Fleiri fréttir Maradona biðst afsökunar á „hendi guðs“ - nokkurn veginn Haft er eftir Diego Maradona í viðtali The Sun að hann sjái eftir markinu sem hann skoraði með „hendi guðs“ í leik Argentínu og Englands á HM 1986. 31.1.2008 23:37 Alves til Middlesbrough Samkvæmt frétt á heimasíðu hollenska úrvalsdeildarliðsins SC Heerenveen hefur Brasilíumaðurinn Afonso Alves samið við Middlesbrough til loka tímabilsins 2012. 31.1.2008 23:22 Henry tryggði Börsungum sigur Barcelona komst í kvöld í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar með því að leggja Villarreal að velli, 1-0. 31.1.2008 23:13 Tottenham: Gardner út - Gilberto inn Nú í kvöld var staðfest að Anthony Gardner var lánaður til Everton frá Tottenham sem festi kaup á Brasilíumanninum Gilberto, leikmanni Herthu Berlín. 31.1.2008 22:18 Þrettándi sigur Fram Fram og Stjarnan unnu sigra í N1-deild kvenna í kvöld. Fram er enn á toppnum og enn taplaust. 31.1.2008 22:06 Stalteri lánaður til Fulham Paul Stalteri var í kvöld lánaður til Fulham en hann er á mála hjá Tottenham. Samningurinn gildir út leiktíðina. 31.1.2008 21:51 Mancini yngri til Manchester City Filippo Mancini hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Inter til Manchester City til loka leiktíðarinnar. Hann er sonur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Inter. 31.1.2008 21:44 Erik Hagen til Wigan Wigan gekk í dag frá lánssamningi við Zenit St. Pétursborg þess efnis að norski varnarmaðurinn Erik Hagen myndi leika með liðinu út leiktíðina. 31.1.2008 21:20 Jón Arnór spilaði með Roma á ný Jón Arnór Stefánsson spilaði með Lottomatica Roma á nýjan leik í kvöld eftir að hafa verið frá síðustu vikur vegna meiðsla. 31.1.2008 20:51 Rasiak lánaður til Bolton Bolton og Southampton gengu í dag frá lánssamningi Grzegorz Rasiak sem mun leika með fyrrnefnda liðinu til loka tímabilsins. 31.1.2008 20:37 Rozehnal lánaður til Lazio Tékkneski landsliðsmaðurinn David Rozehnal var í dag lánaður til ítalska úrvalsdeildarliðsins Lazio. 31.1.2008 20:14 Andy Reid til Sunderland Roy Keane hefur keypt miðvallarleikmanninn Andy Reid frá Charlton fyrir fjórar milljónir punda. 31.1.2008 19:53 Angóla og Túnis áfram Angóla og Túnis urðu í dag síðustu liðin til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum Afríkueppninnar en liðin gerðu markalaust jafntefli. 31.1.2008 19:41 Hvað varð um Michael Ricketts? Um aldamótin var talið að Michael Ricketts væri hinn næsti Alan Shearer. En þótt hann sé ekki orðinn þrítugur er hann löngu fallinn í gleymsku. 31.1.2008 18:24 Bywater farinn frá Derby Stephen Bywater var í dag lánaður til enska B-deildarliðsins Ipswich frá úrvalsdeildarfélaginu Derby. 31.1.2008 18:04 Alan Stubbs til Derby Paul Jewell hefur enn bætt í leikmannahópinn sinn hjá Derby, í þetta skiptið með varnarmanninum Alan Stubbs frá Everton. 31.1.2008 17:52 Hodgson nær í tvo Finna Fulham hefur samið við þá Jari Litmanen og Toni Kallio en báðir léku þeir undir stjórn Roy Hogdson í finnska landsliðinu. 31.1.2008 17:46 Defoe á leið til Portsmouth Tottenham hefur samþykkt kauptilboð Portsmouth í sóknarmanninn Jermain Defoe. 31.1.2008 17:29 Landsliðshópur Fabio Capello Fabio Capello hefur valið landsliðshóp Englendinga sem mætir Svisslendingum í vináttuleik á Wembley í næstu viku. Þetta er fyrsti hópur Capello síðan hann tók við og nokkur áhugaverð nöfn er að finna í honum. 