Fleiri fréttir

Marveaux líklega á leiðinni til Liverpool

Allt bendir til þess að franski miðvallaleikmaðurinn Sylvain Marveaux gangi til liðs við Liverpool frá franska liðinu Rennes í sumar. Samningur Marveaux við Rennes rennur út í sumar og því getur hann farið á frjálsri sölu til Liverpool.

Tíu marka sigur Austurríkis

Austurríki er komið með þriggja stiga forystu á toppi 5. riðils í undankeppni EM 2012, þeim sama og Ísland er í.

Milan tapaði stigum gegn botnliðinu

AC Milan missti af góðu tækifæri til að auka forystu sína á toppi ítölsku deildarinnar í knattspyrnu er liðið gerði 1-1 jafntefli við botnlið Bari á heimavelli í dag.

Helena og félagar töpuðu úrslitaleiknum

Helena Sverrisdóttir tókst ekki að vinna titil á sínu lokaári í bandaríska háskólaboltanum en TCU tapaði nótt fyrir Utah í úrslitum Mountain West-deildarinnar.

NBA í nótt: Chicago óstöðvandi

Fátt virðist geta stöðvað Chicago Bulls þessa dagana en liðið vann í nótt afar sannfærandi sigur á Utah Jazz, 118-100.

Róbert og Zorro-skeggið

Róbert Gunnarsson segir að leikmenn þýska landsliðsins hafi haldið að íslensku strákarnir með motturnar hafi verið að gera grín að Heiner Brand, landsliðsþjálfara Þýskalands. Svo er ekki því þeir skarta mottum fyrir gott málefni.

Beckham óviss um framtíðina

David Beckham segist vera óviss um hvað taki við hjá sér eftir að næsta keppnistímabili í bandarísku MLS-deildinni lýkur.

Í beinni: Stoke - West Ham

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Stoke City og West Ham í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar en leikurinn hefst klukkan 14.00.

United í undanúrslit eftir sigur á Arsenal

Manchester United er komið í undanúrslit í ensku bikarkeppninni eftir góðan sigur á Arsenal, 2-0, á Old Trafford. Þetta er í 27. skipti sem United kemst í undanúrslit í enska bikarnum og eiga því enn möguleika á að vinna tvöfalt í vor.

Valur deildarmeistari kvenna

Valur varð í dag deildarmeistari kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á Fram, 31-23, í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Tevez ekki valinn í argentínska landsliðið

Carlos Tevez er enn í kuldanum hjá Sergio Batista, landsliðsþjálfara Argentínu, sem tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki liðsins gegn Bandaríkjunum og Kosta Ríku.

Kolbeinn með mark í sigri AZ

Kolbeinn Sigurþórsson skoraði fyrra mark AZ Alkmaar í sigri liðsins á Roda í hollensku deildinni í kvöld. Kolbeinn skoraði markið á 52. mínútu leiksins og kom AZ yfir í leiknum.

Van der Sar kátur með mikilvægan sigur

Markvörður Manchester United, Edwin van der Sar, telur að sigur liðsins á Arsenal í dag í 8-liða úrslitum enska bikarsins gæti reynst mjög mikilvægur. Man. United vann leikinn 2-0 og segir van der Sar að nú sé liðið búið að ná sálfræðilegu forskoti á Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

KR komið í 1-0

KR tók í dag forystu í einvígi sínu gegn Snæfelli í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í dag.

Guðmundur: Verðum að vera grimmari en þeir

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segist fara í leikinn gegn Þýskalandi á morgun til þess að vinna. Hann segir að strákarnir verði að mæta mjög grimmir til leiks.

Hrafnhildur: Erfiðasti titillinn

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir fékk að lyfta bikar í dag en hún er fyrirliði Vals sem varð deildarmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð.

Einar: Engin barátta

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með sína leikmenn eftir að liðið tapaði fyrir Val í N1-deild kvenna í dag.

Rosberg fljótastur í bleytunni á Spáni

Síðaasti æfingadagurinn Formúlu 1 liða í Katalóníu brautinni í dag á Spáni nýttist ekki sérlega vel, þar sem mikill rigning varð til þess að lítið var ekið um brautina, þó fjögur lið væru á staðnum. Nico Rosberg á Mercedes náði besta tíma dagsins, en slagurinn um besta tíma var raunverulega síðustu 15 mínúturnar af æfingatíma dagsins þegar veðrið skánaði, eftir því sem sagði í frétt á autosport.com í dag.

Luis Fabiano snýr aftur til Sao Paulu

Brasilíumaðurinn Luis Fabiano, leikmaður Sevilla á Spáni, hefur ákveðið að snúa aftur til heimalandsins og hefur hann gert fjögurra ára samning við Sao Paulo.

Palacios frá í þrjár vikur

Wilson Palacios gekkst í gær undir aðgerð á hné og verður frá vegna þessa næstu þrjár vikurnar.

Njarðvík hafði betur gegn Haukum

Njarðvík byrjaði heldur betur vel í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna og vann góðan útisigur á Haukum í dag, 84-71.

Haukur Helgi og félagar úr leik

Haukur Helgi Pálsson var aftur í byrjunarliði Maryland sem féll úr leik í úrslitakeppni ACC-deildarinnar í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Ferguson: Tækling Carragher smánarleg

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, hafi orðið sér til smánar í leik liðanna um síðustu helgi.

Bolton áfram í bikarnum

Bolton er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-2 sigur á Birmingham á útivelli í dag. Varamaðurinn Chung-Yong Lee skoraði sgurmarkið í lok leiksins.

100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli

Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu.

Björgvin: Þurfum að kalla fram geðveikina

Það var gott hljóðið í Björgvini Páli Gústavssyni eftir æfingu landsliðsins í gær. Hann segir að strákarnir þurfi að vera geysilega grimmir í leiknum gegn Þýskalandi á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir