Fleiri fréttir

Maradona á Anfield?

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool vill ólmur launa landa sínum og goðsögninni Diego Maradona með því að bjóða honum á leik á Anfield.

Sneijder tryggði Real sigurinn

Real Madrid náði í kvöld níu stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeldarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Murcia 1-0 í döprum leik. Það var Hollendingurinn Wesley Sneijder sem tryggði þeim hvítu sigurinn með laglegu skoti í síðari hálfleik.

Bayern burstaði Dortmund

Tveir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayern Munchen náði 10 stiga forskoti á toppi deildarinnar með 5-0 stórsigri á Dortmund. Þá vann Leverkusen 3-0 sigur á meisturum Stuttgart.

Sigurður: Varnarleikurinn er lykillinn

Sigurður Ingimundarson þakkar fyrst og fremst bættum varnarleik þá staðreynd að hans menn í Keflavík eru búnir að jafna metin gegn ÍR í 2-2 í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Akureyri lagði HK

Einn leikur var á dagskrá í N1 deild karla í handbolta í dag. Akureyri vann þá nauman sigur á HK 26-25 eftir að hafa verið yfir 13-11 í hálfleik. Jónatan Magnússon skoraði 9 menn fyrir norðanmenn en Ólafur Ragnarsson og Ragnar Hjaltested 6 hvor fyrir HK.

Verðum klárir í oddaleikinn

"Já, auðvitað eru þetta eru vonbrigði. Við vorum bara ekki nógu harðir í dag og spiluðum illa, þetta var lélegt hjá okkur," sagði Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR í samtali við Stöð 2 Sport eftir tap ÍR gegn Keflavík í kvöld.

Keflavík burstaði ÍR í Seljaskóla

Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og rassskelltu ÍR-inga 97-79 í Seljaskóla í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld og því er staðan orðin jöfn 2-2 í einvíginu. Framundan er oddaleikur í Keflavík.

Wenger: Andinn í strákunum er frábær

Arsene Wenger viðurkennir að hans menn í Arsenal séu úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tapið gegn Manchester United í dag og hefur sett sér markmið fyrir sumarið.

Ferguson: Þið sjáið ekki betri leik í vetur

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigur sinna manna í Manchester United á Arsenal í dag. Hann sagði að um frábæra skemmtun hefði verið að ræða, en vill ekki lofa því að titillinn sé í höfn.

Draumaúrslitaleikur í Meistaradeildinni

Í dag varð ljóst að það verða Ciudad Real og Kiel sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. Í gær tryggðu Ólafur Stefánsson og félagar sér sæti í úrslitunum með naumum sigri á Hamburg samanlagt.

Stórt skref hjá Manchester United

Manchester United náði í dag sex stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið lagði Arsenal 2-1 á Old Trafford í mögnuðum toppleik. Möguleikar Arsenal á titlinum eru hinsvegar að verða úr sögunni.

Sölvi tryggði Djurgarden sigur

Djurgarden komst í dag á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Halmstad 2-1. Sölvi Geir Ottesen kom inn sem varamaður hjá Djurgarden og skoraði sigurmarkið í leiknum.

Hicks: Parry er hrokafullur og vanhæfur

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hefur nú útskýrt af hverju hann ritaði Rick Parry framkvæmdastjóra félagsins bréf á dögunum og bað hann að segja af sér.

Öruggt hjá Liverpool

Liverpool vann öruggan 3-1 sigur á Blackburn á Anfield í fyrri leik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu. Steven Gerrard skoraði fyrsta mark Liverpool og lagði upp það næsta fyrir Fernando Torres og það var svo Andriy Voronin sem innsiglaði sigur heimamanna skömmu fyrir leikslok. Roque Santa Cruz klóraði í bakkann fyrir Blackburn í uppbótartíma með 19. marki sínu á leiktíðinni.

NBA: Mikil barátta um 8. sætið í Vesturdeildinni

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver og Golden State há mikla baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem þau eru nú hnífjöfn í áttunda og níunda sæti.

Umfjöllun: Fram færðist nær titlinum

Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna.

Immelman í forystu á Masters

Trevor Immelman frá Suður-Afríku hefur 2 högga forystu eftir þriðju umferðina á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu.

Jón Arnór með 11 stig í sigri Roma

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma halda fast í annað sætið í ítölsku úrvalsdeildinni og í gær vann liðið góðan útisigur á Udine 77-74. Jón Arnór skoraði 11 stig fyrir Roma í leiknum.

Pétur tekur við þjálfun Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Pétur Ingvarsson til að taka við þjálfum karlaliðsins og hefur hann undirritað fimm ára samning. Pétur þjálfaði Hamar í Hveragerði um árabil en þekkir vel til í Hafnafirðinum eftir að hafa spilað þar sem leikmaður í mörg ár. Karfan.is greindi frá þessu.

Keflavík leiðir í hálfleik

Keflvíkingar hafa yfir 48-39 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fjórðu viðureign liðsins gegn ÍR í undanúrslitum IE deildarinnar í körfubolta, en leikið er í Seljaskóla. ÍR byrjaði mun betur og náði um 10 stiga forystu snemma leiks, en síðan hafa gestirnir verið mun grimmari.

Markalaust á Old Trafford í hálfleik

Fyrri hálfleiknum í risaslag Manchester United og Arsenal er lokið og ekkert mark hefur litið dagsins ljós enn sem komið er. Þó hefur ekki vantað marktækifærin í leikinn, en Jens Lehmann hefur varið vel í marki Arsenal eftir að hafa endurheimt sæti sitt.

Jafnt á Anfield í hálfleik

Ekkert mark er komið þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn í leiknum sem þó hefur alls ekki verið mikið fyrir augað.

Barcelona gerði jafntefli við Recreativo - Eiður spilaði

Barcelona varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Recreativo á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto´o gerði bæði mörk Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma.

Tímabilið hjá Arsenal klárast á morgun

Arsenal-goðsögnin Ian Wright spáir því að draumur Arsenal um titla í vetur muni fjara út á Old Trafford á morgun þegar það sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni.

Kanu í vandræðum með skattinn

Framherjinn Kanu hjá Portsmouth er í fjármálavandræðum ef marka má frétt í The Sun í dag þar sem segir að þrír af bílum hans hafi verið settir á uppboð vegna skattaskulda.

Wenger: Dómararnir hafa refsað okkur ítrekað

Arsene Wenger segist aldrei hafa séð lið lenda í öðru eins mótlæti og hans menn á undanförnum vikum. Hann segir leikmenn sína fórnarlömb dómgæslu og segir allar lykilákvarðanir dómara hafa gengið gegn liði sínu.

Valsmenn lögðu Aftureldingu

Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu Aftureldingu í Mosfellsbæ 23-18 og Stjarnan mátti gera sér að góðu jafntefli gegn ÍBV í Mýrinni 26-26.

Stefán skoraði í sigri Bröndby

Stefán Gíslason skoraði annað marka Bröndby í dag þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Esjberg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar.

Skjern komst ekki í úrslitakeppnina

Vignir Svavarsson skoraði 7 mörk fyrir lið sitt Skjern í dag þegar liðið lagði Fredericia 30-27 í lokaumferðinni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigurinn nægði þó Skjern ekki því liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni og náði því ekki í úrslitakeppnina.

Markalaust hjá Portsmouth og Newcastle

Portsmouth og Newcastle skildu jöfn 0-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Michael Owen fékk besta færi Newcastle í leiknum en David James í marki Portsmouth sá við honum og var líklega maður leiksins í dag. Hermann Hreiðarsson var á sínum stað í byrjunarliði Portsmouth, sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Grindavík burstaði Snæfell

Grindvíkingar fetuðu í dag í fótspor granna sinna í Keflavík þegar þeir héldu lífi í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar með öruggum sigri á Snæfelli í þriðja leik liðanna sem fram fór í Grindavík.

Meistararnir á toppnum

Meistarar Gautaborgar unnu í dag 4-0 sigur á Norrköping í upphafsleik 4. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Gautaborgar í leiknum. Gunnar Þór Gunnarsson kom inn sem varamaður hjá Norrköping þegar skammt var til leiksloka en Garðar Gunnlaugsson sat allan tímann á bekknum.

Stjarnan lagði HK

Einum leik af þremur í N1 deild kvenna í handbolta í dag er lokið. Stjarnan lagði HK nokkuð örugglega í Digranesi 33-28 eftir að hafa verið yfir 17-12 í hálfleik.

Valur burstaði NSÍ

Valsmenn unnu í dag sannfærandi 5-2 sigur á færeyska liðinu NSÍ í hinum árlega leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Valsmenn höfðu yfir 2-1 í hálfleik og komust í 5-1 í síðari hálfleik áður en gestirnir minnkuðu muninn.

Wenger: Ronaldo er bestur í heimi

Arsene Wenger segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United sé besti leikmaður heims í dag því hann sameini þá tvo lykilþætti sem einkenni leikmenn á heimsklassa.

Shaq gerir gæfumuninn hjá Phoenix

Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, segir að lið Phoenix Suns hafi hagnast verulega á því að næla í miðherjann Shaquille O´Neal í vetur og enginn hafi hagnast meira á því en framherjinn Amare Stoudemire.

Wenger ætlar ekki í verslunarleiðangur í sumar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að fara út að versla í sumar þó lið hans gæti staðið uppi tómhent í sumar eftir fína leiktíð. Tímabilið verður undir hjá mönnum Wenger á morgun þegar þeir sækja Manchester United heim í úrvalsdeildinni.

Mexíkóar vilja Mourinho

Mexíkóska knattspyrnusambandið hefur mikinn metnað fyrir því að ná sér í heimsklassa landsliðsþjálfara ef marka má frétt Sky í dag. Sagt er að sambandið ætli sér að ræða við menn eins og Marcello Lippi, Felipe Luiz Scolari og Jose Mourinho um að taka við liðinu.

Ronaldinho á leið til AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur samþykkt að ganga í raðir AC Milan á næstu leiktíð. Þetta segir bróðir hans og umboðsmaður Roberto de Assis. Ekki er búið að ganga formlega frá samningum, en munnlegt samkomulag mun liggja fyrir.

Mikilvægur leikur fyrir Bolton

Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton eiga fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni og hefst leikurinn nú klukkan 14. Alls eru sex leikir að hefjast í deildinni og hægt er að fylgjast með þeim á rásum Stöðvar 2 Sport.

Lakers vann Kyrrahafsriðilinn

Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Sjá næstu 50 fréttir