Fleiri fréttir

Heiðar og félagar enn ósigraðir í ensku b-deildinni

Heiðar Helguson lék fyrstu 64 mínúturnar þegar Queens Park Rangers gerði 1-1 jafntefli á útivelli á móti Bristol City í ensku b-deildinni í kvöld. QPR hefur þar með enn ekki tapað leik í deildinni og er í efsta sætinu með þriggja stiga forskot á Cardiff City sem á leik inni.

Áfram skortur á mörkum hjá Bayern í þýsku deildinni

Hamburger SV og Bayern München gerðu markalaust jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og eru Þýskalandsmeistarar Bayern München því bara í 9. sæti og aðeins búnir að skora átta mörk í fyrstu níu leikjum sínum.

Umfjöllun: Loks vann Akureyri Hauka

Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.

Auðveldur sigur hjá Kiel í kvöld

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu í kvöld þrettán marka útisigur á HSG Ahlen-Hamm, 36-23 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var fjórði sigurleikur Kiel í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni á tímabilinu nema þann á móti Füchse Berlin, liði Dags Sigurðssonar.

Ciro Ferrara þjálfar 21 árs landslið Ítala

Ciro Ferrara, fyrrum þjálfari Juventus, hefur tekið að sér þjálfun 21 árs landslið Ítala. Pierluigi Casiraghi var rekinn eftir að Ítölum mistókst að komast í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári.

Hermann búinn að skrifa undir samning við Portsmouth

Hermann Hreiðarsson hefur skrifað undir nýjan samning við enska b-deildarliðið Portsmouth og gildir nýi samningurinn út þessa leiktíð. Hermann er ekkert farinn að spila með liðinu eftir að hann sleit hásin í mars.

Kveikt í glæsibifreið Carroll

Andy Carroll, framherji Newcastle, á ekki sjö dagana sæla nú um mundir. Hans bíður dómur vegna slagsmála, það var verið að kæra hann fyrir að hafa lamið fyrrverandi kærustu og nú er búið að kveikja í bílnum hans.

Sunderland ætlar ekki að selja Bent

Steve Bruce, stjóri Sunderland, hefur sent út skýr skilaboð til annarra liða að það þýði ekkert að bera víurnar í Darren Bent. Hann verði ekki seldur.

Heimir: Þjálfun er ástríða hjá mér

Heimir Hallgrímsson segist vera ákaflega ánægður með að hafa framlengt samningi sínum við ÍBV en hann verður áfram með liðið næsta sumar.

Heimir þjálfar ÍBV áfram

Heimir Hallgrímsson skrifaði í morgun undir nýjan samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann mun því þjálfa karlalið félagsins næsta sumar.

Lou Macari: Verður erfitt fyrir Rooney

Lou Macari, fyrrum leikmaður Manchester United og einn helsti sérfræðingur MUTV-sjónvarsstöðvarinnar, segir að Wayne Rooney eigi mikla vinnu framundan ef hann ætlar sér að endurvinna traust liðsfélaga sinna og stuðningsmanna félagsins.

Rooney: Stjórinn sannfærði mig

Wayne Rooney, sem skrifaði undir fimm ára samning við Manchester United í dag, segir að það hafi verið Alex Ferguson sem hafi sannfært hann um að vera áfram hjá félaginu.

Rooney fer ekki neitt - skrifar undir fimm ára samning

Wayne Rooney mun skrifa undir fimm ára samning við lið Manchester United og hefur því eytt óvissunni sem skapaðist í vikunni. Þá upplýsti sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins að Rooney vildi yfirgefa félagið. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem endaði með því að Rooney hefur ákveðið að vera hjá liðinu næstu fimm árin.

Webber hrifinn á nýju brautinni

Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar.

Adebayor fær að spila gegn Arsenal

Emmanuel Adebayor, framherji Man. City, hóf loksins leiktíðina í gær er hann skoraði þrennu gegn Lech Poznan í Evrópudeildinni.

Magnús úr Stjörnunni í Grindavík

Magnús Björgvinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Magnús er 23 ára og uppalinn í Stjörnunni þar sem hann lék 61 leik og skoraði 10 mörk.

Mótmælt fyrir utan heimili Rooney

Lögreglan var kölluð að heimili Wayne Rooney eftur að um 30 manns mættu þangað til þess að mótmæla því að hann ætlaði að yfirgefa Man. Utd.

Defoe verður klár í næsta mánuði

Framherji Tottenham, Jermain Defoe, er á góðum batavegi eftir aðgerð á ökkla og í raun á undan áætlun. Hann gæti því verið kominn aftur á völlinn í næsta mánuði.

Tíu leikmenn á förum frá Man. Utd næsta sumar

Breska blaðið The Times segir að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætli að hrista rækilega upp í leikmannahópi sínum næsta sumar og búist við því að tíu leikmenn fái að fjúka.

Hvarflar ekki að Hodgson að hætta

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að sér detti ekki í hug að gefast upp hjá félaginu þó á móti blási. Hann ætli sér að vera lengi hjá félaginu.

Framarar flengdu nágranna sína af Hlíðarenda - myndir

Fram vann sautján marka sigur á Valsmönnum í N1 deild karla í gærkvöldi en lærisveinarnir hans Júlíusar Jónassonar eru nú eina liðið í deildinni sem hefur ekki náð í stig í fyrstu fjórum umferðunum.

Webber rétt á undan Alonso og Hamilton

Forystumaður stigamótsins, Mark Webber á Red Bull reyndist fljótastur allra á seinni æfingu Formúlu 1 liða í Suður Kóreu í nótt. Hann vaerð 0.190 sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari, en Lewis Hamilton á McLaren var þriðji fljótastur.

Hamilton sneggstur á fyrstu æfingu

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren var 81/1000 fljótari en Robert Kubica á allra fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann varð á undan Robert Kubica á Renault, en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.

Bjóðið okkur 39 milljarða og þá getum við kannski talað saman

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hlær bara af fréttunum um að Evrópumeistarar Inter Milan ætli að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona eftir þrjú ár. Massimo Moratti, forseti Inter, tjáði sig á dögunum um framtíðarplan sitt að reyna að kaupa Messi frá spænsku meisturunum sumarið 2013.

Ronaldo: Mourinho er frábær

Cristiano Ronaldo er gríðarlega ánægður með nýja þjálfarann sinn hjá Real Madrid, José Mourinho.

Emmanuel Adebayor þvoði af sér gagnrýnina - myndir

Emmanuel Adebayor skoraði þrennu fyrir Manchester City í Evrópudeildinni í 3-1 sigri liðsins á pólska liðinu Lech Poznaní kvöld og endaði þar með langa markaþurrð sína en hann hafði ekki skorað síðan í maí.

Júlíus: Ég hef áhyggjur af öllu

„Ég er bara hálf orðlaus,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt í Safamýrinni í kvöld. Fram rótburstaði Val 40-23 í þriðju umferð N1-deild karla.

Jóhann Gunnar: Þeir brotnuðu saman allt of snemma

„Þetta var ótrúlegur leikur hjá okkur í kvöld,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn á Val í kvöld. Framarar rústuðu Valsmönnum 40-23 í Safamýrinni í þriðju umferð N1 deild karla.

Sebastian: Fengu að spila allt of grófa vörn

Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, var afar ósáttur við dómara leiksins gegn Aftureldingu í kvöld. Aftureldinga vann tveggja marka sigur á Selfyssingum í kvöld, 26-24, í N1-deild karla.

Gunnar: Getum verið stoltir

Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með sigurinn á Selfossi í kvöld. Þar höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ betur, 26-24.

Hodgson: Stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka

„Það var fullt af jákvæðum hlutum hjá okkur í þessum leik. Þetta var gott stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka þar sem að það vantaði menn í liðið," sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool eftir markalaust jafntefli Liverpool í Napóli í dag en Liverpool lék án Steven Gerrard og Fernando Torres.

Umfjöllun: Framarar kjöldrógu Valsmenn

Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23.

Hagi tekur við af Rijkaard

Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi er orðinn aðalþjálfari hjá tyrkneska liðinu Galatasaray. Hagi tekur við starfinu af Frank Rijkaard sem var rekinn.

Emmanuel Adebayor skoraði þrennu á móti Lech Poznan

Emmanuel Adebayor opnaði markareikninginn sinn hjá Manchester City með því að skora þrjú mörk í 3-1 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í Evrópudeildinni í kvöld. Manchester City er í efsta sæti síns riðils með 7 stig og þriggja stiga forskot á Lech Poznan sem er áfram í 2. sætinu.

Sjá næstu 50 fréttir