Fleiri fréttir

Ferrari stal senunni á lokaæfingu

Felipe Massa og Kimi Raikkönen náðu besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Barcleona brautiinni á Spání morgun. Munaði aðeins 89/1000 úr sekúndu á köppunum tveimur. Þeir virðast komnir aftur með stæl eftir slakt gengi á árinu.

Alonso öflugur á heimavelli

Fernando Alonso frá Spáni náði þriðja besta aksturstímanum á æfingum á Barcelona brautinni í gær og ekur í tímatökum í dag. Hann var annar á ráslínu í fyrra og heimamenn heimta frambærilega árangur. Alonso er í guðttölu á Spáni eftir tvo meistaratitla á ferlinum.

Framtíð fótboltans er í höndum mannanna með flautuna

Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að það sé kominn tími á að fá fleiri atvinnudómara í knattspyrnuna. Hann segir dómara ráða svo miklu í knattspyrnuleikjum að nauðsynlegt sé að þeir séu dómarar að atvinnu til þess að bæta leikinn.

Ítölsk félög verja ekki þjálfarana sína

Félög í ítalska boltanum eru mörg hver í naflaskoðun þessa dagana enda hafa ensk og spænsk félög stungið þau ítölsku af. Steininn tók þó úr í ár þegar ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi

Þó svo Birgir Leifur Hafþórsson sé að gera frábæra hluti á opna ítalska meistaramótinu í Tórínó þá virðist hann eiga nokkuð í land með að skapa sér nafn í golfheiminum.

Orlando og Boston í beinni á Stöð 2 Sport

Þriðji leikur NBA-meistara Boston Celtics og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending hefst klukkan 23.00.

Sjóðheitur í Tórínó

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson fór á kostum á opna ítalska meistaramótinu í dag en spilað er í Tórínó.

Chelsea á enn eftir að vinna hina risana í vetur

Chelsea mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en þetta er síðasti möguleiki Chelsea-liðsins að vinna deildarleik á móti hinum risunum á þessu tímabili. Chelsea hefur aðeins fengið eitt stig út úr fimm leikjum á móti Arsenal, Liverpool og Manchester United á þessu tímabili.

Roy Keane byrjaður að hreinsa til hjá Ipswich

Roy Keane, nýráðinn stjóri enska b-deildarliðsins Ipswich, hefur þegar tekið til hendinni í að byggja upp nýtt lið. Hann hefur tilkynnt sjö leikmönnum liðsins sem eru að renna út á samningi að þeir fái ekki nýjan samning.

Mourinho getur unnið meistaratitil í þriðja landinu um helgina

Internazionale getur orðið ítalskur meistari á sunnudaginn. Portúgalinn José Mourinho getur þar með unnið meistaratitil í þriðja landinu en hann gerði einnig Porto að portúgölskum meisturum (2003 og 2004) og Chelsea að enskum meisturum (2005 og 2006).

Áherslur dómara í Pepsi-deild karla í sumar

Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar hitti þjálfarana í Pepsi-deild karla í gær og fór yfir áhersluatriðin. Hér fyrir neðan má sjá lista sem lagður var fram á fundinum en hann má finna á heimasíðu Grindvíkinga.

Aston Villa leikmennirnir að brenna út

Martin O'Neill, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, hefur áhyggjur af því að mikið leikjaálag þýðir að leikmenn hans brenni út. Aston Villa hefur spilað meira en 50 leiki á tímabilinu og við bætist síðan að margir leikmenn liðsins eru að spila með enska unglingalandsliðinu.

Fjórir þjálfarar með A-gráðu í Pepsi deild kvenna

Knattspyrnusamband Íslands birtir í dag yfirlit yfir menntun þjálfara í Pepsi-deild kvenna og 1. deild kvenna í upphafi keppnistímabilsins. Fjórir af tíu þjálfurum Pepsi-deildar kvenna hafa A-gráðu.

Dreymir að vera goðsögn eins og Giggs og Scholes

Stephen Ireland hefur leikið vel með Manchester City á þessu tímabili og var einn af þeim sem kom sterklega til greina sem besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í ár. Ireland dreymir um að eiga langan og farsælan feril í herbúðum Manchester City.

