Fleiri fréttir

Mertesacker: Eins og fyrsti skóladagurinn

Þýski varnarmaðurinn Per Mertesacker er orðinn mjög spenntur fyrir því að hefja störf hjá nýju félagi, Arsenal, en hann var keyptur til liðsins frá Werder Bremen í Þýskalandi.

Meireles: Áhugi Villas-Boas kveikti í mér

Raul Neireles, sem gekk í raðir Chelsea frá Liverpool fyrir viku síðan, segir í viðtali á heimasíðu fyrrnefnda félagsins að hann hafi aldrei lýst því yfir að hann vildi fara frá Liverpool.

KFR og KV upp í 2. deild

Knattspyrnuliðin KFR og KV tryggðu sér í kvöld sæti í 2. deild karla en liðin höfðu betur í sínum viðureignum í undanúrslitum 3. deildarinnar.

Sakar Kristinn um hlutdrægni

Marius Zaliukas, leikmaður litháíska landsliðsins, segir að Kristinn Jakobsson hafi dæmt með Skotumm í leik liðanna á Hampden Park á þriðjudagskvöldið.

Sir Alex Ferguson: Mourinho minnir mig á sjálfan mig þegar ég var ungur

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur komið vini sínum José Mourinho, þjálfara Real Madrid, til varnar en Portúgalinn hefur fengið harða gagnrýni í heimalandinu fyrir framkomu sína á dögunum þar sem að hann potaði í auga Tito Vilanova, aðstoðarmanns hjá Barcelona.

Sara Björk skoraði í sigurleik

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Malmö sem vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum jók Malmö forystu sína á toppi deildarinnar í sex stig.

Ólafur: Veigar braut agareglur

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur staðfest að Veigar Páll Gunnarsson braut agareglur fyrir leik liðsins gegn Kýpur í gær.

Rúnar: Finnst stundum eins og landsliðsmenn séu að velja sér leiki

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson.

Enn einn góður dagur í Stóru Laxá

Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu.

Dularfullu flugur sumarsins 2011?

Það klikkar ekki að á hverju sumri koma fram leynivopn í veiðinni sem menn ríghalda í að halda leyndu. Menn setja í hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan aðrir fá ekki neitt. En hvað veldur því að fiskur tekur sumar flugur betur en aðrar? Er það liturinn, eitthvað nýtt í ánni? Það er erfitt að svara því.

98 sm lax úr Húseyjarkvísl

Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni.

Birgir missir af mótinu í Kasakstan - vegabréfsáritunin í ólagi

Ekkert verður af því að Birgir Leifur Hafþórsson leiki á áskorendamótaröðinni í þessari viku eins og til stóð. Birgir var kominn til Frankfurt í Þýskalandi þegar í ljós kom að vegabréfsáritun hans til Kasakstan þar sem mótið fer fram var ekki í lagi.

Webber segir undraverða stemmningu á Monza

Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt.

Button telur tilkomumikill tilþrif möguleg á Monza brautinni um helgina

Jenson Button hjá McLaren varð í þriðja sæti í síðustu Formúlu 1 keppni sem var á Spa brautinni í Belgíu, en um helgina keppir hann á Monza brautinni á Ítalíu. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso á Ferrari á Monza brautinni í fyrra, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji

Rúnar: Það á að ráða yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi,var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann 1-0 sigur á Kýpur í gær.

Laxá í Ásum skiptir um hendur

Eftir því sem VoV kemst næst, þá hafa verið opnuð tilboð í Laxá á Ásum og í framhaldinu er útlit fyrir að leigutakinn til síðustu ára, Lax-á, verði ekki með ána frá og með næsta sumri. Félagið Salmon Tails, sem er leigutaki Mýrarkvíslar átti hæsta tilboðið.

Fréttir úr Leirvogsá

Leirvogsá hefur verið fremur vatnslítil þetta sumarið, í takt við úrkomu hér í nágrenni höfuðborgarinnar. Heildarafli í upphafi vikunnar var 310 laxar.

