Handbolti

Eini bikarinn sem slapp frá Ólafi Stefánssyni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Ólafur Stefánsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu í gær fyrir Flensburg í undanúrslitum þýska bikarsins og þar með var ljóst að Ólafur nær ekki að verða þýskur bikarmeistari á ferlinum.

Þetta er eini titilinn sem Ólafur hefur ekki náð að vinna á afar sigursælum ferli og hann nær honum ekki úr þessu því hann er að færa sig um set yfir til Danmörkur þar sem hann mun spila með AG Kaupmannahöfn á næsta tímabili.

Ólafur komst næst því að verða þýskur bikarmeistari þegar hann komst í bikarúrslitaleikinn með Magdeburg árið 2002 og svo aftur með Rhein-Neckar Löwen í fyrra. Það var búist við að Rhein-Neckar Löwen færi í úrslitaleikinn í ár en liðið tapaði óvænt fyrir Flensburg í gær.

Ólafur hefur þó orðið bikarmeistari á ferlinum því hann spænska bikarinn fimm sinnum með Ciudad Real: 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008. Ólafur var líka einu sinni bikarmeistari með Val eftir sigur á Selfossi í Laugardalshöllinni árið 1993.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×