Fleiri fréttir

Benitez: Þurfum að skora útivallarmark

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að það sé afar mikilvægt fyrir sína menn að skora útivallarmark í leiknum gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Lippi vill mæta Capello í úrslitum

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, vill mæta Englandi í úrslitum heimsmeistaramótsins. Lippi stýrði Ítölum til titilsins 2006 áður en hann vék til hliðar fyrir Roberto Donadoni.

Van Gaal: Sendum skýr skilaboð

Louis van Gaal, þjálfari Bayern München, segir að sínir menn hafi sent andstæðingum sínum skýr skilaboð með sigrinum á Lyon í kvöld.

Man City vill Ashley Young

Manchester City undirbýr tilboð í vængmanninn Ashley Young hjá Aston Villa. The Mirror greinir frá því að City sé reiðubúið að losa sig við Craig Bellamy, Martin Petrov og Shaun Wright-Phillips í sumar.

Fáið að sjá hinn sanna Messi í seinni leiknum

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að slök frammistaða Lionel Messi í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Inter hafi aðeins verið lítið frávik. Messi var lítið áberandi í leiknum sem Inter vann 3-1.

Kiel saxaði á forystu Hamburg

Kiel minnkaði forystu Hamburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í þrjú stig á nýjan leik með sigri á Füchse Berlin í kvöld, 35-26.

Fyrstu stig Hönefoss

Eftir að hafa tapað fyrstu sex leikjum tímabilsins unnu Kristján Örn Sigurðsson og félagar hans í Hönefoss í kvöld sín fyrstu stig í deildinni.

Bayern með nauma forystu til Lyon

Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Rúrik og félagar töpuðu í bikarnum

Rúrik Gíslason og félagar hans í danska liðinu OB töpuðu í kvöld fyrir Midtjylland í fyrri leik liðanna í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar, 2-0.

Balotelli kominn á sölulista

Ítalíumeistarar Inter hafa ákveðið að setja Mario Balotelli á sölulista eftir framkomu hans í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gær.

Fellaini neitar því að hafa ráðist á fyrirsætu

Lögreglan á Bretlandseyjum rannsakar nú ásakanir fyrirsætu á hendur Marouane Fellaini, leikmanni Everton. Fyrirsætan segir að Fellaini hafi ráðist á sig á næturklúbbi í Lundúnum aðfaranótt sunnudags.

Arshavin ætlar að reyna að ná City-leiknum um helgina

Rússinn Andrei Arshavin vonast til þess að geta spilað á ný með Arsenal þegar liðið mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Arshavin hefur ekkert getað spilað síðan að hann meiddist á kálfa í fyrri Meistaradeildarleiknum á móti Barcelona.

Ribery miðpunkturinn í vændishneyksli

Rannsókn vegna ólöglegrar vændisþjónustu stendur yfir í Frakklandi og mikið fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem franskir landsliðsmenn í fótbolta koma við sögu. Franck Ribery, leikmaður FC Bayern, var yfirheyrður vegna málsins.

Jeb Ivey til Snæfells - er í ferju á leiðinni til Stokkhólms

Snæfellingar hafa ákveðið að skipta um leikstjórnanda vegna meiðsla Sean Burton. Burton er tognaður illa á ökkla og var aðeins skugginn af sjálfum sér í fyrsta leik úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur. Ingi Þór Steinþórsson hefur kallað á Jeb Ivey, fyrrum leikmann KFÍ og Njarðvíkur, til að hlaupa í skarðið fyrir Burton. Þetta kom fyrst fram í viðtalsþætti Valtýs Björns Valtýssonar á X-inu.

Fyrirliði Stjörnumanna liggur veikur á spítala

Daníel Laxdal, fyrirliði og algjör lykilmaður í vörn Stjörnunnar, missir hugsanlega af byrjun Pepsi-deildarinnar vegna veikinda. Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu í dag.

Liverpool-liðið er komið í mark í maraþoninu suður eftir Evrópu

Liverpool-liðið er komið til Madrid og getur nú byrjað formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fer á morgun. Liverpool gat ekki flogið nema allra síðasta hluta ferðarinnar vegna öskufallsins úr eldstöðinni í Eyjafjallajökli.

Magnús Erlendsson valinn besti leikmaðurinn

Magnús Erlendsson markvörður Framara var valinn besti leikmaður þriðja og síðasta hluta N1-deildar karla en valið fyrir umferð 15 til 21 var tilkynnt í hádeginu. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var valinn besti þjálfarinn í þessum síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar.

