Fleiri fréttir

Guðjón: Þeirra er skömmin (myndband)

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var ómyrkur í máli gagnvart Ólafi Ragnarssyni dómara og forystumönnum KSÍ í viðtali við Stöð 2 Sport í gær.

Meistararnir bitu frá sér

San Antonio vann í nótt þýðingarmikinn 103-84 sigur á LA Lakers í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Mestu munaði um að meistararnir fengu gott framlag frá þremur helstu stjörnum sínum í leiknum.

Enn tapar KR í Kaplakrika

KR-ingar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum við FH í Kaplakrika undanfarin ár og á því varð engin breyting í kvöld. FH vann 2-0 sigur og skellti sér í annað sæti deildarinnar, en KR er í níunda sætinu með aðeins þrjú stig eftir fjórar umferðir.

Keflvíkingar á toppnum

Keflvíkingar sitja einir á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar fjórum af fimm leikjum kvöldsins er lokið. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 3-1 á heimavelli sínum á meðan nýliðar Fjölnis töpuðu sínum fyrsta leik.

Jón Arnór og félagar í góðum málum

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Lottomatica Roma hafa náð 2-0 forystu gegn Air Avellino í undanúrslitum úrslitakeppni ítölsku A-deildarinnar. Roma vann annan leikinn 85-78 á útivelli í kvöld og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leiknum á þriðjudagskvöldið.

Þetta er vonandi það sem koma skal

,,Ég stefndi á að koma inná í hálfleik, skila mínu og það tókst þannig að ég er mjög sáttur," sagði Jóhann Þórhallsson sem var hetja Fylkismanna í kvöld þegar þeir lögðu HK 2-1 í Árbænum.

Góðs viti að vinna þó við spilum illa

Hjálmar Þórarinsson var að vonum sáttur við 1-0 sigur Framara á Þrótti í kvöld þó heimamenn í Fram hafi á köflum verið yfirspilaðir á Laugardalsvelli.

Mourinho útilokar að taka við Chelsea

Jose Mourinho hefur útilokað að taka aftur við liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalinn staðfesti þetta í samtali við Sky í kvöld, en hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag í breskum miðlum undanfarið líkt og margir af færustu stjórum heims.

Eriksson að taka við landsliði Mexíkó?

Sven-Göran Eriksson er kominn langt á leið með að samþykkja að taka við mexíkóska landsliðinu í knattspyrnu. Sky fréttastofan hefur þetta eftir fjölmiðlum þar í landi í kvöld. Talið er víst að Eriksson muni láta af störfum hjá Manchester City á næstu dögum eða vikum.

Friðrik klár í slaginn á ný

Miðherjinn Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík hefur fengið þær góðu fréttir að hann megi byrja að æfa körfubolta á ný. Friðrik gat ekki leikið með Njarðvíkingum í úrslitakeppninni í vor vegna hjartagalla.

Grant orðaður við Manchester City

Breska blaðið Times greinir frá því í dag að eigandi Manchester City sé að íhuga að bjóða Avram Grant að taka við liði sínu. Grant var rekinn frá Chelsea í gær, en talið er að Sven-Göran Eriksson, sitjandi stjóri City, sé orðinn ansi valtur í sessi.

Queiroz er inni í myndinni

Carlos Queiroz kemur vel til greina sem eftirmaður Sir Alex Ferguson þegar Skotinn lætur af störfum innan næstu þriggja ára. Þetta staðfesti framkvæmdastjóri Manchester United í samtali við BBC í dag.

Fisher og Ginobili glíma við meiðsli

Þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt í nótt. Þar þurfa meistararnir nauðsynlega á sigri að halda á heimavelli sínum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Los Angeles.

Wenger vongóður um að landa Nasri

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir líklegt að félagið nái að landa kaupunum á franska landsliðsmanninum Samir Nasri áður en EM í knattspyrnu hefst í næsta mánuði.

Doncaster í B-deildina

Doncaster Rovers vann sér í dag sæti í ensku B-deildinni með því að leggja Leeds United að velli 1-0 í úrslitaleik í umspili ensku 1. deildarinnar.

Nauðsynlegt að ná að púsla þessu saman í dag

Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í báðum æfingaleikjum íslenska landsliðsins gegn danska liðinu Kolding um helgina. Hún á von á mjög erfiðu verkefni um næstu helgi þegar liðið mætir Rúmenum í umspili um sæti á EM.

Mourinho: Chelsea átti lélega leiktíð

Jose Mourinho lá ekki á skoðunum sínum í gær þegar hann var spurður hvort Chelsea hefði átt góða leiktíð. Hann segir að Chelsea hafi strangt til tekið átt lélega leiktíð.

