Fleiri fréttir

Aguero væri sáttur við að flytja til London og spila með Chelsea

Argentínski framherjinn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid hefur í fyrsta sinn lýst yfir áhuga sínum á því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er líklegasta félagið til að næla í tengdason landsliðsþjálfarans Diego Maradona en það er vitað að Roman Abramovich er tilbúinn að leyfa Carlo Ancelotti að kaupa nýja leikmenn til liðsins í sumar.

Hrannar Hólm valinn þjálfari ársins í Danmörku

Hrannar Hólm var á dögunum valinn besti þjálfarinn í dönsku kvennadeildinni í körfubolta en hann hefur gert frábæra hluti með SISU-liðið síðan hann tók við liðinu á miðju tímabili. Karfan.is segir frá þessu í dag.

Rafael Benítez hrósaði David Ngog fyrir leikinn í gær

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var ánægður með franska framherjann David Ngog sem leysti af Fernando Torres í 3-0 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Ngog skoraði annað mark liðsins en þetta var áttunda markið hans á tímabilinu í öllum keppnum.

Aðeins tvö lið hafa komið til baka eftir stærra tap í fyrsta leik

Keflavík vann 19 stiga sigur á Snæfelli í gær, 97-78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Þetta var níundi stærsti sigur í fyrsta leik lokaúrslita í sögu úrslitakeppninnar og aðeins tveimur liðum hefur tekist að koma til baka eftir stærra tap í fyrsta leik.

Báðir varnarmiðjumenn Chelsea meiddir - Ancelotti í vandræðum

Það er skortur á varnartengiliðum hjá Chelsea eftir að John Obi Mikel bættist við hlið Michael Essien á meiðslalistann. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur því engan náttúrulegan varnartengilið í leiknum á móti Stoke um næstu helgi og þarf að setja óvanan menn í þessa mikilvægu stöðu.

Liverpool-liðið eltir uppi opna flugvelli suður eftir Evrópu

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er allt annað en ánægður með að UEFA hafi skikkað Liverpool-liðið til að ná Evrópudeildarleiknum á móti Atletico Madrid á fimmtudaginn þrátt fyrir flug lægi niðri í Evrópu út af öskufallinu frá Eyjafjallajökli.

James Milner efstur á innkaupalista Manchester City í sumar

James Milner hefur spilað vel fyrir Aston Villa í vetur og það gæti orðið erfitt fyrir stjórann Martin O'Neill að verjast áhuga stóru liðanna. Guardian segir frá því að Milner sé nú efstur á innkaupalista Manchester City í sumar.

NBA: LeBron skoraði 40 stig - Utah jafnaði einvígið gegn Denver

LeBron James skoraði 40 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann 112-102 sigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í nótt og er þar með komið í 2-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah Jazz jafnaði hinsvegar metin á móti Denver með 114-111 útisigri í hinum leik næturinnar.

Delph með slitið krossband

Miðvallarleikmaðurinn Fabian Delph hjá Aston Villa verður frá næstu átta mánuðina eftir að kom í ljós að hann er með slitið krossband í vinstra hné.

Myndasyrpa úr Keflavík

Í kvöld hófust lokaúrslitin í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla þegar að Keflavík og Snæfell mættust í fyrsta leik úrslitarimmunnar.

Ingi Þór: Liðið þarf að komast upp á tærnar

„Maður er aldrei sáttur við að tapa en við hittum Keflvíkingana í miklum ham og því miður var heildin okkar ekki til staðar,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í Keflavík í kvöld.

Guðjón: Spiluðum ágætlega en margt má laga

„Heilt yfir spiluðum við leikinn ágætlega. Það er þó margt sem má laga og gera betur, sérstaklega þegar við förum á útivöll," sagði Guðjón Skúlason eftir öruggan sigur Keflavíkur á Snæfelli í kvöld.

Liverpool lagði West Ham

Liverpool vann í kvöld góðan sigur á West Ham á heimavelli, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Dindane má spila með Portsmouth

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports hefur Portsmouth fengið grænt ljós á að nota Aruna Dindane það sem eftir lifir tímabilsins.

Halldór áfram með Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við Halldór Jóhann Sigfússon sem mun spila með liðinu næstu tvö árin.

Mutu biður stuðningsmenn afsökunar

Adrian Mutu hefur beðið stuðningsmenn Fiorentina, félagið sjálft og leikmenn þess, afsökunar á því að hann hafi verið dæmdur í níu mánaða keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.

Leikið í Evrópudeildinni á fimmtudag

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið það út að báðir leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar munu fara fram á fimmtudaginn eins og áætlað var.

Fimm hafa verið með í öllum 11 úrslitaleikjum Keflavíkur og Snæfells

Keflavík og Snæfell hefja í kvöld sitt fjórða úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en liðið mættust einnig í lokaúrslitunum 2004, 2005 og 2008. Fimm leikmenn hafa verið með í öllum ellefu leikjum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bara fjórir þeirra verða með í Toyota-höllinni í Keflavík þegar fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld.

Sneijder treystir á fótboltaþekkingu Mourinho á móti Barcelona

Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder dreymir um endurkomu á Santiago Bernabéu en þó ekki til að spila fyrir Real Madrid sem hafði ekki not fyrir hann heldur til þess að spila með FC Internazionale Milano í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni sem fer fram á heimavelli Real Madrid. Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast í þessari viku.

Fernando Torres lofað sæti í HM-liði Spánar í sumar

Fernando Torres verður líklega ekkert meira með Liverpool á þessu tímabili eftir að hann fór í aðgerð á hné í gær en spænski landsliðsframherjinn fær þó örugglega sæti í HM-hóp Spánar í sumar.

Guðný með flottustu tilþrifin í kynningarmyndbandi Kristianstad

Kristianstad hefur byrjað vel í sænsku kvennadeildinni og ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í fyrstu þremur umferðunum en leikmennirnir hennar Elísabetar Gunnarsdóttir. Þrír íslenskir leikmenn eru fastamann í liðinu en Elísabet er á sínu öðru ári sem þjálfari Kristianstad.

FH, Haukar og Valur komast ekki heim til Íslands

Þrjú íslensk knattspyrnuliði sem hafa verið í æfingaferð í Portúgal, FH, Haukar og Valur, komast ekki heim til Íslands í dag eins og áætlað var. Þetta er vegna áhrifa öskufalls úr eldgosinu í Eyjafjallajöklu á flug í Evrópu. Vefsíðan fótbolti.net segir frá þessu í dag.

Leggja Liverpool-menn af stað í rútu strax eftir West Ham leikinn?

Það eru fleiri lið sem þurfa að leggja í rútuferðir vegna öskufallsins úr eldgosinu úr Eyjafjallajökli heldur en Meistaradeildarliðin Barcelona og Lyon. Leikmanna Liverpool gætu þurft að fara í langlengstu rútuferðina af öllum liðum sem eru eftir í Evrópukeppnum. Þeir þurfa að komast til Madridar á Spáni þar sem liðið spilar við heimamenn í Atletico í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Adrian Mutu dæmdur í níu mánaða keppnisbann

Lyfjadómstóll ítalska Ólympíusambandsins hefur dæmt rúmenska framherjann Adrian Mutu í níu mánaða keppnisbann eftir að hann féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin í leikjum Fiorentina í janúar.

Formúlu 1 ekki frestað vegna eldgoss

Bernie Ecclestone, segir að eldgosið á Íslandi og vandamál varðandi flug síðustu daga muni ekki hafa áhrif á spænska kappaksturinn í Barcelona í maí. Meirihluti starfsmanna Formúlu 1 liða eru strandaglóðpar í Kína vegna frestana á flugum í Evrópu.

Zola: Ég er mjög hrifinn af David Ngog

Liverpool verður án spænska landsliðsframherjans Fernando Torres þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Gianfranco Zola, stjóri West Ham ætlar ekki að vanmeta varmanninn hans, David Ngog, þrátt fyrir að franski framherjinn hafi aðeins skorað 4 mörk í 21 leik á tímabilinu.

Jón Arnór og félagar búnir að vinna fjóra af síðustu fimm

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í spænska körfuboltanum eftir 72-68 útisigur á Suzuki Manresa í gær. CB Granada hefur þar með unnið tvo leiki í röð og fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

Wenger: Mér er alveg sama hvort Chelsea eða United vinnur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að það væri algjörlega sínum eigin mönnum að kenna að liðið ætti ekki lengur möguleika á að vinna enska meistaratitilinn en liðið missti niður tveggja marka forskot á síðustu tíu mínútum og tapaði 2-3 á móti Wigan í gær.

Ráðist á bróðir United-leikmanns eftir Manchester-slaginn

Bróðir Mame Biram Diouf leikmanns Manchester United lenti í vandræðum á heimleið frá Manchester-slagnum á laugardaginn því stuðningsmenn City-liðsins ræðust á hann, slógu hann niður og spörkuðu í hann. Diouf slapp þó nokkuð vel frá árásinni.

Dinart og Karabatic fóru í læknisleik á Íslandi

Leikmenn franska handboltalandsliðsins gerðu meira hér á landi en að spila tvo vináttulandsleiki. Þar á meðal máluðu þeir miðbæ Reykjavíkur rauðan á laugardagskvöld við mikla kátínu íslenskra ungfljóða.

Sjá næstu 50 fréttir