Fleiri fréttir

Þjóðverjar sáttir við einn sigur gegn Íslandi

Varaforseti þýska handknattleikssambandsins, Horst Bredemaier, segist vera sáttur ef þýska landsliðið vinnur annan leikinn gegn Íslendingum en liðin mætast í tvígang á næstu dögum.

Sigurður Ragnar: Sýnum bandaríska liðinu enga virðingu

„Mér líður ótrúlega vel. Þetta er alveg frábær tilfinning," sagði sigurreifur landsliðsþjálfari kvenna, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, við Vísi skömmu eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik hins sterka Algarve-móts.

Holloway: Torres ekki 50 milljóna punda virði

Chelsea og Blackpool mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en stjóri síðarnefnda liðsins, Ian Holloway, er búinn að gera sitt til að trekkja upp Fernando Torres, leikmann Chelsea.

Klien vonast eftir síðasta Formúlu 1 ökumannssætinu

Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins.

Van Persie fer með Arsenal til Spánar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kom öllum á óvart í dag þegar hann tilkynnti að Hollendingurinn Robin Van Persie yrði í leikmannahópi félagsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Gunnar æfir með Norrköping á Mallorca

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning við ÍBV, er nú til skoðunar hjá sænska liðinu Norrköping. Framherjinn mun dvelja með liðinu í æfingabúðum á Mallorca á Spáni fram í miðjan mars.

Van Gaal hættir í lok tímabilsins

Louis van Gaal mun hætta sem knattspyrnustjóri Bayern München í lok tímabilsins en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Sabbatini sigraði með nýja svarta kúrekahattinn

Rory Sabbatini sigraði á Honda Classic meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af bandarísku PGA atvinnumótaröðinni. Hinn 34 ára gamli Sabbatini var með fimm högg í forskot fyrir lokadaginn en hann var einu höggi betri en YE Yang frá Suður-Kóreu. Sabbatini var samtals á 9 höggum undir pari.

Scharner ánægður með Hodgson

Paul Scharner, leikmaður West Brom, segir að gott gengi West Brom að undanförnu sé knattspyrnustjóranum Roy Hodgson að þakka.

Fyrsta tap FCK á tímabilinu

Danska úrvalsdeildin fór aftur af stað um helgina eftir vetrarfrí en þá tapaði FC Kaupmannahöfn sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Öll mörk helgarinnar á Vísi

Eins og alltaf má sjá öll mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi. Myndböndin eru birt á Vísi skömmu eftir að hverjum leik lýkur en það var nóg um að vera í enska boltanum um helgina.

Ásmundur og Andri í viðræðum við Víkinga

Víkingur er nú að leita að þjálfara í stað Leifs Garðarssonar og hefur átt í viðræðum við þá Ámund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, og Andra Marteinsson, þjálfara Hauka.

Song ekki með gegn Barcelona - Fabregas líklegur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að miðvallarleikmaðurinn Alex Song verði ekki með liðinu í síðari leiknum gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Veigar Páll ætlar að létta sig

"Ég ætla að létta mig,“ segir Veigar Páll Gunnarsson í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten en hann ætlar sér stóra hluti með norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk á næstu leiktíð.

Guðjón Valur íhugar framtíð sína hjá Löwen

Guðjón Valur Sigurðsson var allt annað en sáttur við sjálfan sig eftir að lið hans, Rhein-Neckar Löwen, tapaði óvænt fyrir franska liðinu Chambery í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann íhugar nú stöðu sína hjá liðinu.

Þóra og Dóra María koma inn í liðið fyrir Danaleikinn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum á Algarve á morgun, mánudaginn 7. mars, kl. 15:00. Sigurður gerir tvær breytingar frá því í sigurleiknum gegn Kína á föstudaginn.

Benzema með tvö í sigri Real Madrid

Frakkinn Karim Benzema skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid sem vann mikilvægan útisigur á Racing Santander í kvöld, 1-3. Emmanuel Adebayor kom Real yfir á 24. mínútu og Benzema bætti við öðru marki þremur mínútum síðar.

Toppliðin með sigra á Ítalíu

Inter Milan vann góðan sigur á Genoa í dag á heimavelli sínum í ítölsku deildinni, 5-2. Samuel Eto'o skoraði tvö mörk fyrir Inter sem þar með er komið í annað sæti deildarinnar með 56 stig og er fimm stigum á eftir nágrönnum sínum í AC Milan sem eru efstir.

Redknapp vonsvikinn með jafnteflið

Harry Redknapp er vonsvikinn eftir að sínir menn í Tottenham gerðu 3-3 jafntefli við Wolves í ensku deildinni í dag. Eftir leikinn er Tottenham í 5. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea.