Samir Nasri handarbrotnaði í leik með franska landsliðnu

Samri Nasri braut bein í hendi í leik með franska landsliðinu á móti Rúmeníu í undankeppni EM í gær en þetta kemur fram í enskum miðlum. Það er samt ekki ljóst hvenær nákvæmlega Nasri meiddist í leiknum en hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og kláraði leikinn án sjáanlegra vandræða.

Füchse Berlin með fullt hús - vann Björgvin og félaga í gær

Dagur Sigurðsson og félagar hans í Füchse Berlin byrja vel í þýsku úrvalsdeildinni en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og er á toppnum eins og er. Füchse Berlin vann 29-27 útisigur á Magdeburg í gær en báðir leikir liðsins hafa unnist á útivelli.

Pau Gasol og Dirk Nowitzki mætast í dag á EM í körfu

Keppni í milliriðlum á EM í körfubolta í Litháen hefst í dag og bíða margir spenntir eftir fyrsta leik dagsins þar sem mætast Evrópumeistarar Spánverjar og Þýskaland sem hefur innanborðs einn allra besta körfuboltamann heims.

Capello: Eins og við séum búnir að missa sjálfstraustið á Wembley

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, viðurkenndi að sínir menn hafi haft heppnina með sér í 1-0 sigrinum á Wales á Wembley í gær. Eftir leikinn vantar enska landsliðinu aðeins eitt stig til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram næsta sumar.

Tvö auð sæti í ferð körfuboltalandsliðsins til Kína

Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon komust ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu til Kína og því mun landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist aðeins hafa úr tíu mönnum að velja í landsleikjunum tveimur sem fara fram á föstudag og sunnudag.

Markið hans Kolbeins dugði til sigurs - myndir

Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslandi 1-0 sigur á Kýpur í undankeppni EM 2012 í gær og batt liðið þar með meira en þúsund daga bið eftir fyrsta sigrinum í mótsleik.

Stuðningsmaður Wales lést í kvöld

44 ára gamall karlamaður lést í kvöld eftir að hafa hlotið höfuðáverka skömmu fyrir landsleik Englands og Wales á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Talið er að maðurinn sé stuðningsmaður velska landsliðsins.

Hannes: Draumakvöld fyrir mig

„Þetta var algjört draumakvöld fyrir mig,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, í kvöld.

Hjörtur Logi: Algjör vinnusigur

"Þetta var algjör vinnusigur og virkilega mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í kvöld.

Kristján Örn: Mikill léttir að mörgu leyti

Kristján Örn Sigurðsson átti frábæran leik í stöðu miðvarðar. Hann spilaði við hlið Hallgríms Jónassonar sem var að spila sinn annan landsleik og fannst samvinna þeirra ganga vel.

Spánverjar skoruðu sex og eru komnir inn á EM

Heims- og Evrópumeistarar Spánar urðu þriðja þjóðin til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Liechtenstein í Logrono í kvöld. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni og eru með átta stiga forskot á Tékka þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þýskaland og Ítalía eru einnig komin inn á EM sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Giampaolo Pazzini skaut ítalska landsliðinu inn á EM

Giampaolo Pazzini, eða sá geðveiki eins og stuðningsmenn INter kalla hann, tryggði Ítölum sæti í úrslitakeppni EM þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Slóveníu í undankeppni EM í kvöld. Ítalir voru önnur þjóðin til þess að komast upp úr undankeppninni en Þjóðverjar tryggðu sér sigur í sínum riðli á föstudaginn var.

Ashley Young tryggði Englendingum nauman sigur á Wales

Manchester United maðurinn Ashley Young skoraði eina mark leiksins þegar Englendingar unnu 1-0 sigur á Wales á Wembley í leik liðanna í undankeppni EM í kvöld. Enska landsliðið var langt frá því að vera sannfærandi í kvöld en sigurinn gefur Englendingum sex stiga forskot á Svartfjallaland á toppi G-riðils.

Sjá næstu 50 fréttir