Fleiri fréttir

Brynjar bjargaði KR -Keflavík tapaði fyrir botnliðinu

Brynjar Björnsson forðaði Íslandsmeisturum KR frá kinnroða í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins í naumum 106-105 sigri á Stjörnunni í Iceland Express deild karla. Keflvíkingar voru ekki jafn heppnir og þurftu að sætta sig við tap gegn botnliði Hamars í Hveragerði 94-88.

50 tekjuhæstu knattspyrnumenn Evrópu

Samkvæmt úttekt portúgölsku vefsíðunnar futebolfinance.com er Brasilíumaðurinn Kaka tekjuhæsti knattspyrnumaður Evrópu með níu milljónir evra í árstekjur.

Terry kom Mikel til varnar

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að orsökin að rifrildi John Terry og Henk ten Cate, einum þjálfara Chelsea, á æfingu á laugardaginn hafi verið John Obi Mikel.

Theodór sá efnilegasti síðan Eiður Smári kom fram

Stefán Gíslason, fyrirliði danska úrvalsdeildarliðsins Bröndby og fyrrum leikmaður Lyn, segir að Theodór Elmar Bjarnason sé efnilegasti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér síðan að Eiður Smári Guðjohnsen kom fram á sjónarsviðið.

Cousin ekki til Fulham

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur komið í veg fyrir félagaskipti Daniel Cousin frá Rangers til Fulham.

Eiður Smári í hóp Börsunga á ný

Eiður Smári Guðjohnsen endurheimti sæti sitt í leikmannahópi Barcelona ásamt Ronaldinho fyrir leikinn gegn Atletico Madrid á morgun.

Mascherano semur við Liverpool

Argentínumaðurinn Javier Mascherano skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Liverpool. Hann hefur verið í láni hjá Liverpool í eitt ár eftir að hafa verið hjá West Ham.

Leikmenn Liverpool að ná heilsu

Svo gæti farið að danski varnarmaðurinn Daniel Agger yrði í hóp Liverpool á sunnudaginn þegar liðið sækir Bolton heim í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Miðvörðurinn sterki hefur verið frá í fimm mánuði vegna ristarbrots.

Jón Arnar ánægður með sína menn

ÍR-ingar hafa heldur betur látið til sín taka í Iceland Express deildinni undanfarið og fylgdu eftir góðum sigri á Íslandsmeisturunum með því að leggja Grindvíkinga á útivelli í gærkvöldi.

Reiknað með Bendtner í byrjunarliðið

Danski framherjinn Nicklas Bendtner mun líklega taka stöðu Eduardo da Silva í byrjunarliði Arsenal á morgun þegar liðið fær Aston Villa í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Ótrúlegt að vængmaður skori svona mikið

Sir Alex Ferguson hrósaði Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í tilefni af leik Manchester United og Fulham á morgun. Í þessum sama leik í fyrra skoraði hann sigurmark United á síðustu mínútunum og fór langt með að tryggja liðinu titilinn.

France Football slúðrar um Mourinho

Knattspyrnufélagið Lyon í Frakklandi setti sig í samband við Jose Mourinho þegar hann hætti störfum hjá Chelsea og bauð honum að taka við þjálfarastöðunni.

Ég fer ekki frá Chelsea

Fyrirliðinn John Terry segist alls ekki vilja fara á Chelsea heldur einbeita sér að því að bæta fleiri titlum í safnið í framtíðinni. Hann reifst heiftarlega við þjálfara sinn fyrir síðustu helgi, en vill nú aðeins horfa fram á við.

Montgomerie úr leik á Indlandi

Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie mátti bíta í það súra epli að komast ekki í gegn um niðurskurðinn á Johnnie Walker mótinu sem fram fer á Indlandi. Sömu sögu er að segja af Ian Poulter sem náði ekki niðurskurði þrátt fyrir að hafa bætt sig á öðrum hringnum.

Bynum spilar tæplega í mars

Stuðningsmenn LA Lakers bíða nú spenntir eftir tíðindum af endurhæfingu miðherjans unga Andrew Bynum sem meiddist á hné þann 13. janúar. Hann hefur misst af síðustu 22 leikjum liðsins.

Wheater framlengir við Boro

Varnarmaðurinn ungi David Wheater hefur framlengt samning sinn við Middlesbrough til ársins 2012. Wheater hefur slegið í gegn hjá Boro í vetur eftir að hafa náð að vinna sér sæti í byrjunarliði Gareth Southgate. Hann er 21 árs gamall og á að baki leiki fyrir ungmennalið Englendinga.

Jonathan Griffin látinn fara frá Grindavík

Grindvíkingar hafa ákveðið að láta Bandaríkjamanninn Jonathan Griffin fara frá liðinu og hafa í hans stað samið við landa hans Jamaal Williams sem er kraftframherji. Þessi ráðstöfun Grindvíkinga kemur nokkuð á óvart því Griffin var búinn að leika vel í vetur.

Ólætin í Madríd til rannsóknar hjá Uefa

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú til meðferðar ólætin sem urðu eftir leik Atletico Madrid og Bolton þann 21. febrúar sl. 17 af stuðningsmönnum enska liðsins voru handteknir en enskir vilja meina að þeir hafi ekkert gert af sér.

