Fleiri fréttir

James með 37 stig í sigri á Chicago

LeBron James dró vagninn fyrir Cleveland í kvöldleiknum í NBA þegar lið hans lagði Chicago 95-86. James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en fyrrum Cleveland maðurinn Larry Hughes var atkvæðamestur hjá Chicago með 23 stig.

Gylfi skoraði tvö gegn Kiel

Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Wilhelmshavener í dag þegar liðið steinlá heima fyrir sterku liði Kiel 37-27. Nikola Karabatic var markahæstur hjá Kiel með sjö mörk og situr liðið sem fyrr í toppsætinu. Wilhelmshavener er í þriðja neðsta sætinu með aðeins 12 stig.

Yakubu sá um gömlu félagana

Everton skaust aftur upp fyrir granna sína í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Portsmouth 3-1 á heimavelli. Everton er því aftur komið í fjórða sætið og hefur ekki tapað leik á árinu.

Jú annars, kallið mig Keisarann

Framherjinn Adriano hefur farið þess á leit við fjölmiðlamenn í Brasilíu að byrja aftur að kalla sig Keisarann. Hann baðst undan því að vera kallaður gamla gælunafninu þegar hann kom til Sao Paolo sem lánsmaður fyrr í vetur, en vill nú taka það upp á ný.

Scholes yrði í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum

Sir Alex Ferguson segist ekki láta tilfinningarnar ráða ferðinni þegar kemur að því að velja lið sitt, en hann viðurkennir að það væri freistandi að leyfa Paul Scholes að vera í byrjunarliðinu ef Manchester United næði í úrslit Meistaradeildarinnar í vor.

Fyrsti sigur Fiorentina í Tórínó í 20 ár

Fiorentina vann langþráðan sigur á Juventus í hörkuleik í dag sem endaði 3-2 fyrir gestina. Fiorentina hafði ekki unnið Juventus á útivelli í tvo áratugi og náði að vinna leikinn þrátt fyrir að lenda undir 2-1.

Bosh verður frá keppni í viku

Framherjinn Chris Bosh hjá Toronto Raptors mun líklega missa af þremur næstu leikjum liðsins á keppnisferðalagi þess vegna hnémeiðsla. Meiðslin eru ekki sögð alvarleg en hann missir af leikjum gegn Charlotte, Orlando og Miami ef af þessu verður.

Dagar Avram Grant taldir?

Breska slúðurpressan segir að hallarbylting sé í vændum hjá Chelsea. News of the World segir að ef félagið ráði ekki annan þjálfara í sumar muni menn á borð við Didier Drogba og Frank Lampard fara frá félaginu.

Totti skoraði í 600. leiknum

Francesco Totti lék sinn 600. leik fyrir Roma á Ítalíu í gær í fræknum 4-0 sigri liðsins á Udinese. Totti fékk sérstaka viðurkenningu fyrir leikinn og var dramatískur að venju. "Það sem ég fann í dag eru tilfinningar sem munu fylgja mér alla ævi," sagði Totti sem hefur haldið með og spilað með Roma allan sinn feril og er í guðatölu í rauða hluta Rómarborgar.

Brown sigraði á Johnnie Walker

Nýsjálendingurinn Mark Brown tryggði sér sigur á Johnnie Walker mótinu á Indlandi með glæsilegum endaspretti. Hann fékk fugl á þremur síðustu holunum á lokahringnum og lauk keppni á 18 höggum undir pari.

Keegan nýtur stuðnings

Chris Mort, framkvæmdastjóri Newcastle, segir að Kevin Keegan njóti traust stjórnar félagsins þó hann hafi enn ekki náð að landa sínum fyrsta sigri sem knattspyrnustjóri. Hann á að baki sjö leiki með liðið og hefur aðeins náð þremur jafnteflum.