Hamilton sigraði í Mónakó

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag sigur í viðburðaríkum Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Veðurfar og óhöpp settu svip sinn á keppnina.

Ísland lá aftur fyrir Spánverjum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í hádeginu fyrir Spánverjum í annað sinn á tveimur dögum 37-35 í síðari æfingaleik þjóðanna í Madríd.

Fengu stóran skell þegar þeir vígðu Valsvöll síðast

Valsmenn spila í kvöld fyrsta leikinn á nýja Vodafone-vellinum sínum að Hlíðarenda þegar þeir fá topplið Fjölnis í heimsókn en nýliðarnir úr Grafarvogi hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í efstu deild.

Hversu slæm er tölfræði KR-inga gegn FH?

Ef marka má þróun mála síðustu sumur þá mæta stuðningsmenn KR-inga ekki bjartsýnir í Kaplakrikann í kvöld. FH hefur unnið síðustu sex deildarleiki liðanna með markatölunni 15-1 og KR hefur ekki unnið deildarleik í Hafnarfirði síðan 20. ágúst 1994.

Loksins vann Boston á útivelli

Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar.

Roma bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð

Roma varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð þegar liðið vann sanngjarnan 2-1 sigur á meisturum Inter Milan í úrslitaleik. Þetta var annað árið í röð sem liðin mætast í úrslitaleik.

Úrvalslið ársins á Spáni

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú birt úrvalslið leiktíðarinnar á Spáni sem valið var í könnun á heimasíðu sambandsins. Þar eru aðeins fimm leikmenn úr landsliðshópi Luis Aragones fyrir EM í sumar.

Terry: Vítaspyrnan verður í huga mér alla ævi

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur nú loksins tjáð sig opinberlega um vítaspyrnuna sem hann misnotaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni. Terry gat þá tryggt Chelsea Evrópubikarinn, en rann í skrefinu og skaut í stöng.

Þetta lið mun taka fram úr Liverpool

Sir Alex Ferguson segist ekki í nokkrum vafa um að Manchester United muni taka fram úr Liverpool sem sigursælasta lið ensku knattspyrnunnar á næstunni.

Tekst Boston að vinna á útivelli?

Detroit Pistons og Boston Celtics eigast við þriðja sinni í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA í nótt og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti.

Kvennalandsliðið tapaði fyrir Kolding

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag fyrir danska úrvalsdeildarliðinu Kolding í æfingaleik sem fram fór í Laugardalshöllinni 34-31.

Fyrsti sigurinn hjá Þór/KA

Lokaleikur þriðju umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í dag. Þór/KA vann þá sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið skellti HK/Víkingi 2-0 í Kórnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk norðanliðsins á lokamínútum leiksins.

Avram Grant sagt upp hjá Chelsea

Avram Grant hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir aðeins átta mánuði í starfi. Sky fréttastofan greindi frá þessu nú rétt í þessu.

Rangers vann skoska bikarinn

Glasgow Rangers varð í dag bikarmeistari í 32. sinn í sögu félagsins þegar liðið vann Queen of the South 3-2 í dramatískum úrslitaleik. Þetta var fyrsti bikarsigur Rangers í fimm ár.

Fred á leið til Tottenham?

Umboðsmaður og bróðir brasilíska framherjans Fred hjá Lyon segir að góðar líkur á því að leikmaðurinn gangi í raðir Tottenham í sumar.

Hull í ensku úrvalsdeildina

Hull City tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Bristol City í úrslitaleik umspilsins á Wembley. Það var hinn 39 ára gamli Dean Windass sem skoraði eina mark leiksins.

Popovich framlengir við Spurs

Þjálfarinn Gregg Popovich hefur samþykkt að framlengja samning sinn við meistara San Antonio Spurs út leiktíðina 2011-12. San Antonio Express News greindi frá þessu í gær.

Hleb virðist á förum frá Arsenal

Umboðsmaður Hvít-Rússans Alexander Hleb hjá Arsenal segir að leikmaðurinn hafi fyrir nokkru ákveðið að fara frá félaginu. Hann segir Hleb þegar í viðræðum við annað félag, en honum líki einfaldlega ekki lífið í Lundúnum.

Massa á ráspól í Mónakó

Ferrari gerði góða hluti í tímatökunum fyrir Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 á morgun. Felipe Massa náði besta tímanum og verður á ráspól og félagi hans Kimi Raikkönen náði öðrum besta tímanum.

Tap fyrir Spánverjum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Spánverjum 34-31 í æfingaleik liðanna í Cordoba í dag. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með 7 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 og Snorri Steinn Guðjónsson 5.

Lakers burstaði meistarana

Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt.

KR vann Breiðablik

KR og Valur eru enn með fullt hús stiga í Landsbankadeild kvenna en fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir