Fleiri fréttir

Kiel Þýskalandsmeistari

Kiel varð í dag Þýskalandsmeistari í handbolta eftir sigur á Grosswallstadt á útivelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag, 27-23.

Ólíklegt að Hiddink taki við Liverpool

Ólíklegt er að Hollendingurinn Guus Hiddink muni taka við starfi knattspyrnustjóra hjá Liverpool. Þetta fullyrðir umboðsmaður hans, Cees van Nieuwenhuizen.

Ferdinand: Hvílir bölvun á mér

Rio Ferdinand telur að það hvíli bölvun á honum en hann mun ekki spila með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku vegna meiðsla.

Eriksson vill taka við Liverpool

Svíinn Sven-Göran Eriksson hefur mikinn áhuga á að taka við Liverpool en hann hefur alla tíð verið stuðningsmaður félagsins.

Mikel missir af HM

Nígeríumaðurinn John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, mun ekki spila á HM í Suður-Afríku sem hefst föstudaginn.

Aron Pálmarsson: Er að rifna úr stolti

Leiktímabilið sem senn er á enda hefur verið ótrúlegt hjá Aroni Pálmarssyni. Fyrir einu og hálfu ári samdi hann við eitt allra stærsta félag heims en hann var þá að spila með FH í N1-deildinni. Nú er hann Evrópumeistari með Kiel og getur í dag bætt öðrum meistaratitli í safnið – þeim þýska.

Bestu leikmenn Íslands flytja út

N1-deild karla í handbolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfirgefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnumennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út.

Hörður Axel: Þarf gott tilboð til að fara frá Keflavík

Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson ætlar ekki að hoppa á hvaða tilboð sem er þótt að hann stefni á það að komast aftur út í atvinnumennsku. Hörður Axel spilaði frábærlega með Keflavíkurliðinu á síðasta tímabili ekki síst í úrslitakeppninni þar sem Keflavík fór alla leið í oddaleik um titilinn.

Gunnleifur í fámennum hópi

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Hreiðar Levý: Erum orðnir nettar hetjur í bænum

Hreiðar Levý Guðmundsson spilar í dag með Emsdetten gegn Bergischer um sæti í úrslitarimmu við Dormagen um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili. Emsdetten vann fyrri leikinn 33-27 og er því í vænlegri stöðu.

Torres spilar á þriðjudaginn

Fernando Torres gæti spilað með Spánverjum í síðasta æfingaleik þjóðarinnar fyrir HM gegn Pólverjum á þriðjudaginn.

Frakkar töpuðu fyrir Kína

Frakkar töpuðu í kvöld fyrir Kína í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Suður-Afríku. Kínverjar voru ekki með sína bestu leikmenn í leiknum.

Alonso: Gerrard er stórkostlegur leikmaður

Eftir brotthvarf Rafael Benítez frá Liverpool eru nú sögusagnir á kreiki að stjörnur félagsins vilji fara annað. Þetta eru þó aðeins sögusagnir en undir þær kyndir Xabi Alonso hjá Real Madrid.

Joe Cole leynir því hvert hann ætlar

Joe Cole á enn eftir að greina frá því hvaða félag hann mun semja við. Hann er samningslaus í sumar og vill fá há laun en hann hefur hvað lengst verið orðaður við Arsenal.

Jóhann Gunnar aftur heim í Fram

Jóhann Gunnar Einarsson er genginn aftur í raðir Framara. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við sitt gamla félag en hann hefur leikið í Þýskalandi síðasta árið.

Essien búinn að framlengja til ársins 2015

Michael Essien er búinn að framlengja samning sinn við Chelsea um tvö ár og er nú samning á Stamford Bridge til ársins 2015. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Hamilton ætlar sér fleiri sigra

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann sinn fyrsta sigur um síðustu helgi og um aðra helgi keppir hann í Montreal í Kanada. Ekki hefur verið keppt þar síðan 2007, en þá vann einmitt Hamilton.

Kaka: Ég verð betri með hverjum degi

Brasilíumaðurinn Kaka hefur ekki áhyggjur af formi sínu fyrir heimsmeistarakeppnina og segist vera tilbúinn að taka að sér leiðtogahlutverk í brasilíska landsliðinu.

