Fleiri fréttir

Valsstúlkur töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í Tékklandi

Kvennalið Vals í handknattleik tapaði í dag með einu marki, 35-34, gegn heimaliðinu HC Zlin frá Tékklandi á æfingamóti ytra. Valskonur mæta danska liðinu Tvis Holstebro klukkan 17 í síðari leik dagsins. Með liðinu leika landsliðskonurnar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Webber sneggstur á seinni æfingunni

Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag við erfiðar aðstæður, en rigning setti mark sitt á æfinguna eins og fyrri æfingu dagsins. Fernando Alonso á Ferrari náði næst besta tíma og varð 0.140 úr sekúndu á eftir Webber, en Jenson Button á McLaren þriðji.

Bolton hafnaði tilboði Arsenal í Cahill

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur hafnað tilboði Arsenal í varnarmanninn Gary Cahill. Owen Coyle, stjóri Bolton, sagði tilboðið hlægilegt.

Mercedes ekki að afskrifa Schumacher

Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut.

Button: Eigum góða möguleika á sigri

Jenson Button hjá McLaren segir að Mclaren eigi góða möguleika í Formúlu 1 móti helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu. Button vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí og Lewis Hamilton vann keppnina þar á undan í Þýskalandi.

Yfirlýsing frá Garðabæ

Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um fjárveitingar til handknattleiksdeildar Stjörnunnar í fjölmiðlum.

Knattspyrnumenn á Ítalíu í verkfall

Degi eftir að verkfallsaðgerðum knattspyrnumanna á Spáni var hætt hefur nú verið tilkynnt að engir leikir fari fram í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina vegna verkfalls samtaka knattspyrnumanna þar í landi.

Verður slegið nýtt met í Breiðdalsá?

Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði.

Ólafur frá vegna meiðsla

Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar, er nú frá keppni vegna hnémeiðsla. Hann er staddur hér á landi og fer í speglun í dag.

Riðlarnir í Evrópudeildinni - Eiður á slóðir föður síns

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í AEK Aþenu drógust í riðil með Anderlecht frá Belgíu sem Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs, spilaði með á árum áður við góðan orðstír. Dregið var í riðla í Evrópudeildinni í hádeginu.

Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar

Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar.

Schumacher fljótastur á fyrstu æfingunni á Spa

Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag. Schumacher og liðsfélagi hans Nico Rosberg náðu að keyra á meðan þurrt var í upphafi æfingarinnar og reyndust fljótastir, en rigning hefti möguleika annarra á að skáka tímum þeirra sem þeir náðu samkvæmt frétt á autosport.com.

Stjarnan verður með þrátt fyrir allt

Aðalstjórn Stjörnunnar í Garðabæ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrri yfirlýsing er dregin til baka og tilkynnt að kvennalið félagsins í handbolta verði með í N1-deild kvenna í vetur.

Baldur: Vöknuðu af værum blundi

Allt útlit er fyrir að kvennalið Stjörnunnar í handknattleik verði með í N1-deild kvenna í vetur. Formaður og varaformaður handknattleiksdeildar félagsins sögðu af sér í gær.

Dramatík í lokin og áfram spenna á toppnum - myndir

Eyjamenn tryggðu sér dramatískt jafntefli í uppbótartíma í toppslagnum á KR-vellinum í gærkvöld og sáu um leið til þess að spennan er áfram í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn í Pepsi-deild karla.

Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma

Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi.

Liverpool ætlar að leyfa Joe Cole að tala við Tottenham

Guardian segir frá því í kvöld að Liverpool sé tilbúið að láta Joe Cole fara til Tottenham sem er að flestra mati eitt af þeim liðum sem mun koma til með að keppa við Liverpool um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Adebayor kominn til Tottenham - á láni frá Manchester City

Emmanuel Adebayor mun spila með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur eftir að félagið gekk frá lánsamningi við Manchester City í kvöld. Adebayor var meðal áhorfenda á White Hart Lane í kvöld á seinni leik Tottenham og Hearts í forkeppni Evrópudeildarinnar.

HK enn á lífi eftir annan 3-0 sigurinn í röð - Haukar unnu Leikni

HK-ingar eru enn á lífi í 1. deild karla í fótbolta eftir 3-0 útisigur á ÍR í Mjóddinni í kvöld. HK hefði fallið í 2. deild með tapi alveg eins og í síðasta leik þegar HK-ingar unnu 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík. Þetta eru tveir fyrstu sigrar HK-liðsins í sumar.

Fabregas: Leið aldrei eins vel á Emirates og á Highbury

Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Barcelona, hefur blandað sér í umræðuna um stuðningsmenn Arsenal en Samir Nasri gagnrýndi þá eftir að hann var orðinn leikmaður Manchester City.

Liverpool að íhuga að fá Bellamy aftur

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því í vikunni að Liverpool hafi mögulega áhuga á að fá Craig Bellamy aftur til liðs við félagið. Hann er nú á mála hjá Manchester City þar sem hann er í kuldanum hjá stjóranum Roberto Mancini.

Gunnar Heiðar með tvö mörk í sigri Norrköping

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var maðurinn á bak við 2-1 heimasigur Norrköping á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Eyjamaðurinn skoraði bæði mörk sinna manna í leiknum.

Eggert lék allan leikinn í markalausu jafntefli á White Hart Lane

Tottenham varð fjórða enska félagið til að komast áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Hearts á White Hart Lane. Tottenham lagði gruninn í fyrri leiknum þar sem liðið vann 5-0 sigur á heimavelli Hearts.

Jóhann Berg fékk ekkert að spila í stórsigri AZ

Hollenska liðið AZ Alkmaar komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 6-0 stórsigur á norska liðnu Aalesund í seinni leik liðanna í Hollandi í kvöld en fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri norska liðsins.

Brett Emerton kominn heim til Ástralíu

Brett Emerton er farinn frá Blackburn og hefur hann gengið til liðs við Sydney FC í heimalandinu, Ástralíu. Skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Lionel Messi valinn besti knattspyrnumaður í Evrópu

Argentínumaðurinn Lionel Messi bætti enn einni viðurkenningunni í safnið sitt þegar hann var kosinn UEFA knattspyrnumaður ársins í athöfn í tengslum við dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Mónakó.

Aquilani lánaður til AC Milan

Ítalski miðjumaðurinn Alberto Aquilani hefur verið lánaður til Ítalíumeistara AC Milan. Liverpool hefur staðfest þetta á heimasíðu sinni.

Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni

Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabi

Alonso fagnar tímamótum hjá Schumacher

Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið.

Socrates á batavegi

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates er á batavegi eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í síðustu viku með magablæðingar.

Sjá næstu 50 fréttir