31.1.2008 16:05 Aaron Lennon í U-21 árs liði Englendinga Vængmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham var í dag valinn í landsliðshóp Stuart Pearce hjá 21 árs landsliði Englands. Þetta kemur nokkuð á óvart og þýðir að Lennon verður ekki í hóp Fabio Capello hjá A-landsliðinu sem tilkynntur verður á eftir. 31.1.2008 15:22 Benjani er í læknisskoðun hjá City Óvæntustu tíðindin á leikmannamarkaðnum á Englandi í dag koma frá Manchester, en þar er framherjinn Benjani frá Portsmouth í læknisskoðun hjá City þessa stundina að sögn Sky. Benjani hefur skoraði 12 mörk á leiktíðinni og koma þessi tíðindi mjög á óvart. Þau þykja benda til þess að Harry Redknapp sé að undirbúa kaup á framherja fyrir lokun janúargluggans á miðnætti í nótt. 31.1.2008 14:51 Renault hyggst keppa til sigurs París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. 31.1.2008 14:46 Carroll kominn til Derby Enska úrvalsdeildarfélagið Derby hefur loksins gengið frá kaupum á markverðinum Roy Carroll frá Rangers í Skotlandi. "Þetta hefur dregist á langinn en Roy er mikill atvinnumaður og kemur til greina í byrjunarliðið strax á laugardaginn," sagði Paul Jewell, stjóri Derby. 31.1.2008 13:40 Ungur Ítali til Newcastle Newcastle hefur gengið frá kaupum á 18 ára gömlum ítölskum framherja. Sá heitir Fabio Zamblera og kemur frá Atalanta. Hann er í U-18 ára landsliði Ítala og er fyrsti leikmaðurinn sem Kevin Keegan kaupir síðan hann tók við Newcastle. 31.1.2008 13:22 Gilberto fer ekki til Tottenham Þýska úrvalsdeildarfélagið Hertha Berlín hefur staðfest að ekkert verði af því að Brasilíumaðurinn Gilberto fari til Tottenham. Félögin höfðu komist að samkomulagi um kaupin en hættu við á síðustu stundu eftir að eitthvað kom upp í tengslum við læknisskoðun hans. 31.1.2008 13:08 Fjölmiðlamenn í Nígeríu eru rasistar Þýski þjálfarinn Berti Vogts hefur mátt þola harða gagnrýni í fjölmiðlum í Nígeríu eftir að landsliðið var nálægt því að falla úr leik í riðlakeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Vogts segir fjölmiðlamenn í landinu vera rasista. 31.1.2008 12:44 Woods byrjaði vel í Dubai Tiger Woods tók upp þráðinn frá því á Buick mótinu um helgina þegar hann lék fyrsta hringinn á Dubai mótinu á 65 höggum í morgun, eða sjö undir pari. Woods sigraði á Buick mótinu með átta högga mun á sunnudaginn. 31.1.2008 12:24 Gaydamak ætlar ekki að selja Sacha Gaydamak, eigandi Portsmouth, hefur vísað fréttum Times í morgun á bug þar sem sagði að hann væri að íhuga að selja úrvalsdeildarfélagið. "Það er ekkert til í þessum fréttum," sagði í yfirlýsingu frá félaginu. 31.1.2008 12:19 Beckham ekki í landsliðshóp Capello David Beckham er ekki í landsliðshóp Fabio Capello fyrir vináttuleikinn gegn Sviss þann 6. febrúar. Hópurinn verður tilkynntur í dag en BBC fullyrðir að Beckham sé ekki í hóp Englendinga. Hann verður því að bíða eitthvað lengur eftir því að spila sinn 100. leik fyrir þjóð sína. 31.1.2008 12:08 Rafa: Við náum Evrópusæti Rafa Benitez segist fullviss um að Liverpool geti náð sæti í Meistaradeildinni í vor þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið deildarleik síðan um jólin. 31.1.2008 12:03 Stoudamire ætlar að semja við San Antonio Leikstjórnandinn Damon Stoudamire ætlar að semja við meistara San Antonio Spurs í þessari viku ef marka má ummæli umboðsmanns hans. Stoudamire hefur fengið sig lausan frá Memphis Grizzlies og er því frjálst að ræða við hvaða lið sem er í NBA deildinni. 31.1.2008 11:12 Wilhelmsson til Spánar Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson er genginn í raðir Deportivo á Spáni á lánssamning út leiktíðina. Hann var í láni hjá Bolton í vetur en náði sér alls ekki á strik á Englandi. Wilhelmsson er samningsbundinn Nantes í Frakklandi. 31.1.2008 11:06 Manucho verður lánaður til Grikklands Angólamaðurinn Manucho sem nýverið skrifaði undir samning hjá Manchester United, mun ganga í raðir Panathinaikos sem lánsmaður út leiktíðina þegar Afríkukeppninni lýkur. Manucho á erfitt með að fá atvinnuleyfi á Englandi fyrst um sinn en hinn efnilegi framherji hefur þegar sett mark sitt á Afríkukeppnina. 31.1.2008 11:01 Dýr ferð Beckham til Brasilíu? Í dag kemur í ljós hvort David Beckham muni ná 100 landsleikja markinu fyrir Englendinga þegar Fabio Capello velur sinn fyrsta hóp síðan hann tók við liðinu. 31.1.2008 10:47 Bolton kaupir Cahill Bolton hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Gary Cahill frá Aston Villa. Kaupverðið var ekki gefið upp en hinn 22 ára gamli leikmaður hefur skrifaði undir þriggja og háls árs samning við Bolton. 31.1.2008 10:30 Gaydamak að selja Portsmouth? Breska blaðið Times greinir frá því í morgun að Alexandre Gaydamak, eigandi Portsmouth, íhugi að selja félagið. Hann keypti það fyrir 18 mánuðum síðan en gæti grætt þokkalega ef hann fengi 60 milljónir punda fyrir það. 31.1.2008 10:24 Stuðningsmenn Liverpool vilja eignast félagið Stuðningsmannasamtök Liverpool eru nú að undirbúa yfirtökutilboð í félagið með það fyrir augum að kaupa það af Bandaríkjamönnunum George Gillett og Tom Hicks. Mikil óánægja er með störf þeirra meðal stuðningsmanna Liverpool. 31.1.2008 10:16 Flottasta aukaspyrna sem ég hef séð Síðara mark Cristiano Ronaldo gegn Portsmouth í gærkvöldi er umfjöllunarefni dagsins í dag í enskum fjölmiðlum. Ronaldo skoraði þá glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og sagði það besta mark sem hann hefði skorað á ferlinum. Alex Ferguson var honum sammála. 31.1.2008 10:00 600 blaðamenn á frumsýningu Renault Renault frumsýnir formlega nýjan keppnisbíl sinn í París í dag, en í gær gafst kostendum og velunnurum liðsins færi á að sjá bílinn með eigin augum. 31.1.2008 09:56 LeBron James valtaði yfir Portland Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. 31.1.2008 09:21 Rangers sló út Hearts Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts sem tapaði í kvöld fyrir Rangers í undanúrslitum skosku deildabikarkeppninnar. 30.1.2008 22:55 Keflavík og Grindavík unnu uppgjör toppliðanna Keflavík og Grindavík unnu mikilvægra sigra í kvöld er toppliðin fjögur áttust við innbyrðis í Iceland Express deild kvenna í kvöld. 30.1.2008 22:15 United aftur á toppinn Manchester United tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Portsmouth. 30.1.2008 21:53 Ótrúlegur sigur West Ham á Liverpool Liverpool þarf að bíða eitthvað enn eftir fyrsta sigri sínum í deildinni á nýju ári en liðið tapaði fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 30.1.2008 21:32 Routledge til Aston Villa Aston Villa hefur gengið frá kaupum á miðvallarleikmanninum Wayne Routledge frá Tottenham fyrir 1,5 milljón punda. 30.1.2008 20:40 Sjá næstu 50 fréttir
Maradona biðst afsökunar á „hendi guðs“ - nokkurn veginn Haft er eftir Diego Maradona í viðtali The Sun að hann sjái eftir markinu sem hann skoraði með „hendi guðs“ í leik Argentínu og Englands á HM 1986. 31.1.2008 23:37
Alves til Middlesbrough Samkvæmt frétt á heimasíðu hollenska úrvalsdeildarliðsins SC Heerenveen hefur Brasilíumaðurinn Afonso Alves samið við Middlesbrough til loka tímabilsins 2012. 31.1.2008 23:22
Henry tryggði Börsungum sigur Barcelona komst í kvöld í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar með því að leggja Villarreal að velli, 1-0. 31.1.2008 23:13
Tottenham: Gardner út - Gilberto inn Nú í kvöld var staðfest að Anthony Gardner var lánaður til Everton frá Tottenham sem festi kaup á Brasilíumanninum Gilberto, leikmanni Herthu Berlín. 31.1.2008 22:18
Þrettándi sigur Fram Fram og Stjarnan unnu sigra í N1-deild kvenna í kvöld. Fram er enn á toppnum og enn taplaust. 31.1.2008 22:06
Stalteri lánaður til Fulham Paul Stalteri var í kvöld lánaður til Fulham en hann er á mála hjá Tottenham. Samningurinn gildir út leiktíðina. 31.1.2008 21:51
Mancini yngri til Manchester City Filippo Mancini hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Inter til Manchester City til loka leiktíðarinnar. Hann er sonur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Inter. 31.1.2008 21:44
Erik Hagen til Wigan Wigan gekk í dag frá lánssamningi við Zenit St. Pétursborg þess efnis að norski varnarmaðurinn Erik Hagen myndi leika með liðinu út leiktíðina. 31.1.2008 21:20
Jón Arnór spilaði með Roma á ný Jón Arnór Stefánsson spilaði með Lottomatica Roma á nýjan leik í kvöld eftir að hafa verið frá síðustu vikur vegna meiðsla. 31.1.2008 20:51
Rasiak lánaður til Bolton Bolton og Southampton gengu í dag frá lánssamningi Grzegorz Rasiak sem mun leika með fyrrnefnda liðinu til loka tímabilsins. 31.1.2008 20:37
Rozehnal lánaður til Lazio Tékkneski landsliðsmaðurinn David Rozehnal var í dag lánaður til ítalska úrvalsdeildarliðsins Lazio. 31.1.2008 20:14
Andy Reid til Sunderland Roy Keane hefur keypt miðvallarleikmanninn Andy Reid frá Charlton fyrir fjórar milljónir punda. 31.1.2008 19:53
Angóla og Túnis áfram Angóla og Túnis urðu í dag síðustu liðin til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum Afríkueppninnar en liðin gerðu markalaust jafntefli. 31.1.2008 19:41
Hvað varð um Michael Ricketts? Um aldamótin var talið að Michael Ricketts væri hinn næsti Alan Shearer. En þótt hann sé ekki orðinn þrítugur er hann löngu fallinn í gleymsku. 31.1.2008 18:24
Bywater farinn frá Derby Stephen Bywater var í dag lánaður til enska B-deildarliðsins Ipswich frá úrvalsdeildarfélaginu Derby. 31.1.2008 18:04
Alan Stubbs til Derby Paul Jewell hefur enn bætt í leikmannahópinn sinn hjá Derby, í þetta skiptið með varnarmanninum Alan Stubbs frá Everton. 31.1.2008 17:52
Hodgson nær í tvo Finna Fulham hefur samið við þá Jari Litmanen og Toni Kallio en báðir léku þeir undir stjórn Roy Hogdson í finnska landsliðinu. 31.1.2008 17:46
Defoe á leið til Portsmouth Tottenham hefur samþykkt kauptilboð Portsmouth í sóknarmanninn Jermain Defoe. 31.1.2008 17:29
Landsliðshópur Fabio Capello Fabio Capello hefur valið landsliðshóp Englendinga sem mætir Svisslendingum í vináttuleik á Wembley í næstu viku. Þetta er fyrsti hópur Capello síðan hann tók við og nokkur áhugaverð nöfn er að finna í honum. 31.1.2008 16:05
