Fleiri fréttir

Rúnar: Ásættanlegt stig

„Þetta er ásættanlegt stig sem við erum að fá hér í kvöld,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær.

Willum: Sorgleg frammistaða hjá Gunnari

„Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og mér fannst strákarnir berjast eins og ljón allan leikinn,“sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í kvöld.

Kristján: Spiluðum skynsamlega

Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna var að vonum sáttur með 2-0 sigur sinna manna í rokinu í Grindavík í kvöld en Valsmenn eru eina liðið með fullt hús eftir tvær umferðir í Pepsi-deild karla.

Gunnleifur: Mun betra liðið

Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki FH-inga í dag enda var varnarlína FH-inga virkilega sterk gegn Blikum í kvöld.

Mistök Hamilton reyndust dýrkeypt

Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi.

Umfjöllun: Óskar Örn tryggði KR jafntefli í blálokin

Óskar Örn Hauksson tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Keflavík á KR-vellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins. KR-ingar áttu stigið skilið en markið í lokin kom eftir mikla pressu að marki Keflavíkur.

Ancelotti: Við töpuðum leiknum á fyrstu mínútunni

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði liði Manchester United eftir leik liðanna á Old Trafford í dag en United lagði grunninn að 19. meistaratitlinum með því að vinna 2-1 sigur í þessum leik og ná sex stiga forskoti á toppnum.

Giggs: Það hefði enginn trúað þesu fyrir 15 til 20 árum

Ryan Giggs er á góðri leið með að vinna enska meistaratitilinn með Manchester United í tólfta sinn á ferlinum eftir að liðið vann 2-1 sigur á Chelsea í toppslagnum á Old Trafford í dag. Giggs lagði upp seinna mark United á glæsilegan hátt.

Bein netútvarpslýsing frá KR - Keflavík á visir.is

Þrír leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla í fótbolta og lýkur þar með 2. umferð. Fylgst verður með gangi mála í öllum leikjum kvöldsins á Boltavaktinni á visir.is og leikur FH og Breiðabliks verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Vettel: Höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu

Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull.

Zlatan Ibrahimovic meistari áttunda tímabilið í röð

Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð í gærkvöldi ítalskur meistari með félögum sínum í AC Milan og hélt þar með áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni. Þetta er í níunda sinn á ferlinum sem Zlatan verður meistari með sínu félagi en hann hefur nú fagnað meistaratitli á hverju ári frá og með tímabilinu 2003-2004.

Fernando Torres á bekknum hjá Chelsea á móti United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín fyrir stórleik liðanna á Old Trafford á eftir. United getur nánast tryggt sér meistaratitilinn með sigri en Chelsea getur aftur á móti komist á toppinn á markatölu vinni þeir leikinn.

19. meistaratitillinn á leiðinni á Old Trafford - United vann Chelsea

Manchester United á Englandsmeistaratitilinn vísan eftir 2-1 sigur á Chelsea í hálfgerðum úrslitaleik milli tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í dag. United skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins og yfirspilaði Chelsea-menn stóran hluta fyrri hálfleiksins en Chelsea setti smá spennu í leikinn með því að minnka muninn í seinni hálfleik.

Öruggur sigur og örugg forysta hjá Vettel

Heimsmeistarinn í formúlu eitt í fyrra, Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull, er hreinlega að stinga af í formúlunni en hann vann tyrkneska kappaksturinn örugglega í dag.

Aron markahæstur þegar Kiel vann þýska bikarinn

Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik þegar hann og félagar hans í Kiel urðu þýskir bikarmeistarar eftir sex marka sigur á Flensburg-Handewitt, 30-24, í bikarúrslitaleiknum í Hamburg. Alfreð Gíslason gerði því Kiel að bikarmeisturum í annað skiptið á þremur árum.

Stoke vann seinheppið Arsenal-lið

Stoke hélt áfram frábæru gengi á heimavelli sínum á árinu 2011 þegar liðið vann 3-1 sigur á seinheppnu Arsenal-liði í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tvö marka Stoke-liðsins komu í fyrri hálfleik þar sem varnarleikur lærisveina Arsene Wenger var ekki til að hrópa húrra fyrir og þriðja mark Stoke kom í næstu sókn eftir að Arsenal hafði minnkað muninn.

