Fleiri fréttir

Árangur í tímatökum lykill að titlinum

Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna.

Snæfell lagði Keflavík

Íslandsmeistarar Snæfells lögðu Keflavík, 90-81, í stórleik kvöldsins í Iceland Express-deild karla.

Titilmöguleikar McLaren fara minnkandi

Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag.

Stark: Úrslitin góð á Íslandi

Billy Stark, landsliðsþjálfari Skotlands, segir að úrslitin í leiknum á Íslandi á fimmtudagskvöldið hafi verið þrátt fyrir allt góð.

Webber og Vettel fá sama stuðning

Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að það sé liðinu til framdráttar að vera með tvo ökumenn í titilslagnum, en Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á titlinum. Vettel vann japanska kappaksturinn á sunnudaginn, en Webber varð annar í mótinu.

Guðrún Jóna rekin frá KR

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir var í dag rekin sem þjálfari kvennaliðs KR. Kristrún Lilja Daðadóttir aðstoðarþjálfari er einnig hætt hjá KR en hún komst að samkomulagi um að hætta hjá félaginu þar sem hún hefur snúið sér að öðrum verkefnum.

Ramires gengur illa að læra ensku

Brasilíumaðurinn Ramires hjá Chelsea hefur farið ágætlega af stað hjá félaginu en hann kom til Chelsea frá Benfica í sumar.

Mourinho: Ronaldo er betri en Messi

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur haft þann sið að hampa stórstjörnum þeirra liða er hann stýrir. Hann hefur iðulega verið óhræddur við að kalla þá bestu leikmenn heims.

Bjarni: Miklar framfarir

Bjarni Þór Viðarsson segir að íslenska U-21 landsliðið hafi tekið miklum framförum síðan að þessi hópur kom fyrst saman.

Gazza aftur tekinn ölvaður undir stýri

Paul Gascoigne virðist fyrirmunað að halda sig frá vandræðum. Hann var handtekinn um helgina handtekinn ölvaður undir stýri. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem hann er gripinn drukkinn á bíl.

Eggert: Þeir voru arfaslakir síðast

„Mér fannst þeir vera arfaslakir í síðasta leik og ég trúi ekki öðru en að þeir eigi meira inni,“ sagði Eggert Gunnþór Jónsson um skoska U-21 landsliðið.

Rio tekur aftur við fyrirliðabandinu

Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar þá mun Rio Ferdinand taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu á nýjan leik á morgun og leiða liðið til leiksins gegn Svartfjallalandi.

Gylfi: Verðum að nýta okkar færi

Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með því að íslenska U-21 landsliðið muni fá sín marktækifæri í leiknum gegn Skotlandi í kvöld. Þau verði liðið að nýta.

Ian Rush: Afsakanir leikmanna Liverpool aumar

Ian Rush raðaði inn mörkum fyrir Liverpool í gamla daga en í viðtali tjáir hann sig um stöðu félagsins í dag. Eigendamálin hafa verið mikið milli tannana á fólki.

Tottenham vill fá fleiri leikmenn frá Real Madrid

Hollendingurinn Rafael Van der Vaart hefur slegið í gegn með Tottenham í vetur og nú berast fréttir frá herbúðum Spurs að það sé áhugi í félaginu að ná í annan leikmann til Real Madrid.

Terry búinn að draga sig út úr enska hópnum

John Terry verður ekki með enska landsliðinu á móti Svartfjallalandi á þriðjudaginn því hann þurfti að draga sig út úr enska hópnum í kvöld vegna bakmeiðsla. Terry missti líka af tveimur fyrstu leikjum enska liðsins í undankeppni EM.

Adam Johnson: Erfitt líf á bekknum

„Ég er sérstaklega ósáttur við að missa sæti mitt þrátt fyrir að hafa verið valinn maður leiksins gegn Blackburn," segir Adam Johnson, leikmaður Manchester City.

Rúrik klár í slaginn

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs karla, segir að Rúrik Gíslason sé klár í slaginn og geti spilað með liðinu gegn Skotum á morgun.

Hamar skoraði ellefu síðustu stigin og vann meistaraefnin í KR

Hamarsliðið átti ótrúlegan endasprett í 87-82 sigri á meistaraefnunum í KR í Hveragerði í kvöld. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 76-82 fyrir KR en Hamar skoraði 11 síðustu stigin og tryggði sér sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni í vetur.

Stjörnumenn kláruðu Fjölni í seinni hálfleiknum

Stjarnan hitti á ansi góðan dag þegar liðið lagði Fjölni 86-69 í kvöld. Eftir jafnræði í fyrri hálfleik héldu Garðbæingum engin bönd og með sterkri liðsheild náðu þeir öruggum sigri.