Mourinho: Kannski á ég bara vin í eldstöðinni í Eyjafjallajökli

Jose Mourinho, þjálfari Inter, kann betur en margur að svara fyrir sig og þar skín oft í skemmtilegan húmor portúgalska þjálfarans. Mourinho hlustaði ekki mikið á kvartanir Barcelona-manna yfir langa rútuferðlaginu til Mílanó en Inter vann eins og kunnugt er 3-1 sigur á Barcelona í Meistaradeildinni í gær.

Ítalska pressan: Sigur Inter eins mikið afrek og að lenda á mars

Ítalskir blaðamenn eiga sjaldnast í vandræðum með að finna myndlíkingar sem eru oft út úr þessum heimi. Luigi Garlando, blaðamaður Gazzetta dello Sport, missti sig algjörlega eftir 3-1 sigur Inter á Evrópumeisturum Barcelona í Meistaradeildinni í gær og líkti leikönnum Inter við marsbúa.

Hamilton harðskeyttur en sigrar ekki

Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum.

Guardiola ætlar að láta vökva völlinn fyrir síðari leikinn

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur fulla trú á því að Evrópumeistararnir nái að vinna upp 3-1 tap fyrir Inter í Mílanó í gær þegar liðin mætast í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Þurr völlur var eitt af því sem truflaði mikið leik Börsunga í gær.

Dwight Howard valinn besti varnarmaðurinn annað árið í röð

Dwight Howard miðherji Orlando Magic var í gær útnefndur varnarmaður ársins í NBA-deildinni í körfubolta en þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun. Howard varð í vetur fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem er efstur bæði í fráköstum og vörðum skotum tvö ár í röð.

Lest Liverpool-liðsins farin af stað frá París

Breskir fjölmiðlamenn fylgjast vel með ferðalagi Liverpool-liðsins til Madrid á Spáni þar sem liðið spilar við Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Liverpool-menn vöknuðu eldsnemma í París í morgun og drifu sig út á lestastöð þar sem þeir fóru upp í lest á leið til Bordeaux.

NBA: Kobe Bryant sá til þess að Los Angeles Lakers er komið í 2-0

Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1.

Tímabilið hjá Essien líklega búið

Líklegt er að Michael Essien spili ekki meira með Chelsea það sem eftir lifir tímabilsins en útilokað er að hann verði með liðinu þegar það mætir Stoke í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Mourinho: Leikmenn gáfu allt í leikinn

Jose Mourinho sagði eftir sigur sinna manna í Inter á Barcelona í kvöld að hann hefði ekki getað farið fram á meira frá sínum leikmönnum í leiknum.

Guardiola: Engar afsakanir

Pep Guardiola segir að rútuferðin sem leikmenn Börsunga þurftu að leggja á sig fyrir leikinn gegn Inter í kvöld sé engin afsökun fyrir að hafa tapað leiknum.

Balotelli grýtti treyjunni í grasið

Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Hrafnhildur Skúla: Þetta er allt undir okkur komið

„Þetta var frábært og við ákváðum að koma geðsjúkar til leiks og taka breiðholtið á þetta. Ef að við spilum svona vörn þá vinna þær okkur ekki, þetta er allt undir okkur komið," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir ánægð eftir sannfærandi sigur á Fram í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna en staðan er nú 2-0 Val í vil.

Enn skoraði Gylfi fyrir Reading

Gylfi Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með enska B-deildarliðinu Reading sem gerði 2-2 jafntefli við Scunthorpe í kvöld.

Helgi Már og félagar úr leik

Helgi Már Magnússon og félagar hans í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað fyrir deildarmeisturum Norrköping í kvöld, 111-83.

Ari Freyr sá rautt í tapi Sundsvall

Ari Freyr Skúlason fékk að líta rauða spjaldið þegar að lið hans, GIF Sundsvall, tapaði fyrir Hammarby á útivelli, 2-1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Góður sigur Inter á Barcelona

Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Benayoun: Við ætlum að vinna Evrópudeildina fyrir Torres

Liverpool-maðurinn Yossi Benayoun segir leikmenn liðsins ætla að sýna Fernando Torres þakklæti sitt með því að vinna fyrir hann Evrópudeildina. Fernando Torres er meiddur á hné og verður ekki með Liverpool í undanúrslitaleikjunum á móti Atletico Madrid.

Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við liði Eisenach

Aðalsteinn Eyjólfsson verður næsti þjálfari þýska 2. deildarliðsins ThSV Eisenach en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Aðalsteinn þjálfaði síðast 3. deildarliðið SVH Kassel en tekur nú við liði Eisenach sem var einu sinni í þýsku bundesligunni og þjálfað um tíma af Rúnari Sigtryggssyni.

Sjá næstu 50 fréttir