Aaron Lennon í U-21 árs liði Englendinga Vængmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham var í dag valinn í landsliðshóp Stuart Pearce hjá 21 árs landsliði Englands. Þetta kemur nokkuð á óvart og þýðir að Lennon verður ekki í hóp Fabio Capello hjá A-landsliðinu sem tilkynntur verður á eftir. 31.1.2008 15:22
Benjani er í læknisskoðun hjá City Óvæntustu tíðindin á leikmannamarkaðnum á Englandi í dag koma frá Manchester, en þar er framherjinn Benjani frá Portsmouth í læknisskoðun hjá City þessa stundina að sögn Sky. Benjani hefur skoraði 12 mörk á leiktíðinni og koma þessi tíðindi mjög á óvart. Þau þykja benda til þess að Harry Redknapp sé að undirbúa kaup á framherja fyrir lokun janúargluggans á miðnætti í nótt. 31.1.2008 14:51
Renault hyggst keppa til sigurs París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. 31.1.2008 14:46
Carroll kominn til Derby Enska úrvalsdeildarfélagið Derby hefur loksins gengið frá kaupum á markverðinum Roy Carroll frá Rangers í Skotlandi. "Þetta hefur dregist á langinn en Roy er mikill atvinnumaður og kemur til greina í byrjunarliðið strax á laugardaginn," sagði Paul Jewell, stjóri Derby. 31.1.2008 13:40
Ungur Ítali til Newcastle Newcastle hefur gengið frá kaupum á 18 ára gömlum ítölskum framherja. Sá heitir Fabio Zamblera og kemur frá Atalanta. Hann er í U-18 ára landsliði Ítala og er fyrsti leikmaðurinn sem Kevin Keegan kaupir síðan hann tók við Newcastle. 31.1.2008 13:22
Gilberto fer ekki til Tottenham Þýska úrvalsdeildarfélagið Hertha Berlín hefur staðfest að ekkert verði af því að Brasilíumaðurinn Gilberto fari til Tottenham. Félögin höfðu komist að samkomulagi um kaupin en hættu við á síðustu stundu eftir að eitthvað kom upp í tengslum við læknisskoðun hans. 31.1.2008 13:08
Fjölmiðlamenn í Nígeríu eru rasistar Þýski þjálfarinn Berti Vogts hefur mátt þola harða gagnrýni í fjölmiðlum í Nígeríu eftir að landsliðið var nálægt því að falla úr leik í riðlakeppni Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Vogts segir fjölmiðlamenn í landinu vera rasista. 31.1.2008 12:44
Woods byrjaði vel í Dubai Tiger Woods tók upp þráðinn frá því á Buick mótinu um helgina þegar hann lék fyrsta hringinn á Dubai mótinu á 65 höggum í morgun, eða sjö undir pari. Woods sigraði á Buick mótinu með átta högga mun á sunnudaginn. 31.1.2008 12:24
Gaydamak ætlar ekki að selja Sacha Gaydamak, eigandi Portsmouth, hefur vísað fréttum Times í morgun á bug þar sem sagði að hann væri að íhuga að selja úrvalsdeildarfélagið. "Það er ekkert til í þessum fréttum," sagði í yfirlýsingu frá félaginu. 31.1.2008 12:19
Beckham ekki í landsliðshóp Capello David Beckham er ekki í landsliðshóp Fabio Capello fyrir vináttuleikinn gegn Sviss þann 6. febrúar. Hópurinn verður tilkynntur í dag en BBC fullyrðir að Beckham sé ekki í hóp Englendinga. Hann verður því að bíða eitthvað lengur eftir því að spila sinn 100. leik fyrir þjóð sína. 31.1.2008 12:08
Rafa: Við náum Evrópusæti Rafa Benitez segist fullviss um að Liverpool geti náð sæti í Meistaradeildinni í vor þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið deildarleik síðan um jólin. 31.1.2008 12:03