Ingi Þór: Mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla

"Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð á óvart og er mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sem varð deildarmeistari í Iceland Express deild karla í kvöld. Snæfell vann sigur á Hamri á heimavelli, 76-64 á meðan KR tapaði illa fyrir ÍR í Seljaskóla, 125-94. Þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari.

Guðjón tryggði Val Reykjavíkurmeistaratitilinn

Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Val 1-0 sigur á KR í úrslitaleik Reykavíkurmótsins í Egilshöllinni í kvöld. Guðjón sem kom til Vals frá Haukum í vetur skoraði eina mark leiksins meðm stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 59. mínútu.

Snæfell deildarmeistari og KR steinlá fyrir ÍR

Snæfell er deildarmeistari í Iceland Express deild karla eftir sigur á heimavelli gegn Hamar, 76-64. Á sama tíma steinlá KR fyrir ÍR í Seljaskóla, 124-94, og þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari.

Aron markahæstur í sigri Kiel

Aron Pálmarsson lék vel með Kiel í kvöld og var markahæstur með sjö mörk í sigri liðsins gegn pólska liðinu Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Jóhann og Kolbeinn léku í tapi gegn Ajax

Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson léku allan leikinn fyrir AZ Alkmar sem tapaði stórt á útivelli fyrir Ajax í dag, 4-0, í hollensku úrvalsdeildinni.

Kalou íhugar að yfirgefa Chelsea

Salomon Kalou viðurkennir að hann muni jafnvel yfirgefa herbúðir Chelsea í sumar. Hann hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu á þessari leiktíð og koma Spánverjans Fernando Torres hefur fært hann neðar í goggunarröðinni.

Ásbjörn: Unnum fyrir hvorn annan

“Við vorum lengi í gang í dag. Þegar það voru 20 mínútur eftir þá small leikurinn saman hjá okkur,” sagði Ásbjörn Friðriksson, sigurreifur eftir góðan sigur FH gegn Fram, 28-33 í N1 deildinni í handbolta í dag.

Reynir Þór: Margt sem þarf að laga

"Við tókum of mörg ótímabær skot í seinni hálfleik og í kjölfarið missum við FH of langt á undan okkur. Einnig náðum við aldrei taktinum í varnarleiknum og sóknarleikurinn var stirður. Það er margt sem þarf að laga," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram eftir tap liðsins 28-33 tap fyrir FH í N1 deild karla í dag.

Sex mörk í jafntefli Wolves og Tottenham

Wolves og Tottenham gerðu 3-3 jafntefli í frábærum fótboltaleik á Molineux í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham komst tvisvar yfir í leiknum en sá á eftir mikilvægum stigum í harðri baráttu um 4. sætið við Chelsea. Tottenham hafði heppnina með sér í tveimur umdeildum dómum og hefði því auðveldlega getað tapað þessum leik.

Fjórða tap Framara í röð - FH-sigur í Safamýri

FH vann góðan sigur á Fram í baráttunni um annað sætið í N1 deild karla, 28-33 í Safamýrinni í dag. Fram hafði undirtökin í leiknum framan af og leiddi í hálfleik, 15-14. FH komst með því upp fyrir Fram og í 2. sæti deildarinnar en Akureyri er með sex stiga forskot á toppnum.

Verður van Gaal rekinn frá Bayern?

Sögusagnir eru um að Hollendingurinn Louis van Gaal verði rekinn frá Bayern Munich á næstu dögum. Bayern tapaði fyrir Hannover, 3-1, í gær og á að hættu að ná ekki í sæti í Meistaradeildinni.

Atli Sveinn framlengir við Val

Knattspyrnumaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson hefur framlengt samning sinn við Val um eitt ár. Samningur hans við Val átti að renna út í haust eftir keppnistímabilið í Pepsi-deildinni en hefur nú framlengt til haustsins 2012. Frá þessu er greint á heimasíðu Vals í dag.

Dirk Kuyt: Mér hefur aldrei liðið betur

Hollendingurinn Dirk Kuyt var í skýjunum eftir 3-1 sigur Liverpool á Manchester United á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Kuyt skoraði öll þrjú mörk Liverpool í leiknum og í þeim öllum þurfti hann ekki mikið af hafa fyrir því að skora enda réttur maður á réttum stað.

Redknapp segir Tottenham þurfa nýjan völl

Harry Redknapp segir að Tottenham sé ekki nógu fjárhagslega sterkt til að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Liðið náði meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð og er komið í 16-liða úrslit í keppninni. Tottenham er einnig í 5. sæti ensku deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir