Fleiri fréttir

Sigurganga Njarðvíkurkvenna heldur áfram - slógu út Hauka

Njarðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 28 stiga sigur á Haukum, 83-55, í kvöld í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík vann einvígið 2-0 og er í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2003. Njarðvík mætir deildarmeisturum Hamars í undanúrslitunum.

Jón Ólafur: Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur

Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum.

Logi og félagar unnu fimmta heimaleikinn í röð

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings héldu áfram sigurgöngu sinni í Solna-hallen þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Borås Basket, 75-72, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Logi skoraði 15 stig í leiknum og næststigahæstur í liði Solna en þetta var fimmti heimsigur liðsins í röð.

FIFA rannsakar úrslit vináttuleikja

FIFA er að rannsaka úrslit tveggja vináttuleikja sem fóru fram í febrúar milli Lettlands og Bólivíu annarsvegar og Búlgaríu og Eistlands hinsvegar.

Sky Sports: Jens Lehmann í viðræðum við Arsenal

Það bendir allt til þess að þýski markvörðurinn Jens Lehmann muni semja við Arsenal um það að vera varamarkvörður Manuel Almunia það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Sky Sports News hefur heimildir fyrir því að viðræður séu hafnar á milli Lehmann og forráðamanna Arsenal.

Ferguson: Nani verður með Manchester United á morgun

Nani og Michael Carrick verða báðir í hópnum hjá Manchester United fyrir leikinn á móti Marseille í Meistaradeildinni á morgun og kemur það mörgum mikið á óvart að Nani sé búinn að ná sér eftir að hafa fengið stóran skurð á fótinn eftir ljóta tæklingu frá Liverpool-manninum Jamie Carragher.

Sigurður Ragnar: Ég held að við eigum fína möguleika

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, var nokkuð sáttur með riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í dag. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.).

Þær norsku mæta í Laugardalinn í september - byrjað gegn Búlgaríu

Íslenska kvennalandsliðið dróst meðal annars í riðli með Noregi í undankeppni fyrir EM 2013 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag. Klara Bjartmarz og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari voru út í Sviss og hafa nú gengið frá leikdögum fyrir íslenska liðið en önnur lið í riðlinum eru: Belgía, Ungverjaland, Norður Írland og Búlgaría.

Gríðarlegur kostnaður vegna öryggisgæslu á Wembley

Lögregluyfirvöld í London stukku ekki hæð sína í loft upp þegar ljóst var að Manchester United og Manchester City mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Wembley. Það er ljóst að viðbúnaður lögreglunnar þarf að vera með mesta móti og telja breskir fjölmiðlar að kostnaðurinn muni slá öll fyrri met.

Jón Ólafur og Hrafn kosnir bestir í seinni hlutanum

Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, voru í dag kostnir bestir í umferðum 12 til 22 í Iceland Express deild karla. Valið var tilkynnt á blaðamannafundi hjá KKÍ en þá kom einnig í ljóst hverjir voru valdir í fimm manna úrvalslið.

Ísland í riðli með Noregi í undankeppni EM 2013

Dregið var í riðla fyrir EM 2013 í knattspyrnu kvenna í dag og er íslenska liðið með Noregi, Belgíu, Ungverjalandi, Norður-Írlandi og Búlgaríu í riðli. Ísland hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni EM en það var í Finnlandi árið 2009.

Verður Nani með Man Utd gegn Marseille?

Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani er byrjaður að æfa með Manchester United og eru einhverjar líkur á því að hann verði klár í slaginn í Meistaradeild Evrópu gegn Marseille sem fram fer á morgun. Fyrri leiknum lauk með markalaus jafntefli í Frakklandi en enska liðið hefur aldrei tapað gegn frönsku liði á heimavelli sínum, Old Trafford.

Neville segir að hinn 69 ára gamli Ferguson eigi mörg ár eftir

Gary Neville, sem nýverið hætti að leika með Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins eigi nokkur ár eftir í starfi sínu þrátt fyrir að Ferguson sé 69 ára gamall. Jose Mourinho hefur verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Ferguson og segir Neville að það komi ekki á óvart.

Fjögur rauð spjöld á loft í U18 ára bikarleik Man Utd og Liverpool

Það er ávallt heitt í kolunum þegar Manchester United og Liverpool mætast og skiptir þá engu á hvaða aldri leikmennirnir eru. Það sauð upp úr þegar þessi lið áttust við í gær í undanúrslitum bikarkeppni U18 ára liða sem fram fór á Anfield. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Man Utd eftir að Liverpool hafði komist yfir 2-0. Alls fengu fjórir leikmenn rautt spjald í leiknum en helstu atriðin úr leiknum má sjá í myndabandinu hér fyrir ofan.

Watney fagnaði sigri á heimsmótinu á Doral vellinum

Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. Hann hefur hægt og bítandi skipað sér í hóp bestu kylfinga heims en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Watney lék samtals á 16 höggum undir pari var tveimur höggum betri en Dustin Johnson.

Tzavellas setti þýskt met og skoraði af 73 metra færi

Gríski leikmaðurinn Georgios Tzavellas hjá Frankfurt átti tilþrif helgarinnar í þýska fótboltanum en hann skoraði af 73 metra færi gegn Schalke. Það dugði ekki til þar sem að Schalke hafði betur 2-1 en markið hjá Tzavellas var frekar skrautlegt eins og sjá má í myndbandinu.

Mörkin hjá Heiðari Helgusyni gegn Crystal Palace

Heiðar Helguson skoraði bæði mörk QPR sem vann Crystal Palace í ensku B-deildinni um helgina. Heiðar hefur skorað 12 mörk á leiktíðinni fyrir QPR sem stefnir hraðbyri á ensku úrvalsdeildina. Liðið hefur 10 stiga forskot á Swansea og Norwich. Heiðar skoraði síðara markið úr vítaspyrnu.

Þjáning í Þýskalandi - myndir

Ísland átti einhvern sinn allra versta leik á síðustu árum þegar að liðið mætti Þýskalandi ytra í dag og fékk ellefu marka skell, 39-28.

Aron Einar fær nýjan yfirmann hjá Coventry - Boothroyd rekinn

Aron Einar Gunnarsson fær nýjan yfirmann hjá enska 1. deildarliðinu Coventry en forráðamenn liðsins ráku Aidy Boothroyd í dag. Coventry hefur þokast hægt og bítandi niður stigatöfluna en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á þessu ári. Coventry tapaði 1-0 gegn Hull á heimavelli á laugardaginn.

Boston fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Boston setti félagsmet með því að fá aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee. Kevin Love leikmaður Minnesota skoraði aðeins 6 stig gegn Golden State en hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 53 leikjum í röð. Indiana kom verulega á óvart með góðum sigri gegn New York á útivelli.

Guðjón Valur: Það var allt að í þessum leik

Hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var sleginn eftir skellinn í Halle í gær og virtist hreinlega ekki trúa því sem hafði gerst. Lið sem blómstraði síðasta miðvikudag var nánast eins og áhugamenn í gær.

Róbert: Þetta er svartur dagur

„Við áttum hræðilegan leik í dag og verðum að axla fulla ábyrgð á því,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson eftir skellinn í Halle.

Umfjöllun: Hreinasta hörmung í Halle

Íslenska landsliðið spilaði einn sinn lélegasti leik í háa herrans tíð gegn Þýskalandi í gær. Strákarnir voru engan veginn tilbúnir í það stríð sem beið þeirra. Mótstaðan hjá þeim var lítil sem engin og uppskeran niðurlægjandi tap og erfið staða í undankeppni EM þar sem örlög liðsins eru ekki lengur algjörlega í þeirra höndum.

Algjört hrun hjá strákunum í Þýskalandi

Ísland tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28, í undankeppni EM 2012 ytra. Um algjört hrun var að ræða hjá strákunum okkar sem spiluðu svo glimrandi vel í leik þessara sömu liða hér heima á miðvikudaginn.

Pulis kátur með sína menn í Stoke

Íslandsvinurinn Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, er himinlifandi með að sigur sinna liðsmanna gegn West Ham í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag, 2-1. Þetta var í fjórða sinn sem liðið kemst í undanúrslit.

Lehmann útilokar ekki endurkomu með Arsenal

Þjóðverjinn Jens Lehmann er alveg til í að rífa fram hanskanna til að hjálpa Arsenal í þeim markvarðavandræðum sem liðið á nú í. Arsene Wenger er sagður ætla að fá leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til að fá að semja við markvörð enda er Manuel Almunia eini heili markvörður liðsins.

Breiðablik vann góðan sigur á Akureyri

Þrír leikir fóru fram í dag í A-deild Lengjubikars karla. Í Boganum á Akureyri var mikill markaleikur þegar Þór Ak. og Keflavík mættust. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði þrennu fyrir Keflavík en það dugði ekki til þar sem Þór Ak. fór með sigur af hólmi, 4-3.

Ferguson óviss með Hargreaves

Sir Alex Ferguson ætlar að bíða og sjá til hvort að Owen Hargreaves muni spila með liðinu á þessari leiktíð. Hargreaves hefur aðeins leikið í tíu mínútur á síðustu tveimur leiktíðum með Manchester United en hann hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða.

Valur og Þór Akureyri mætast í úrslitum

Valur og Þór Akureyri tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum um eitt laust sæti í Iceland Express deildinni í körfubolta. Eitt lið mun fylgja Þór Þorlákshöfn upp í efstu deild og keppa fjögur lið um eitt laust sæti í 1. deildinni.

Aron: Við vorum hræðilegir

Aron Pálmarsson segir að íslenska landsliðið hafi spilað hræðilega í leiknum gegn Þýskalandi í dag. Ísland tapaði með ellefu marka mun, 39-28.

Tiger minnti á sig með góðum hring

Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída.

Sverre: Lélegir á öllum sviðum

Sverre Jakobsson gat ekki skýrt hvað fór úrskeðis hjá íslenska landsliðinu í dag er liðið tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28.

Guðmundur: Bið þjóðina afsökunar

Guðmundur Guðmundsson sagði það vera algjöran skandal hvernig íslenska landsliðið spilað í dag gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2012.

Liverpool bjóða Dalglish tveggja ára samning

Liverpool eru sagðir vera búnir að bjóða Skotanum Kenny Dalglish tveggja ára samning sem knattspyrnustjóri liðsins. Dalglish tók við liðinu í janúar eftir að Roy Hodgson var rekinn.

Veh rekinn frá Hamburg

Þýska knattspyrnuliðið Hamburg lét í dag þjálfarann Armin Veh taka pokann sinn eftir 6-0 tap gegn Bayern Munich í gær. Aðstoðarþjálfarinn Michael Oenning mun stýra liðinu út leiktíðina.

Hópefli Villa endaði í slagsmálum

Tilraunir Aston Villa til létta andann í leikmannahópi sínum fór algjörlega út um þúfur eftir að hluti leikmanna lenti í slagsmálum yfir framtíðarsýn félagsins.

Totti hetja Roma í nágrannaslagnum

Það var sannkallaður nágrannaslagur í Róm í dag í ítalska boltanum þegar AS Roma og Lazio mættust. Francesco Totti var hetja Roma en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Roma.

Sjá næstu 50 fréttir