Stoudamire ætlar að semja við San Antonio Leikstjórnandinn Damon Stoudamire ætlar að semja við meistara San Antonio Spurs í þessari viku ef marka má ummæli umboðsmanns hans. Stoudamire hefur fengið sig lausan frá Memphis Grizzlies og er því frjálst að ræða við hvaða lið sem er í NBA deildinni. 31.1.2008 11:12
Wilhelmsson til Spánar Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson er genginn í raðir Deportivo á Spáni á lánssamning út leiktíðina. Hann var í láni hjá Bolton í vetur en náði sér alls ekki á strik á Englandi. Wilhelmsson er samningsbundinn Nantes í Frakklandi. 31.1.2008 11:06
Manucho verður lánaður til Grikklands Angólamaðurinn Manucho sem nýverið skrifaði undir samning hjá Manchester United, mun ganga í raðir Panathinaikos sem lánsmaður út leiktíðina þegar Afríkukeppninni lýkur. Manucho á erfitt með að fá atvinnuleyfi á Englandi fyrst um sinn en hinn efnilegi framherji hefur þegar sett mark sitt á Afríkukeppnina. 31.1.2008 11:01
Dýr ferð Beckham til Brasilíu? Í dag kemur í ljós hvort David Beckham muni ná 100 landsleikja markinu fyrir Englendinga þegar Fabio Capello velur sinn fyrsta hóp síðan hann tók við liðinu. 31.1.2008 10:47
Bolton kaupir Cahill Bolton hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Gary Cahill frá Aston Villa. Kaupverðið var ekki gefið upp en hinn 22 ára gamli leikmaður hefur skrifaði undir þriggja og háls árs samning við Bolton. 31.1.2008 10:30
Gaydamak að selja Portsmouth? Breska blaðið Times greinir frá því í morgun að Alexandre Gaydamak, eigandi Portsmouth, íhugi að selja félagið. Hann keypti það fyrir 18 mánuðum síðan en gæti grætt þokkalega ef hann fengi 60 milljónir punda fyrir það. 31.1.2008 10:24
Stuðningsmenn Liverpool vilja eignast félagið Stuðningsmannasamtök Liverpool eru nú að undirbúa yfirtökutilboð í félagið með það fyrir augum að kaupa það af Bandaríkjamönnunum George Gillett og Tom Hicks. Mikil óánægja er með störf þeirra meðal stuðningsmanna Liverpool. 31.1.2008 10:16
Flottasta aukaspyrna sem ég hef séð Síðara mark Cristiano Ronaldo gegn Portsmouth í gærkvöldi er umfjöllunarefni dagsins í dag í enskum fjölmiðlum. Ronaldo skoraði þá glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og sagði það besta mark sem hann hefði skorað á ferlinum. Alex Ferguson var honum sammála. 31.1.2008 10:00
600 blaðamenn á frumsýningu Renault Renault frumsýnir formlega nýjan keppnisbíl sinn í París í dag, en í gær gafst kostendum og velunnurum liðsins færi á að sjá bílinn með eigin augum. 31.1.2008 09:56
LeBron James valtaði yfir Portland Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. 31.1.2008 09:21
Rangers sló út Hearts Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts sem tapaði í kvöld fyrir Rangers í undanúrslitum skosku deildabikarkeppninnar. 30.1.2008 22:55
Keflavík og Grindavík unnu uppgjör toppliðanna Keflavík og Grindavík unnu mikilvægra sigra í kvöld er toppliðin fjögur áttust við innbyrðis í Iceland Express deild kvenna í kvöld. 30.1.2008 22:15
United aftur á toppinn Manchester United tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-0 sigri á Portsmouth. 30.1.2008 21:53
Ótrúlegur sigur West Ham á Liverpool Liverpool þarf að bíða eitthvað enn eftir fyrsta sigri sínum í deildinni á nýju ári en liðið tapaði fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 30.1.2008 21:32
Routledge til Aston Villa Aston Villa hefur gengið frá kaupum á miðvallarleikmanninum Wayne Routledge frá Tottenham fyrir 1,5 milljón punda. 30.1.2008 20:40