Fleiri fréttir

United kaupir framherja

Sir Alex Ferguson segir Manchester United hafa klófest framtíðarstjörnu í dag þegar félagið gekk frá samningi við ungan framherja frá Angóla. Hann heitir Anucho hefur verið á reynslu hjá félaginu síðustu vikur. Það voru útsendarar Carlos Queiros aðstoðarstjóra sem bentu á framherjann.

Bellamy þarf ekki í aðra aðgerð

Framherjinn Craig Bellamy hjá West Ham þarf ekki að vara í aðra kviðslitsaðgerð í röð eins og óttast var heldur hefur hann verið settur í stífa sjúkraþjálfun. Bellamy hefur verið frá keppni í sjö vikur vikur og fór í aðgerð í Þýskalandi í október.

Abramovich að nálgast 100 milljarða markið

Roman Abramovich er sagður hafa borgað upp rúmlega 4,5 milljarða af skuldum félagsins sem fengnar voru að láni í stjórnartíð Ken Bates. Lánið tók Bates á sínum tíma til að kaupa Stamford Bridge, en Abramovich borgaði upp helminginn af láninu þegar hann keypti Chelsea á sínum tíma.

Liverpool: Þessi verður stór

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, segir sína menn gera sér fulla grein fyrir því að þeir eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta Inter Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mourinho í léttum dúr (myndband)

Jose Mourinho ákvað að gefa ekki kost á sér í starf landsliðsþjálfara Englendinga á dögunum og margir hafa eflaust óskað eftir því að Portúgalinn útskýrði ákvörðun sína betur.

Verðandi kona Hleb er ekki spéhrædd

Miðjumaðurinn Alexander Hleb hjá Arsenal ætlar að feta í fótspor félaga síns Ashley Cole með því að giftast poppstjörnu. Sú kallar sig Nastyu og er í stúlknahljómsveitinni Topless frá Hvíta-Rússlandi.

Evans heldur fram sakleysi sínu

Jonathan Evans, leikmaður Manchester United, segist alfarið saklaus af ásökunum um að hafa nauðgað stúlku í jólateiti Manchester United á dögunum.

Hópkynlíf í jólateiti United?

Breska blaðið Sun hefur nú birt nýja safaríka sögu úr dramatísku jólateiti Manchester United á hóteli þar í borg á dögunum. Vitni hefur komið fram og segir þrjá leikmenn United - ásamt þremur mönnum til viðbótar - hafa átt kynferðislegt samneyti við unga stúlku.

Manchester-bullurnar fá fangelsisdóma

Útlit er fyrir að stuðningsmenn Manchester United sem handteknir voru í Róm vegna óláta fyrir leik Roma og United í Meistaradeildinni á dögunum þurfi að dúsa í fangelsi fram yfir jól í það minnsta. Þeir voru allir dæmdir í fangelsi í dag.

Brann mætir Everton

Nú í hádeginu var dregið í 32-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Þar ber hæst að Íslendingalið Brann mætir Everton, en einnig varð ljóst hvaða lið mætast síðan í næstu umferð keppninnar. Drátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi.

Ramos reynir við Grýlu á morgun

Juande Ramos hefur aðeins tapað einum leik síðan hann tók við Tottenham en á morgun reynir hann að gera nokkuð sem forvera hans Martin Jol tókst aldrei að gera í sinni stjórnartíð - að vinna sigur í grannaslagnum við Arsenal.

Arsenal mætir AC Milan

Nú er klárt hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem hefjast í febrúar. Sannkallaðir risaleikir eru á dagskrá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

Butt framlengir við Newcastle

Reynsluboltinn Nicky Butt hefur framlengt samning sinn við Newcastle um eitt ár og verður því hjá félaginu út leiktíðina 2009. Hann er 32 ára gamall og spilaði lengst af hjá Manchester United, en gekk í raðir Newcastle árið 2004 fyrir 2,5 milljónir punda. Hann á að baki 93 leiki með þeim svarthvítu.

Lofar Eriksson æviráðningu

Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, hefur gefið það út að Sven-Göran Eriksson megi starfa sem knattspyrnustjóri félagsins eins lengi og hann vill.

Lawrie Sanchez rekinn frá Fulham

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham var rétt í þessu að tilkynna að knattspyrnustjórinn Lawrie Sanchez væri hættur störfum hjá félaginu. Fulham hefur byrjað leiktíðina illa og er í 18. og þriðja neðstað sæti deildarinnar.

James hafði betur gegn Bryant

Þrír æsispennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Einvígi LeBron James og Kobe Bryant var í sviðsljósinu þegar Cleveland tók á móti LA Lakers.

Meistaradeildardrátturinn í beinni á Vísi

Nú klukkan 11 kemur í ljós hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og verður drátturinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í drættiinum og fara fyrstu leikirnir í 16-liða úrslitum fram dagana 19. og 20. febrúar.

Heiðar klár eftir áramót

Heiðar Helguson mun sennilega verða klár í slaginn á nýjan leik snemma í næsta mánuði að sögn Gary Megson, stjóra Bolton.

Lottomatica Roma vann Real Madrid

Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig fyrir Lottomatica Roma sem vann góðan sigur á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld.

Erikson valdi Joe Hart

Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hefur tilkynnt að Joe Hart verði aðalmarkvörður Manchester City undir hans stjórn. Það gæti orðið til þess að Andreas Isaksson fari frá félaginu í næsta mánuði.

UEFA-bikarinn: Brann komst áfram

Nú er ljóst hvaða 24 lið eru komin áfram í 32-liða úrslit UEFA-bikarkeppninnar í fótbolta en lokaumferðin í riðlakeppninni fór fram í kvöld.

Lampard nálægt 100. markinu

Frank Lampard skoraði sitt 99. mark fyrir Chelsea gegn Liverpool í gær og stefnir nú að því að ná sínu 100. marki fyrir félagið.

Wales mætir líka Hollandi og Noregi

Í dag var það tilkynnt að Ísland og Wales mætast í vináttulandsleik þann 28. maí næstkomandi en Wales mætir einnig fleiri liðum úr riðli Íslands í undankeppni HM 2010.

Redknapp tekur undir með Campbell

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur tekið undir með Sol Campbell, leikmanni liðsins, sem á dögunum sagði að munnsöfnuður áhorfenda knattspyrnuleikja væri fyrir neðan allar hellur.

Gunnar: Gaf merki um hornspyrnu

Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar.

Ísland mætir Wales í maí

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mun leika vináttuleik við Wales miðvikudaginn 28. maí á næsta ári og er þetta sjötti fyrirhugaði æfingaleikur landsliðsins á árinu. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag.

Eiður: Ekkert El Clásico án Ronaldinho

Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum.

Varnarkrísa hjá Tottenham um jólin

Áfrýjun Tottenham á brottvísun Didier Zokora í leiknum við Manchester City í bikarnum í fyrrakvöld hefur verið vísað frá af aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Alfreð tilkynnir tvo landsliðshópa

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið tvo leikmannahópa fyrir lokaundirbúninginn fyrir EM sem fram fer í Noregi í næsta mánuði.

Benitez klár í nýjan samning

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vera til í að framlengja samning sinn við félagið í kjölfar fundar með eigendunum á dögunum.

Jón Arnór og Helena best á árinu

Körfuknattleikssamband Íslands útnefndi í dag þau Jón Arnór Stefánsson og Helenu Sverrisdóttur körfuboltamenn ársins 2007.

Keane er ósammála Campbell

Robbie Keane, fyrirliði Tottenham, er ekki sammála fullyrðingum varnarmannsins Sol Campbell um að munnsöfnuður áhorfenda í ensku úrvalsdeildinni sé genginn fram úr hófi.

Heimtar 2,5 milljarða í skaðabætur

Leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio hefur farið í 2,5 milljarða skaðabótamál við vefsíðuna x17 online eftir að hún hélt því fram að hann hefði haldið framhjá konu sinni Evu Longoriu með franskri fyrirsætu.

Berbatov verður ekki seldur í janúar

Juande Ramos, stjóri Tottenham, hefur nú enn á ný ítrekað að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sé ekki til sölu. Breskir fjölmiðlar hafa orðað hann við stórliðin á Englandi reglulega síðan hann sló í gegn með Tottenham í fyrra.

Undirbúa heiðursleik fyrir Solskjær

Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að Manchester United sé að skoða að spila sérstakan heiðursleik fyrir norska framherjann Ole Gunnar Solskjær næsta sumar.

Vieira: Guttarnir eru betri en við

Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal, segir að unglingaher Arsene Wenger í dag sé að spila betri knattspyrnu í dag en liðið gerði þegar hann var sjálfur hluti af því á sínum tíma.

Ágúst velur fyrsta landsliðshópinn

Ágúst Björgvinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn sem kemur saman til æfinga um helgina.

Benitez ver Peter Crouch

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur komið framherja sínum Peter Crouch til varnar eftir að hann var rekinn af velli með rautt spjald í bikarleiknum við Chelsea í gærkvöld.

Birmingham slítur viðræðum við Yeung

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham hafa slitið viðræðum við fjárfestingafyrirtæki Carson Yeung frá Hong Kong um fyrirhugaða yfirtöku í félaginu.

Villa komið í hóp aðdáenda Eiðs Smára

Breska blaðið Daily Star fullyrðir að Aston Villa sé nýjasta félagið á Englandi sem ætli sér að reyna að klófesta Eið Smára Guðjohnsen frá Barcelona í janúar. Blaðið segir að Villa sé tilbúið að splæsa 10 milljónum punda í Eið og Justin Hoyte í janúar.

Ferill Mourning hugsanlega á enda

Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat í NBA kann að hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum í nótt þegar liðið tapaði fyrir Atlanta í framlengdum leik. Mourning meiddist illa á hné og var borinn af velli.

Sjá næstu 50 fréttir