Fleiri fréttir

Schumacher spenntur fyrir Suzuka

Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn.

Ólafur íhugaði að hætta með A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir landsliðshóp sinn fyrir Portúgalsleikinn á næsta klukkatímanum en samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar þá íhugaði Ólafur að hætta með landsliðið eftir að ljóst var að hann fengi ekki að velja sitt besta lið í leikinn.

Ray Wilkins: Strákarnir unnu þennan leik fyrir stjórann

Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, segir að leikmenn liðsins hafi lagt extra mikið á sig á móti Arsenal í gær því þeir hafi verið staðráðnir í að vinna leikinn fyrir stjórann Carlo Ancelotti sem missti föður sinn fjórum dögum áður.

Bandaríkamenn tvöfaldir heimsmeistarar í körfubolta

Bandaríkjamenn endurheimtu heimsmeistaratitilinn í bæði karla- og kvennaflokki í körfuboltanum í ár því bandaríska kvennalandsliðið tryggði sér titilinn í Tékklandi í gær alveg eins og karlarnir gerðu í Tyrklandi á dögunum.

Kop-stúkan á Anfield kallaði eftir Kenny Dalglish

Það er vissulega farið að hitna undir Roy Hodgson, stjóra Liverpool, þrátt fyrir að hafa stjórnað Liverpool-liðinu í aðeins fjórtán leikjum. Liverpool tapaði á móti nýliðum Blackpool á Anfield í gær aðeins rúmum tveimur vikum eftir að liðið féll út úr enska eildarbikarnum á sama stað fyrir d-deildarliði Northampton Town.

Gunnar Heiðar og Theódór Elmar báðir valdir aftur í landsliðið

Ólafur Jóhannesson mun tilkynna landsliðshóp sinn í dag fyrir leikinn á móti Portúgal 12. október næstkomandi. Ólafur missti sjö leikmenn yfir í 21 árs liðið og fyrirliðana Sölva Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson í meiðsli og þarf því að gera miklar breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Cristiano Ronaldo og félögum.

Roy Hodgson veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru hjá Torres

Þetta var skelfilegur sunnudagur fyrir Liverpool í gær því auk þess að tapa á heimavelli á móti nýliðum Blackpool og sitja í fallsæti í fyrsta sinn í meira en 46 ár þá missti liðið aðalframherja sinn, Fernando Torres, útaf meiddann eftir aðeins tíu mínútur.

Wenger: Við áttum leikinn en fórum samt heim með núll stig

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fann til með sínum mönnum eftir tapið á móti Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Chelsea vann leikinn 2-0, er með fjögurra stiga forskot í toppsætinu og sjö stigum meira en Arsenal.

Carrick vill klára ferilinn með Man Utd

Michael Carrick vill leika með Manchester United út ferilinn. Þessi 29 ára leikmaður hefur verið orðaður við önnur lið undanfarna mánuði og talið að Aston Villa vilji krækja í kappann.

A-landsliðið tilkynnt á morgun

Ólafur Jóhannesson mun eftir hádegi á morgun tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM. Leikurinn fer fram 12. október.

Snæfell er meistari meistaranna

Snæfell frá Stykkishólmi heldur áfram að safna titlum en liðið varð í kvöld meistari meistaranna er það lagði Grindavík í Hólminum, 101-93.

Flugeldasýning hjá Real Madrid

Real Madrid er á hárréttri leið undir stjórn José Mourinho miðað við frammistöðu liðsins í kvöld gegn Deportivo la Coruna.

Markalaust hjá Inter og Juventus

Ítalíumeistarar Inter náðu ekki að skjótast á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er stórleikur helgarinnar Ítalíu fór fram.

Pique vill ekki fara til Man. City

Varnarmaðurinn sterki hjá Barcelona, Gerard Pique, segist ekki hafa neinn áhuga á að ganga í raðir Man. City en hann var orðaður við félagið í dag.

Skandinavía: Íslendingar á skotskónum

Veigar Páll Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Stabæk og lagði upp annað er liðið lagði Aalesund af velli, 2-1. Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson léku einnig með Stabæk í dag.

KR-konur eru meistarar meistaranna

KR tryggði sér í kvöld titilinn meistararar meistaranna er KR lagði Hauka, 72-58. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi.

Jafntefli hjá Barcelona

Barcelona missteig sig í spænska boltanum í kvöld er liðið varð að sætta sig við jafntefli gegn Mallorca, 1-1.

Barcelona tilbúið að hækka laun Messi enn frekar

Barcelona er tilbúið að bjóða Lionel Messi nýjan samning og hærri laun til að fæla frá áhuga Manchester City. Messi skrifaði undir nýjan samning við Börsunga á síðasta ári og er bundinn félaginu til 2016.

Evrópa leiðir fyrir lokadaginn

Lið Evrópu tók heldur betur við sér í Ryder-bikarnum í dag. Liðið var tveim vinningum undir, 6-4, þegar dagurinn í dag hófst en leiðir með þrem vinningum eftir daginn.

Hodgson: Óásættanleg byrjun á tímabilinu

„Þetta er mjög slæm byrjun á tímabilinu, eitthvað sem við bjuggumst aldrei við," sagði Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-2 tapið gegn nýliðum Blackpool.

Arnór fór meiddur af velli í jafnteflisleik Esbjerg

Esbjerg er í fallsæti í dönsku úrvalsdeildinni en liðið gerði í dag 1-1 jafntefli við Nordsjælland. Arnór Smárason var í byrjunarliði Esbjerg en fór meiddur af velli rétt fyrir hálfleik.

Ólafur Kristjánsson semur við Blika til 2015

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur gert nýjan samning við Kópavogsliðið til 2015. Hann verður því við stjórnvölinn næstu fimm ár.

Ben Arfa frá í langan tíma - myndband

Hatem Ben Arfa, leikmaður Newcastle, er að öllum líkindum fótbrotinn eftir tæklingu sem hann varð fyrir í leiknum gegn Manchester City í dag.

Man. City komið í annað sætið

Adam Johnson skaut Man. City í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með smekklegu marki korteri fyrir leikslok gegn Newcastle.

Kolbeinn skoraði í sigurleik AZ Alkmaar

Kolbeinn Sigþórsson er heitur um þessar mundir en hann skoraði í dag fyrir AZ Alkmaar sem vann 2-1 sigur á Heracles. Þetta er annar leikur AZ í röð þar sem Kolbeinn nær að skora.

Fabregas: Wilshere verður stórstjarna

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, er ekki í vafa um að Jack Wilshere muni verða stórtstjarna. Fabregas getur ekki leikið með Arsenal gegn Chelsea í dag og er talið að Wilshere geti fengið tækifærið.

Giggs: Skórinn lenti við annað augað á Beckham

Ryan Giggs, goðsögnin hjá Manchester United, tjáir sig í viðtali um skósparkið fræga sem átti sér stað fyrir nokkrum árum. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, var þá bandbrjálaður í búningsherberginu og sparkaði í skó sem hafnaði í andlitinu á David Beckham.

Hodgson ósáttur við gagnrýnina

Þó svo Roy Hodgson sé búinn að vera stjóri hjá Liverpool í stuttan tíma er hann strax undir mikilli pressu. Liverpool hefur aðeins fengið sex stig í sex leikjum og er í fallsæti.

Eriksson tekinn við Leicester

Svíinn Sven-Göran Eriksson er aftur mættur í enska boltann en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við B-deildarliðið Leicester City.

Sjá næstu 50 fréttir