Rajon Rondo fór úr olnbogalið en hélt áfram að spila

Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics sýndi mikla hörku og fórnfýsi í 97-81 sigri Boston á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Rondo lenti illa í þriðja leikhluta og fór úr olnbogalið. Hann fór inn í búningklefa þar sem olnboganum var aftur kippt í liðinn og Rondo kom síðan til baka og kláraði leikinn.

Umfjöllun: Vinnusamir FH-ingar kláruðu Blikana

FH-ingar fengu sín fyrstu stig í sumar þegar þeir unnu 4-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð Pepsi-deild karla í Kaplakrika í kvöld. Blikar misstu annan leikinn í röð mann af velli með rautt spjald.

NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami

Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu.

Úlfarnir unnu WBA og komust upp úr fallsæti

Wolves fékk þrjú dýrmæt stig í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið vann 3-1 heimasigur á West Bromwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Alfreð: Ég var mjög ánægður með Aron

Alfreð Gíslason var sáttur með sína menn í Kiel sem komu liðinu í bikaúrslitaleikinn eftir 28-23 sigur á Frisch Auf Göppingen í undanúrslitaleiknum í gær. Kiel mætir Flensburg-Handewitt í úrslitaleiknum klukkan 12.00 í dag og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Útsendingin hefst klukkan 11.40.

Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu

Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag.

Moyes: Man City liðið gæti eflaust spilað í NBA-deildinni

David Moyes, stjóri Everton, var ánægður með sína menn í gær en þeir komu til baka eftir erfiðan fyrri hálfleik og tryggðu sér 2-1 sigur á Manchester City. City-liðið virtist vera að landa sannfærandi sigri eftir fyrri hálfleikinn en Sylvain Distin og Leon Osman tryggðu Everton sigur í seinni hálfleik.

Eini bikarinn sem slapp frá Ólafi Stefánssyni

Ólafur Stefánsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu í gær fyrir Flensburg í undanúrslitum þýska bikarsins og þar með var ljóst að Ólafur nær ekki að verða þýskur bikarmeistari á ferlinum.

David Beckham klessti aftan á bíl á hraðbraut í LA

Knattspyrnumaðurinn David Beckham lenti í árekstri á hraðbraut í Los Angeles í gær en slapp alveg ómeiddur. Beckham keyrði þá aftan á bíl og þurfti ökumaður hins bílsins að leita sér læknisaðstoðar vegna eymsla í hálsi.

Mancini: Vorum alltof eigingjarnir í færunum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, horfði upp á sína menn missa frá sér sigur á móti Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigri hefðu City-menn tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Everton skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og vann leikinn 2-1.

AG vann síðasta leikinn sinn fyrir lokaúrslitin

AG Kaupmannahöfn vann í dag síðasta leikinn sinn í riðli sínum í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. AG vann þá 30-24 sigur á Nordsjælland sem hafði unnið fyrri leik liðanna.

Strákarnir hans Kristjáns steinlágu í úrslitaleiknum

Sävehof tryggði sér sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld eftir 17 marka stórsigur á Guif, 35-18, í hreinum úrslitaleik um titilinn. Íslendingurinn Kristján Andrésson, þjálfar lið Guif og bróðir hans Haukur leikur með liðinu.

AC Milan ítalskur meistari í fyrsta sinn síðan 2004

AC Milan tryggði sér í kvöld ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að gera markalaust jafntefli á útivelli á móti Roma. AC Milan menn þurftu aðeins að ná í eitt stig í þessum leik til þess að tryggja sér endanlega titilinn.

Ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en tveir kanar leyfðir

Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur.

Daði: Boltinn fór einfaldlega ekki inn

Reynsluboltinn Daði Guðmundsson var í liði Framara sem sigraði Þór síðast þegar liðin mættust í efstu deild sumarið 2002. Daði var á skotskónum í þeim leik en gleymdi líkt og félagar sínir að reima á sig skotskóna í dag. "Við héldum boltanum líklega 80 prósent af leiknum. Fengum sextán horn, óteljandi krossa, nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig úr góðum færum en boltinn fór einfaldlega ekki inn. Það var það sem vantaði.“

Sjá næstu 50 fréttir