Coppell: Við erum í skítnum

Steve Coppell, stjóri Reading, fer ekki leynt með andúð sína á þeirri staðreynd að lið hans er búið að tapa átta leikjum í röð í úrvalsdeildinni og er í fallhættu. Hann boðar róttækar breytingar ef leikmenn taka sig ekki saman í andlitinu.

Joorabchian hefur ekki sagt sitt síðasta

Breska blaðið Daily Express segir að íranski athafnamaðurinn Kia Joorabchian sé að undirbúa málshöfðun gegn West Ham í gamla Carlos Tevez málinu. Hann fullyrðir að West Ham hafi brotið reglur með því að tefla leikmanninum fram eftir að félagið var sektað og segir málið ekki lengur snúast um peninga - það sé orðið persónulegt.

Gilardino til Juventus í sumar?

Nú er talið líklegt að ítalski landsliðsframherjinn Alberto Gilardino muni ganga í raðir Juventus frá Milan í sumar. Hann hefur ekki náð að standa undir væntingum hjá Milan eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Parma árið 2005, en er sjálfur harður stuðningsmaður Juventus. Viðræður munu standa yfir milli félaganna að sögn Tuttosport á Ítalíu og vilja forráðamenn Milan endilega leyfa honum að fara.

Cassell laus frá Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur verið leystur undan samningi sínum við lið LA Clippers í NBA deildinni og reiknað er með því að hann gangi í raðir Boston Celtics fljótlega. Þá er fastlega reiknað því því að Brent Barry muni ganga aftur í raðir San Antonio Spurs eftir að hafa verið skipt til Seattle og látinn fara þaðan.

Charles Barkley framlengir við TNT

Skemmtikrafturinn og fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley hefur samþykkt að framlengja samning sinn við sjónvarpsstöðina TNT. Þar hefur hann farið á kostum undanfarin ár en TNT undirritaði nýverið samning við NBA TV rásina um samstarf á næstu árum.

Jón Arnór meiddist í gær

Jón Arnór Stefánsson meiddist lítillega í tapi Lottomatica Roma fyrir Barcelona í spænsku deildinni í gærkvöldi. Jón spilaði aðeins 15 mínútur en teygði á magavöðva. Meiðslin eru væntanlega ekki alvarleg. Karfan.is greindi frá þessu í dag.

Hicks: Gillett selur ekki án míns leyfis

Tom Hicks segir að hann muni ekki leyfa félaga sínum George Gillett að selja hlut sinn í Liverpool nema með sínu leyfi, en talið er að Gillett vilji losna út úr félaginu.

Hver er þessi Kevin Keegan?

Endurkoma Kevin Keegan setti allt á annan endan í Newcastle þegar hann var tilkynntur sem eftirmaður Sam Allardyce í janúar. Einn var sá maður sem skildi ekkert í fjaðrafokinu. Það var framherjinn Obafemi Martins.

Leikmenn Espanyol vekja áhuga Tottenham

Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á tveimur af leikmönnum spænska liðsins Espanyol í sumar. Þetta eru kamerúnski markvörðurinn Carlos Kameni og spænski miðvörðurinn Daniel Jarque.

Newcastle að fá varnarmann?

Sky segir frá því í morgun að Newcastle sé við það að landa senegalska varnarmanninum Lamine Diatta í sínar raðir, en hann er með lausa samninga frá Besiktas.

Redknapp hefur áhyggjur af framtíðinni

Harry Redknapp segist hafa miklar áhyggjur af komandi kynslóðum knattspyrnumanna á Englandi og segir efniviðinn í landinu einn þann lélegasta sem komið hefur fram.

Ferguson: Ekki afskrifa Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að menn megi ekki afskrifa Chelsea í baráttunni um enska meistaratitilinn - sem standi milli þriggja liða um þessar mundir.

Sjálfstraustið er ekki mikið

Michael Owen segir að sjálfstraust leikmanna í herbúðum Newcastle sé ekki sérlega gott um þessar mundir eftir að slæmt gengi liðsins hefur dregið það nær fallbaráttunni.

Tíu sigrar í röð hjá Lakers

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann tíunda leik sinn í röð, San Antonio skellti Dallas í Texaseinvíginu og Devin Harris átti frábæra frumraun með New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee.

ÍR Reykjavíkurmeistari

ÍR varð í dag Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið vann sigur á Fram í úrslitaleik, 1-0.

Stórsigur Vals á Akureyri

Valur mjakaðist nær toppnum í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld með stórsigri á botnliði Akureyrar, 38-22.

Óvænt tap Skallagríms á heimavelli

Skallagrímur féll í sjötta sæti Iceland Express deildar karla í kvöld er liðið tapaði mjög óvænt fyrir Þór frá Akureyri á heimavelli.

Kaka framlengir hjá AC Milan til 2013

Brasilíumaðurinn Kaka hefur ákveðið að framlengja samning sinn við AC Milan til ársins 2013. Þetta var staðfest á heimasíðu AC Milan í dag.

Tímabilið búið hjá Ragnari

Ragnar Óskarsson sleit um helgina krossbönd í hné og verður hann af þeim sökum frá út tímabilið. Líklegt er að hann þurfi að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Sjá næstu 50 fréttir