Handbolti

Draumaúrslitaleikur í Meistaradeildinni

Nikola Karabatic og Kiel mæta Ólafi Stefánssyni og félögum í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Nikola Karabatic og Kiel mæta Ólafi Stefánssyni og félögum í úrslitum Meistaradeildarinnar. NordcPhotos/GettyImages

Í dag varð ljóst að það verða Ciudad Real og Kiel sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. Í gær tryggðu Ólafur Stefánsson og félagar sér sæti í úrslitunum með naumum sigri á Hamburg samanlagt.

Í dag tapaði svo Kiel með sjö marka mun fyrir spænska liðinu Barcelona 44-37, en Kiel vann heimaleikinn með 10 marka mun og fer því í úrslitin.

Það er því ljóst að það verður sannkallaður draumaúrslitaleikur í Meistaradeildinni í vor þar sem Evrópumeistarar tveggja síðustu ára og líklega tvö bestu handboltalið heimsins leiða saman hesta sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×