Davies úr leik hjá Villa

Varnarmaðurinn Curtis Davies hjá Aston Villa getur ekki leikið meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að hann sleit hásin í gær. Hann gengst undir uppskurð í kvöld. Davies er í láni hjá Villa frá WBA og var óvænt kallaður í enska landsliðshópinn í haust.

Seedorf tæpur fyrir leikinn gegn Arsenal

Hollendingurinn Clarence Seedorf mun líklega missa af síðari leik AC Milan og Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Miðjumaðurinn Emerton verður ekki með í leiknum, en landi hans Kaka verður líklega búinn að jafna sig á meiðslum eftir að hann var hvíldur í deildarleik um helgina.

Auðveldur sigur Liverpool á Bolton

Liverpool vann auðveldan 3-1 útisigur á Bolton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigur Liverpool var aldrei í hættu í dag og hafi Bolton sýnt smá baráttuvilja í fyrri hálfleik, var allur vindur úr liðinu í þeim síðari.

Derby stefnir á lélegustu markaskorun allra tíma

Lið Derby County hefur ekki riðið feitum hesti á fyrsta ári sínu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hefur aðeins skorað 0,46 mörk í leik það sem af er. Haldi liðið áfram á sömu braut fram á vorið mun það verða setja met yfir lélegustu markaskorun í sögu ensku knattspyrnunnar.

Chelsea og Fulham sjá oftast rautt

Leikmenn Chelsea og Fulham hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar kemur að því að fá rauð spjöld. Hvort lið hefur fengið að líta sex rauð spjöld á leiktíðinni og þar af hafa leikmenn Chelsea fengið fimm sinnum beint rautt.

Eduardo man lítið eftir brotinu hræðilega

Eduardo hjá Arsenal segist lítið muna eftir því þegar hann fótbrotnaði á ógeðfelldan hátt í leik Arsenal og Birmingham um síðustu helgi. Hann segist vona að afsökunarbeiðni Martin Taylor hafi verið ósvikin.

Fínn leikur hjá Helenu í stórsigri TCU

Helena Sverrisdóttir átti skínandi leik þegar lið hennar TCU í háskólaboltanum burstaði UNLV skólann 87-57 í nótt. Helena skoraði 15 stig og hirti 6 fráköst í leiknum og er liðið í þriðja sæti deildarinnar með 10 sigra og aðeins 3 töp.

NBA: Átta í röð hjá Spurs

Meistarar San Antonio Spurs unnu áttunda leik sinn í röð í nótt þegar liðið vann nauman sigur á Milwaukee Bucks. Þá tapaði Phoenix óvænt á heimavelli fyrir Philadelphia.

Grétar í byrjunarliði Bolton

Grétar Rafn Steinsson er að venju í byrjunarliði Bolton þegar liðið tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan 13:30. Heiðar Helguson er ekki í leikmannahópi Bolton vegna meiðsla.

Hermann: Þetta er risaleikur

Everton tekur á móti Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun og þar berjast tvö lið sem eru í baráttu um Evrópusæti. Hermann Hreiðarsson segir leikinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn.

Barcelona steinlá fyrir Atletico

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona misstigu sig illa í toppbaráttunni á Spáni í kvöld þegar þeir fengu 4-2 skell gegn Atletico í Madrid. Á sama tíma vann Real Madrid 3-2 sigur á Recreativo á útivelli.

Wenger: Við vorum timbraðir

Arsene Wenger hrósaði leikmönnum sínum fyrir góðan baráttuanda í dag þegar þeir náðu aðeins jöfnu heima gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni 1-1. Hann vildi meina að leikurinn gegn Birmingham sæti enn í mönnum sínum.

Ferguson: Gott að geta hvílt lykilmenn

Sir Alex Ferguson var ánægður með sína menn í dag þegar liðið vann fyrirhafnarlítinn sigur á Fulham á útivelli 3-0. Ferguson hvíldi nokkra lykilmenn í leiknum.

Bragðdauft jafntefli í Manchester

Manchester City virðist vera að gefa eftir í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni, en í kvöld gerði liðið markalaust jafntefli við Wigan í Manchester. Leikurinn var lítið fyrir augað en City menn virtust sakna þeirra Martin Petrov og Micah Richards sem léku ekki með liðinu í kvöld.

Valsmenn bikarmeistarar

Valsmenn urðu í dag bikarmeistarar í handbolta eftir 30-26 sigur á Fram í skemmtilegum úrslitaleik í Laugardalshöll. Valsmenn höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu í leiknum, en Framarar gáfust þó aldrei upp og héldu spennu í leiknum.

Enski í dag: Bendtner bjargaði stigi fyrir Arsenal

Danski framherjinn Nicklas Bendtner var hetja Arsenal í dag þegar hann tryggði liðinu stig gegn Aston Villa á heimavelli með þvi að jafna metin í 1-1 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Logi í stuði

Logi Geirsson var heldur betur í stuði þegar lið hans Lemgo bar sigurorð af Minden á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 33-28. Logi skoraði 11 mörk þar af 2 úr vítum. Einar Örn Jónsson var besti maður Minden með 8 mörk.

Chelsea á siglingu á Upton Park

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sjö sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er yfir 3-0 á útivelli gegn West Ham, Arsenal er undir 1-0 gegn Aston Villa á heimavelli og Manchester United hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Fulham.

Stjörnustúlkur bikarmeistarar

Stjarnan varð í dag bikarmeistari í handbolta þegar liðið lagði ungt lið Fylkis í úrslitaleik í Laugardalshöllinni 25-20. Stjarnan hafði yfir í hálfleik 12-9, en Fylkir kom til baka og náði að komast tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiksins. Stjörnustúlkur komu hinsvegar til baka og tryggðu sér öruggan sigur í lokin.

Adriano kominn á hálan ís

Forráðamenn brasilíska liðsins Sao Paolo eru komnir á fremsta hlunn með að reka framherjann Adriano frá félaginu vegna agabrota.

Keegan með lélegustu byrjunina

Kevin Keegan er með lélegustu byrjun þeirra átta stjóra sem tekið hafa til starfa í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, en Juande Ramos hjá Tottenham með þá bestu.

Wenger: Arsenal er skotmark

Arsene Wenger segir að hans menn séu teknir óþægilega fyrir bæði af andstæðingum og dómurum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir sitt lið brjóta minnst af sér en fái hinsvegar fleiri áminningar en önnur lið. Þá segir hann brotið meira á sínu liði en nokkru öðru í úrvalsdeildinni.

Sheringham ætlar að hætta í sumar

Gamla kempan Teddy Sheringham hefur tilkynnt að hann ætli að hætta að leika knattspyrnu þegar tímabilinu lýkur í sumar eftir 26 ára knattspyrnuferil. Hann leikur með Colchelster í Championship deildinni ensku og verður 42 ára gamall í næsta mánuði.

Enn vinnur Houston

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Houston vann 14. leikinn í röð þegar það lagði Memphis og er nú aðeins einum sigri frá félagsmetinu. Þá var 10 leikja sigurganga LA Lakers stöðvuð í Portland.

Valsmenn með 7 marka forystu í hálfleik

Valsmenn eru í góðum málum eftir fyrri hálfleik bikarúrslitaleiksins gegn Fram þar sem þeir hafa yfir 16-9. Valsmenn komust í 3-0 í leiknum og hafa verið með öruggt forskot allan hálfleikinn. Sigurður Eggertsson meiddist um miðbik hálfleiksins og getur væntanlega ekki spilað meira í dag.

Stjörnustúlkur yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta og þar hafa Stjörnustúlkur yfir gegn Fylki 12-9. Lið Stjörnunnar hefur verið með undirtökin nánast allan hálfleikinn ef undan er skilið fyrsta mark leiksins Fylkir skoraði.

Sjá næstu 50 fréttir