Fleiri fréttir

Ferguson í fimm leikja bann

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann fyrir ummælin sem hann lét falla um Martin Atkinson knattspyrnudómara.

Gerrard líður vel eftir aðgerðina

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard sé nú þegar byrjaður í endurhæfingu eftir að hann gekkst undir aðgerð vegna nárameiðsla í síðustu viku.

Alonso: Mikilvægast að vera með snöggan bíl

Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra.

Magath rekinn frá Schalke

Felix Magath, stjóri Schalke í Þýskalandi, hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu þrátt fyrir að hann hafi komið liðinu í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Ég er í besta liði heims segir Javier Hernandez

Javier Hernandez var í sviðsljósinu í gær þegar hann skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri liðsins gegn Marseille í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Landsliðsframherjinn frá Mexíkó sem gengur undir nafninu "litla baunin“ eða Chicharito í heimalandinu segir að Man Utd þurfi ekki að óttast Barcelona eða önnur lið þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag.

Steve Bruce segir að Andy Carroll minni um margt á Duncan Ferguson

Steve Bruce knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland segir að hann hafi reynt að fá Andy Carroll til liðs við Wigan þegar hann var knattspyrnustjóri liðsins fyrir tveimur árum. Newcastle vildi fá um 4,5 milljónir punda eða rétt rúmlega 830 milljónir kr. fyrir enska framherjann en Wigan vildi aðeins greiða um 2,5 milljónir punda eða 470 milljónir kr.

Krabbamein fjarlægt úr hálsi Bryan Robson

Bryan Robson, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, fór í aðgerð þann 3. mars s.l. í Bangkok Taílandi vegna krabbameins í hálsi. Robson er landsliðsþjálfari Taílands en samkvæmt frétt Manchester Evening News mun hann halda áfram störfum þrátt fyrir veikindinn.

Tekur Benítez við Valencia á ný?

Rafael Benítez fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool staldraði stutt við í starfi sínu hjá Inter á Ítalíu en þarf var hann aðeins í sex mánuði í starfi. Spánverjinn hefur verið atvinnulaus frá því honum var sagt upp störfum á Ítalíu en hann spænskir fjölmiðlar telja miklar líkur á því að hann fari á gamalkunnar slóðir og taki við þjálfun Valencia á Spáni.

Carlo Ancelotti íhugar að hvíla Fernando Torres gegn FCK

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla spænska framherjann Fernando Torres í leiknum í kvöld gegn danska liðinu FCK í Meistaradeild Evrópu. Torres hefur enn ekki skorað mark fyrir Chelsea frá því hann var keyptur fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool eða rúmlega 9 milljarða kr.

Ólafur ræddi ekki við Eið Smára

Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn fyrir næsta verkefni A-landsliðsins gegn Kýpur í undankeppni Evrópukeppninnar. Ólafur sagði í samtali við Hans Steinar Bjarnason í gær að hann hefði ekki rætt við Eið Smára fyrir valið og þjálfarinn sagði ennfremur að það hefði ekki komið fram hvort Eiður væri hættur að gefa kost á sér í landsliðið.

Chicago náði efsta sæti Austurdeildarinnar

Deildarkeppnin í NBA körfuboltanum nær hámarki á næstu vikum en liðin 30 eiga nú 15-20 leiki eftir af alls 82. Alls komast 16 lið í úrslitakeppnina, 8 úr Austurdeild og 8 úr Vesturdeild og er nú hart barist um þau sæti í báðum deildum.

Torres: Sýndi Liverpool tryggð með því að fara ekki til City eða United

Fernando Torres segist hafa sýnt Liverpool hollustu og tryggð með því að fara frekar til Chelsea í staðinn að fara til annaðhvort Manchester City eða Manchester United. Margir stuðningsmenn Liverpool voru mjög ósáttir með það þegar spænski framherjinn óskaði eftir því að fara frá félaginu.

Abidal hjá Barcelona með lifrarkrabbamein

Eric Abidal, varnarmaður Barcelona, hefur greinst með lifrarkrabbamein og fer í aðgerð á föstudaginn. Það er ekki vitað hversu lengi þessi franski landsliðsmaður verður frá keppni eða hvort að hann snúi yfir höfuð aftur í boltann.

Rooney: Ég er að fá boltann mun meira

Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall.

Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum.

Sundsvall tapaði á heimavelli í kvöld

Sundsvall Dragons tapaði með tíu stigum á heimavelli á móti LF Basket, 89-99, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var aðeins þriðja tap Sundsvall á heimavelli á tímabilinu en liðið er fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu

Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum.

Guðjón: Þetta er svakalegur léttir

Guðjón Baldvinsson er búinn að ganga frá nýjum þriggja ára samningi við KR og mun spilar með Vesturbæjarliðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Guðjón fékk sig lausan frá sænska liðinu GAIS sem hafði lánað hann til KR síðasta sumar.

Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin

Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford.

Rúnar orðaður við þjálfarastöðu hjá Lokeren

Belgískir fjölmiðlar hafa skrifað um það í dag að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, komi til greina í stöðu aðstoðarþjálfara hjá Lokeren fyrir næsta keppnistímabil en vefsíðan fótbolt.net hefur þetta eftir fréttum frá Belgíu.

Ekkert til í fréttum um ofurbata Johan Djourou

Arsenal hefur hafnað þeim fréttum að meiðsli varnarmannsins Johan Djourou séu ekki eins slæm og áður var talið og ítrekaði það í kvöld að Svisslendingurinn verði ekki meira með á þessu tímabili.

Alex verður með Chelsea um helgina

Brasilíski varnarmaðurinn Alex verður með Chelsea-liðinu á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan í nóvember. Alex verður hinsvegar ekki með á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á morgun.

Löw verður áfram með þýska landsliðið

Joachim Löw hefur framlengt samningi sínum við þýska knattspyrnusambandið fram til loka ársins 2014 og mun hann því stjórna liðinu á næsta HM sem fram fer í Brasilíu.

Bernd Schuster er hættur að þjálfa Besiktas

Þjóðverjinn Bernd Schuster er hættur sem þjálfari tyrkneska liðsins Besiktas vegna þess að hann segist ekki hafa náð þeim árangri sem hann ætlaði sér. Hann tók við Besiktas-liðinu í júní, gerði tveggja ára samning og var með 2,6 milljónir evra í árslaun.

Margrét Kara missir af tveimur leikjum við Keflavík

KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var í dag dæmd í tveggja leikja banna af Aga- og úrskurðanefnd KKÍ fyrir atvik sem gerðist í leik Hauka og KR í lokaumferð Iceland Express deild kvenna.

Davíð Páll fékk lengra bann en Darko

Aga- og úrskurðanefnd hefur tekið fyrir slagsmálin sem urðu í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn var. Þrír leikmenn fá leikbönn en fimm leikmenn fá aðeins áminningu.

Einn nýliði í U21 árs landsliðinu sem mætir Úkraínu

Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta valdi í dag leikmannahópinn sem mætir Úkraínu í vináttulandsleik á útivelli þann 24. mars. Leikurinn er hluti af undirbúningnum fyrir lokakeppni Evrópumeistaramótsin sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Þann 28. mars leikur Íslands gegn Englendingum í Preston.

Eiður ekki í landsliðshópnum sem mætir Kýpur

Ólafur Jóhannesson þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta tilkynnti í dag leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Kýpur sem fram fer 26. mars á Kýpur. Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Fulham er ekki í leikmannahópnum en alls eru 10 leikmenn úr U-21 árs landsliðinu valdir í þetta verkefni.

Liverpool hefur ekki hafið formlegar viðræður við Dalglish

John Henry eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool segir að félagið hafi ekki rætt formlega við Kenny Dalglish knattspyrnustjóra liðsins um framlengingu á núverandi samningi hans við félagið. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því á undanförnum vikum að Dalglish standi til boða að skrifa undir tveggja ára samning en Henry segir að málið sé mun styttra á veg komið.

Gary Player efast um að Tiger Woods nái fyrri styrk

Gary Player frá Suður-Afríku er yfirleitt með sterkar skoðanir á hlutunum. Hinn 75 ára gamli kylfingur sem sigraði alls á 9 stórmótum á ferlinum er í miklum vafa um að Tiger Woods nái að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 stórmótum á sínum ferli.

Capello ætlar að gera Terry að fyrirliða á ný

Fabio Capello þjálfari enska landsliðsins í fótbolta hefur ákveðið að gera John Terry að fyrirliða á ný en Rio Ferdinand hefur borið fyrirliðabandið að undanförnu. Breski fréttavefurinn Sportsmail telur sig hafa heimildir fyrir því að Capello hafi gert upp hug sinn en hann mun greina frá ákvörðun sinni rétt fyrir næsta landsleik sem er gegn Wales þann 26. mars.

Lehman ætlar að leika með Arsenal út leiktíðina

Jens Lehman hefur ákveðið að semja við Arsenal og mun þýski markvörðurinn leika með sínu gamla liði út leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni. Lehman er 41 árs gamall en hann fór frá félaginu árið 2008. Arsenal þarf að leysa vandamál sem komið er upp hjá liðinu en tveir af þremur markvörðum liðsins eru meiddir og Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins hefur ekki fullt traust til Manuel Almunia.

Miami sýndi styrk sinn í San Antonio

Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær og fóru 9 leikir fram. Boston tapaði gegn New Jersey Nets, 88-79. Boston og Chicago deila nú efsta sæti Austurdeildarinnar og er mikil spenna framundan á lokasprettinum. Miami náði loksins að vinna eitt af bestu liðum deildarinnar en San Antonio Spurs tapaði gegn "ofurliðinu“ 110-80. Meistaralið LA Lakers sýndi styrk sinn gegn Orlando með 97-84 sigri á heimavelli.

Sjá næstu 50 fréttir