Rio Ferdinand á hækjum út af sjúkrahúsinu og missir af HM

Rio Ferdinand, fyrirliði enska landsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Suður-Afríku eftir að hann meiddist á hné á æfingu liðsins í morgun. Eftir myndatöku á sjúkrahúsi kom það í ljóst að hann getur ekki spilað með enska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni.

Fyrstu bikarmeistarnir í 20 ár til að detta út í vítakeppni

Titilvörn bikarmeistara Breiðabliks endaði strax í fyrsta leik í gær þegar liðið tapaði í vítakeppni á móti Íslandsmeisturum FH á heimavelli sínum í Kópavogi. Þetta er í fimmta sinn á síðustu sjö árum þar sem bikarmeistarnir komast ekki í átta liða liða úrslitin.

L'Equipe: Didier Drogba handleggsbrotinn og missir af HM

Didier Drogba, fyrirliði Fílabeinsstrandarinnar handleggsbrotnaði í leiknum á móti Japan í dag samkvæmt heimildum franska blaðsins L'Equipe og verður af þeim sökum ekki með landsliðinu á Hm í Suður-Afríku sem hefst eftir viku.

Messi: Það er ekkert landslið með betra lið á pappírnum en Argentína

Lionel Messi eru sannfærður með það að ekkert landslið á HM í Suður-Afríku með betri mannskap en Argentína. Það eru margir sem búast ekki við miklu af liðinu eftir vandræðalega undankeppni og það þrátt fyrir að hafa innanborðs besta leikmann heims í Messi og einn allra besta leikmann allra tíma í þjálfaranum Diego Maradona.

Sinisa Mihajlovic tekur við Fiorentina-liðinu

Fiorentina eftir ráðið Sinisa Mihajlovic sem þjálfara liðsins eftir að Cesare Prandelli hætti með liðið til þess að taka við ítalska landsliðinu eftir HM. Mihajlovic hætti með Catania í síðustu viku eftir að þetta litla lið frá Sikiley hafði haldið sæti sínu í ítölsku A-deildinni.

Gareth Barry með á æfingu enska landsliðsins í morgun

Það eru góðar fréttir af Gareth Barry, miðjumanni enska landsliðsins, eftir að hann tók þátt í æfingu enska landsliðsins í Suður-Afríku í morgun. Barry var valinn í HM-hópinn eftir að hafa staðist læknisskoðun á síðustu stundu.

Úlfarnir búnir að kaupa Steven Fletcher frá Burnley

Wolves gekk í gær frá kaupunum á Steven Fletcher frá Burnley fyrir 6,5 milljónir punda og Úlfarnir halda því áfram að styrkja liðið fyrir baráttuna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Dalglish stjórnar leitinni að nýjum stjóra Liverpool

Kenny Dalglish, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, mun stjórna leit Liverpool að nýjum stjóra en samkvæmt frétt Guardian er Roy Hodgson, stjóri Fulham, efstur á blaði sem eftirmaður Rafael Benítez.

NBA: Kobe og Gasol of öflugir fyrir Boston í fyrsta leiknum

Los Angeles Lakers er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics eftir 102-89 sigur í fyrsta leiknum í Los Angeles í nótt. Það var mikil harka í leiknum frá byrjun en Lakers-menn gáfu ekkert eftir undir forustu þeirra Kobe Bryant og Pau Gasol.

Gunnleifur: Var heppinn að þeir skutu bara í mig

“Í vítaspyrnukeppnum getur þetta dottið hvoru megin sem er. Ég var svo heppinn að velja rétt horn og þeir skutu bara í mig,” sagði hógvær Gunnleifur Gunnleifsson, hetja FH í bikarsigrinum á Blikum í kvöld.

Reina sér á eftir Benitez

Það kom Pepe Reina, markverði Liverpool, í opna skjöldu þegar hann heyrði að Rafael Benitez væri hættur sem knattspyrnustjóri liðsins.

Mexíkó lagði heimsmeistarana

Þrír vináttulandsleikir fóru fram í dag en liðin sem keppa á HM í Suður-Afríku eru nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið sem hefst í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir