

Úrslit dagsins í Pepsi-deild kvenna

Íslandsmeistarar Stjörnunnar gefa ekkert eftir þó svo bikarinn sé í höfn. Í dag rúllaði Stjarnan yfir Grindavík, 1-7, á meðan Valur pakkaði KR saman.

Selfoss með annan fótinn í úrvalsdeild - ÍA meistari

Selfoss er nánast búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla næsta sumar eftir ævintýralegan 4-3 sigur gegn BÍ/Bolungarvík á Selfossi. Selfoss komið með 41 stig eða sex stigum meira en Haukar þegar aðeins eru eftir tvær umferðir.

Gerrard ætlar að þagga niður í efasemdarmönnunum

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, er á góðum batavegi og segist sjaldan eða aldrei hafa liðið jafn vel og hann ætlar að sanna fyrir efasemdarmönnum að hann sé enn einn af betri leikmönnum enska úrvalsdeildarinnar.

Van der Vaart frá í sex vikur

Tottenham varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst var að Hollendingurinn Rafael van der Vaart spilar ekki fótbolta næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Man. City á dögunum.

Capello: Liðið getur gert enn betur

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum hæstánægður með 3-0 sigurinn gegn Búlgaríu í gær en hann segir að liði geti gert enn betur.

Rooney ekki alvarlega meiddur

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, gerir ráð fyrir því að Wayne Rooney spili gegn Wales á þriðjudag þó svo leikmaðurinn hafi orðið fyrir smávægilegu hnjaski.

Carew: Hann var nógu heimskur til að fara í mig

John Carew átti góða innkomu fyrir norska landsliðið gegn því íslenska í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar lítið var eftir og fiskaði vítaspyrnuna sem tryggði Noregi að lokum sigur.

Norskur draumur en íslensk martröð

Enn og aftur beið Ísland lægri hlut í undankeppni EM 2012 á grátlegan máta. Í þetta sinn fyrir Noregi ytra en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í lokin. „Með svona frammistöðu vinnum við Kýpur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Jóhannesson en íslenska liðið er enn án

Sjá næstu 50 fréttir