Rosberg og Nakajima fljótir á Spáni

Williams ökumennirnir Nico Rosberg og Kazuki Nakajima náðu besta aksturstíma á seinni æfingu keppnisliða í Barcelona í dag, en heimamaðurinn Fernando Alonso á Renault náði þriðja besta tíma. Enn og aftur eru Ferrari og McLaren hvergi nærri toppnum.

Manchester City ætlar að reyna við Raul

Manchester City er á eftir Spánverjanum Raul hjá Real Madrid ef marka má fréttir í spænskum blöðum í dag. Í Marca kemur fram að enska úrvalsdeildarliðið hafi boðið Madridarliðnu 40 milljónir evra fyrir hinn 31 árs gamla framherja.

Ingvar og Jónas dæma á HM í Egyptalandi

Alþjóðadómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa verið valdir til þess að dæma á HM 21 árs liða sem fram fer í Egyptalandi í ágúst.

Niðurstaða í næstu viku

Í næstu viku kemur í ljós hvort að Didier Drogba verður refsað fyrir framkomu sína eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Sverrir í uppskurð

Sverrir Garðarsson verður frá næstu sex vikurnar eftir að hann gekkst undir uppskurð á ökkla í Svíþjóð fyrir skömmu.

Ferrari og McLaren verða að vinna

Ferrari og McLaren liðin verða að taka til hendinni í Formúlu 1 mótinu á Spáni um helgina. Fimmta mót ársins verður ræst af stað á sunnudag og liðin tvö hafa ekki unnið mót, né hafa ökumenn liðsins komist á verðlaunapall.

UEFA skammar Chelsea

David Taylor, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Evrópu, segir framkomu leikmanna Chelsea eftir leikinn gegn Barcelona í fyrrakvöld þeim til skammar.

Milito á leið til Englands?

Umboðsmaður Diego Milito er nú staddur á Englandi þar sem hann á í viðræðum við nokkur félög úr ensku úrvalsdeildinni.

Button byrjar vel á Spáni

Bretinn Jenson Button á Brawn bíl byrjaði fyrstu æfingu Formúlu 1 liða vel. Hann náði besta tíma og var 0.355 sekúndum á undan Jarno Trulli á Toyota.

Sjötti sigur Cleveland í röð

Cleveland vann sinn sjötta sigur í röð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt er liðið vann Atlanta, 105-85, á heimavelli sínum.

Tiger fer ágætlega af stað

Players-meistaramótið í golfi hófst á Sawgrass-vellinum í dag. Líkt og áður eru öll augu á Tiger Woods. Honum gekk ágætlega fyrsta daginn og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari.

Karl tekur við Tindastóli

Karl Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í stað Kristins Friðrikssonar sem þjálfað hefur liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram á fréttavefnum feykir.is.

Gordon lýkur keppni

Markvörður Sunderland, Craig Gordon, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð sökum hnémeiðsla. Hann mun þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Adriano samdi við Flamengo

Brasilíski vandræðagemsinn Adriano er búinn að finna sér nýtt félag en hann samdi við sitt gamla félag, Flamengo, í dag. Inter hafði áður rift samningi við framherjann.

Ragnar enn á skotskónum

Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson heldur áfram að fara á kostum í sænska boltanum. Ávallt traustur í vörninni og hann er þess utan farinn að skora grimmt fyrir félag sitt IFK Göteborg.

Sigur í fyrsta leik hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik fyrir Benetton Treviso í kvöld. Þá mætti liðið Bancateras Teramo sem er í þriðja sæti deildarinnar en Benetton er í því sjötta.

Drobga biðst afsökunar á hegðun sinni

Chelsea-maðurinn Didier Drogba hefur sent frá sér formlega afsökunarbeiðni vegna hegðun sinnar eftir seinni undanúrslitaleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Samsæriskenningarnar eru kjaftæði

"Þetta er kjaftæði og þú mátt hafa það eftir mér," sagði framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu í samtali við breska blaðið Guardian þegar hann var spurður út í samsæriskenningar sem vaknað hafa eftir leik Chelsea og Barcelona í gær.

Sjá næstu 50 fréttir