Kiel Þýskalandsmeistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2010 16:12 Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts Kiel varð í dag Þýskalandsmeistari í handbolta eftir sigur á Grosswallstadt á útivelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag, 27-23. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Kiel að þessu sinni en hann hefur nú á nokkrum dögum unnið tvo af stærstu titlum handboltaheimsins, Evrópumeistaratitil og þýska meistaratitilinn. Aron er nítján ára og á sínu fyrsta ári með Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og annað árið í röð sem félagið verður meistari undir hans stjórn. Þetta er sjötta árið í röð sem Kiel vinnur þýska titilinn og í sextánda skiptið alls. Einar Hólmgeirsson lék með Grosswallstadt í fyrri hálfleik en náði ekki að skora, né heldur Sverre Jakobsson. Aron kom einnig aðeins við sögu í fyrri hálfleik. Bæði lið fögnuðu mjög í leikslok enda tókst Grosswallstadt að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þar sem að Füchse Berlin tapaði sínum leik í dag. Grosswallstadt og Füchse Berlin eru bæði með 40 stig en síðarnefnda liðið tapaði fyrir Gummersbach í dag, 29-27. Róbert Gunnarsson lék sinn síðasta leik fyrir Gummersbach í dag en hann skoraði þrjú mörk. Hann er á leið til Rhein-Nekcar Löwen. Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlin en Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins. Hamburg varð í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Kiel. Flensburg varð í þriðja sæti, Rhein-Neckar Löwen því fjórða og Gummersbach í fimmta. Düsseldorf og Minden féllu úr deildinni en Dormagen þarf að fara í umspil um sæti í deildinni á næstu leiktíð. Önnur úrslit dagsins: Balingen - Hamburg 25-35Dormagen - Düsseldorf 32-35 Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf.Minden - Magdeburg 25-32 Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir Minden. Ingimundur Ingimundarson spilaði ekki í dag.Lemgo - Göppingen 32-30 Vignir Svavarsson komst ekki á blað hjá Lemgo. Logi Geirsson lék ekki með liðinu.Melsungen - Lübbecke 26-28 Þórir Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Lübbecke og Heiðmar Felixsson skoraði þrjú.Rhein-Neckar Löwen - Wetzlar 36-27 Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen og Snorri Steinn Guðjónsson eitt. Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur.Hannover-Burgdorf - Flensburg 29-34 Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Hannover-Burgdorf. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Kiel varð í dag Þýskalandsmeistari í handbolta eftir sigur á Grosswallstadt á útivelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag, 27-23. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Kiel að þessu sinni en hann hefur nú á nokkrum dögum unnið tvo af stærstu titlum handboltaheimsins, Evrópumeistaratitil og þýska meistaratitilinn. Aron er nítján ára og á sínu fyrsta ári með Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og annað árið í röð sem félagið verður meistari undir hans stjórn. Þetta er sjötta árið í röð sem Kiel vinnur þýska titilinn og í sextánda skiptið alls. Einar Hólmgeirsson lék með Grosswallstadt í fyrri hálfleik en náði ekki að skora, né heldur Sverre Jakobsson. Aron kom einnig aðeins við sögu í fyrri hálfleik. Bæði lið fögnuðu mjög í leikslok enda tókst Grosswallstadt að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þar sem að Füchse Berlin tapaði sínum leik í dag. Grosswallstadt og Füchse Berlin eru bæði með 40 stig en síðarnefnda liðið tapaði fyrir Gummersbach í dag, 29-27. Róbert Gunnarsson lék sinn síðasta leik fyrir Gummersbach í dag en hann skoraði þrjú mörk. Hann er á leið til Rhein-Nekcar Löwen. Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlin en Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins. Hamburg varð í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Kiel. Flensburg varð í þriðja sæti, Rhein-Neckar Löwen því fjórða og Gummersbach í fimmta. Düsseldorf og Minden féllu úr deildinni en Dormagen þarf að fara í umspil um sæti í deildinni á næstu leiktíð. Önnur úrslit dagsins: Balingen - Hamburg 25-35Dormagen - Düsseldorf 32-35 Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf.Minden - Magdeburg 25-32 Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir Minden. Ingimundur Ingimundarson spilaði ekki í dag.Lemgo - Göppingen 32-30 Vignir Svavarsson komst ekki á blað hjá Lemgo. Logi Geirsson lék ekki með liðinu.Melsungen - Lübbecke 26-28 Þórir Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Lübbecke og Heiðmar Felixsson skoraði þrjú.Rhein-Neckar Löwen - Wetzlar 36-27 Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen og Snorri Steinn Guðjónsson eitt. Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur.Hannover-Burgdorf - Flensburg 29-34 Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Hannover-Burgdorf. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira