Árangur í tímatökum lykill að titlinum 11. október 2010 15:30 Japanskir Ferrari aðdáendur settu skemmtilegan svip á mótshaldið í gær. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira