Fleiri fréttir

Evrovisjón stjarna spyrnir í Mónakó

Jóhanna Guðrún, söngstjarna okkar Íslendinga spyrnir um götur Mónakó í kvöld, en keppt er í Formúlu 1 í furstadæminu í um helgina. Jóhann tekur slaginn í kapp við klukkuna í ökuhermi á Stöð 2 Sport í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld.

Barrichello fyrstur, Ferrari og McLaren eflast

Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni.

Orlando lagði Cleveland á útivelli

Orlando Magic vann óvæntan útisigur, 107-106, á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þetta var fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni.

Milito og Motta til Inter

Enrico Preziosi, forseti ítalska úrvalsdeildarfélagsins Genoa, hefur staðfest að þeir Diego Milito og Thiago Motta eru á leið til Ítalíumeistara Inter.

Ökumenn uggandi um framtíð Formúlu 1

Dómurinn í máli Ferrari gegn FIA í dag hefur valdið því að margir ökumenn eru uggandi um hag sinn hvað næsta ár varðar. Fjölmörg lið hafa hótað því að hætta, en samtök keppnisliða kemur saman í Mónakó þar sem keppt er um helgina.

Shakhtar Donetsk Evrópumeistari félagsliða

Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk varð í kvöld Evrópumeistari félagsliða eftir sigur á Werder Bremen frá Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarkeppninnar, 2-1.

Þriðji sigurinn á Sviss

Ísland vann í kvöld sigur á Sviss í þrijða og síðasta æfingalandsleik liðanna, 32-26. Þar með vann Ísland alla þrjá leikina gegn Sviss í vikunni.

Sigur hjá Lemgo

Lemgo vann í kvöld fjögurra marka sigur á Balingen, 33-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Guðmundur hættir við framboð til IHF

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IFH, til baka.

Jankovic: Það ber að refsa dómurum líka

Milan Stefán Jankovic segir í samtali við Vísi að hann sé allt ánægður með þá meðferð sem dómarar fá hér á landi en hann hætti í dag sem aðalþjálfari Grindavíkur sem leikur í Pepsi-deild karla.

Luka Kostic tekur við Grindavík

Milan Stefán Jankovic er hættur sem aðalþjálfari Grindavíkur og Lúka Kostic tekinn við starfinu. Milan Stefán verður aðstoðarmaður hans.

Mickelson dregur sig úr keppni

Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á golfmótum á næstunni eftir að konan hans greindist með brjóstakrabba.

O´Shea verður í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að írski varnarmaðurinn John O´Shea verði í byrjunarliði United þegar það mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar í næstu viku.

Eduardo fór aftur í ökklauppskurð

Framherjinn Eduardo hjá Arsenal hefur gengist undir annan uppskurð á ökklanum sem fór úr lið eftir tæklinguna frægu frá Martin Taylor í febrúar í fyrra.

Effenberg: Beckham var grófari en Keane

Þjóðverjinn Stefan Effenberg sem áður lék m.a. með Bayern Munchen, segir að David Beckham sé ekki eins saklaus og hann lítur út fyrir að vera.

King fór aftur á djammið - nú á bílnum

Ledley King, fyrirliði Tottenham, virðist ekki ætla að láta lítið fyrir sér fara þó hann hafi verið handtekin fyrir líkamsárás fyrir aðeins tíu dögum.

Aron áfram hjá Haukum

Aron Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Hauka um að þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu næstu tvö árin.

Wenger: United mun leggja áherslu á að verjast

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist eiga von á að sjá Manchester United beita svipaðri leikaðferð gegn Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar og liðið beitti í 0-0 jafnteflinu við Arsenal á Emirates á dögunum.

Cole getur komist í sögubækurnar

Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Chelsea gæti náð einstökum áfanga þann 30. maí þegar hann leikur til úrslita um enska bikarinn gegn Everton.

Ferdinand verður að ná leiknum við Hull

Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segir að Rio Ferdinand komi tæplega til greina í byrjunarliðið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í næstu viku ef hann nær sér ekki heilum fyrir deildarleikinn gegn Hull um helgina.

Petrov framlengir við Aston Villa

Búlgarski miðjumaðurinn Stiliyan Petrov hjá Aston Villa hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2013 aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið kjörinn leikmaður ársins hjá Villa.

Ferrari tapaði máli gegn FIA

FIA er í fullum rétti að setja 40 miljón sterlingspunda útgjaldaþak á Formúlu 1 lið á næsta ári að mati dómstóls í París. Niðurstaða í kæru Ferrari gegn FIA var birt í dag.

Wenger ætlar ekki að fara frá Arsenal

Arsene Wenger hefur vísað á bug fréttum þess efnis að hann muni taka við Real Madrid ef Florentino Perez nær kjöri í forsetakosningunum í sumar.

Messi skilur ekkert í Manchester United

Argentínumaðurinn Lionel Messi segir það mikil mistök hjá Manchester United að láta landa sinn Carlos Tevez fara frá liðinu en allt bendir til þess að Tevez spili ekki á Old Trafford á næsta tímabili.

Rómverjar vara stuðningsmenn Manchester United við

Það er óttast að um tíu þúsund miðalausir stuðningsmenn Manchester United munu ferðast til Rómar vegna úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku og eru heimamenn farnir að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir ólæti og slagsmál í borginni.

Los Angeles Clippers fær fyrsta valrétt

Los Angeles Clippers datt í lukkupottinn þegar var dregið um í hvaða röð NBA-liðin velja í nýliðavali deildarinnar í sumar. Það er talið líklegast að liðið velji framherjann Blake Griffin sem var valinn besti leikmaður háskólaboltans í vetur.

Það hefur ekkert gengið hjá Djurgården án Guðbjargar

Sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården byrjaði tímabilið frábærlega en hefur síðan fallið niður töfluna og situr nú í 8. sætið. Liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð síðan að íslenski landsliðsmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, meiddist.

Mijatovic er hættur hjá Real Madrid

Predrag Mijatovic, Íþróttastjóri Real Madrid, hefur náð samkomulagi við félagið um að hætta störfum einu ári fyrr en samningur hans hljóðar upp á. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag.

Maradona: Það eiga allir möguleika á að spila hjá mér

Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins, stýrir liðinu í fyrsta sinn í nótt eftir að liðið tapaði 1-6 á móti Bólívíu í undankeppni HM. Argentína mætir þá Panama í vináttlandsleik í Santa Fe.

Platini hrósar leikstíl Barcelona-liðsins

Michel Platini, forseti UEFA, hefur komið fram og hrósað Barcelona-liðinu fyrir leikstíl sinn en liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir eina viku.

Zlatan bað um skiptingu en fékk ekki - myndband

Áhugaverð uppákoma var í leik Ítalíumeistara Inter og Siena um helgina er sænska ofurstjarnan Zlatan Ibrahimovic bað Jose Mourinho, stjóra Inter, um skiptingu snemma í síðari hálfleik en fékk ekki.

Sjá næstu 50 fréttir