Helgi Jónas byrjar vel með Grindavíkurliðið

Helgi Jónas Guðfinnsson byrjar vel með Grindavíkurliðið því Grindvíkingar hafa unnuð tvo fyrstu leiki leiki sína í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík vann níu stiga sigur á nýliðum KFÍ, 96-87, í hörkuleik í Röstinni í Grindavík í kvöld.

Framkonur unnu annan 27 marka sigurinn í röð

Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna með 27 marka sigri á HK, 41-14, í Digranesi í lokaleik 2. umferðar í kvöld. Framliðið er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu með 27 marka mun því liðið vann 38-11 sigur á Haukum í fyrstu umferð.

Broughton bjartsýnn á að halda Torres

„Ég er fullviss um að Fernando Torres vilji vera áfram eftir að hafa heyrt áætlanir nýrra eigenda. Hann er siguvegari og þeir vilja gera liðið að sigurvegara," segir Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool.

Savicevic: Ég hataði Capello

Dejan Savicevic er formaður knattspyrnusambands Svartfjallalands. Hann er einnig besti knattspyrnumaður sem þetta litla land hefur alið.

Rhein Neckar Löwen vann stórsigur á frönsku liði

Rhein Neckar Löwen hefur byrjað frábærlega undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og í dag vann liðið fimmtán marka stórsigur á franska liðinu Chambery Savoie, 37-22, í Meistaradeildinni.

Ashley Young: Enska landsliðið betra með mig innanborðs

Sjálfstraust er eitthvað sem Ashley Young hefur alltaf átt nóg af. Þessi skemmtilegi leikmaður Aston Villa verður líklega í byrjunarliði enska landsliðsins gegn Svartfjallalandi á þriðjudag þar sem James Milner tekur út leikbann.

Strákarnir æfa á keppnisvellinum í kvöld

Íslenska 21 árs landsliðið kom til Edinborgar í gær og mun í kvöld æfa á vellinum þar sem liðið spilar við Skotland á morgun í seinni umspilsleiknum um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar.

Aron með þrjú mörk fyrir Kiel í fjögurra marka sigri

Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Kiel þegar liðið vann 33-29 sigur á pólsku meisturunum í KS Vive Kielce í Sparkassen-höllinni í Kiel í dag. Kiel var með þriggja marka forskot í hálfleik, 16-13. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel-liðið eins og allir vita.

Snilldarleikhlé Dags Sigurðssonar hélt lífi í sigurgöngunni

Füchse Berlin hélt áfram sigurgöngu sinni í þýska handboltanum eftir 27-24 sigur á Sverre Andre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt. Füchse Berlin er því áfram í efsta sætinu en liðið hefur unnið alla sjö leiki tímabilsins til þessa.

Magnús fann körfuna aftur í dag - Axel með mjög góðan leik

Magnús Þór Gunnarsson komst aftur í gang í 89-69 sigri Aabyhøj á Amager í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Magnús var með 18 stig á 24 mínútum í leiknum en hann setti meðal annars niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum.

Wes Brown öskraði á Sir Alex - Seldur í janúar?

Framtíð varnarmannsins Wes Brown hjá Manchester United er í lausu lofti. Brown lenti í hörkurifrildi við knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson í sumar og það kann ekki góðri lukku að stýra. Öskruðu þeir á hvorn annan og rifust líkt og hundur og köttur.

Logi: Eins og hann sé með puttann í rafmagnsdósinni

FH-ingurinn Ólafur Andrés Guðmundsson hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum FH í N1 deild karla og hefur greinilega notið góðs af því að spila við hlið Loga Geirssonar sem hefur tekið að sér leikstjórnendahlutverkið í FH-liðinu í vetur.

Wayne Rooney vill fá vetrarfrí í ensku deildina

Wayne Rooney, framherji Manchester United og enska landsliðsins, er kominn í hóp þeirra sem vilja fá vetrarfrí í ensku úrvalsdeildina í fótbolta en hann telur að þetta sé eina leiðin til þess að enska landsliðið verði samkeppnishæft á stórmótum.

Kristianstad steinlá á heimavelli á móti Linköping

Elísabet Gunnarsdóttir og stelpurnar hennar í Kristianstad mátti þola stórt tap á heimavelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í dag. Linköping vann leikinn 5-0 og komst þar með aftur upp í 3. sæti deildarinnar.

Giggs: Er farinn að sjá svolítinn Cristiano Ronaldo í Nani

Ryan Giggs hefur trú á því að Nani sé farinn að nálgast Cristiano Ronaldo og sér enga fyrirstöðu fyrir því að hann geti orðið einn af bestu leikmönnum í heimi. Nani hefur spilað vel með Manchester United á tímabilinu og skoraði tvö mörk í sigri Portúgala á Dönum á föstudagskvöldið. Næsti leikur hans er síðan á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið.

Jón Arnór með fimm stig á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada töpuðu 78-85 á heimavelli á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Granada-liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir