Handboltinn í Evrópu: Mikilvægur sigur hjá GOG Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 18:24 Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG unnu góðan sigur um helgina. Nordic Photos / Bongarts GOG vann í dag eins marks sigur á Århus GF í toppslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu þrjú mörk hver í leiknum fyrir GOG en Sturla Ásgeirsson skoraði fimm mörk fyrir AGF. Bæði lið voru með nítján stig fyrir leikinn en GOG er nú með 21 stig í öðru sæti deildarinnar og er þremur stigum á eftir toppliði FCK. Skjern vann í dag tveggja marka sigur á Team Tvis, 29-27, í sömu deild. Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Skjern er í fimmta sæti deildarinnar, með nítján stig rétt eins og AGF og Kolding. Þýskaland Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem ekki var búið að greina frá á Vísi. Lemgo vann stórsigur á Füchse Berlin, 38-24, og skoraði Logi Geirsson eitt mark í leiknum. Þá tapaði Wilhelmshaven á heimavelli fyrir Magdeburg, 29-23, en Gylfi Gylfason var markahæstur hjá fyrrnefnda liðinu með fimm mörk. Þá vann Balingen sigur á Melsungen, 29-28. Lemgo er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig og Wilhelmshaven í þrettánda sæti með tíu stig. Í norðurriðli 1. deildarinnar spiluðu bæði Íslendingaliðin um helgina. Í gær vann Hannover-Burgdorf eins marks sigur á LHC Cottbus, 30-29. Heiðmar Felixsson skoraði níu mörk fyrir Burgdorf en Heiðmar og félagar voru með sex marka forystu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Elías Már Halldórsson skoraði eitt mark fyrir Empor Rostock sem tapaði á heimavelli fyrir Anhalt Bernburg, 22-19. Elías Már hefur fengið sig lausan undan samningi við Rostock og hættir hjá liðinu um áramótin. Hannover-Burgdorf er í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig en Rostock í því tíunda með tólf stig. Spánn Heil umferð fór fram í spnæsku úrvalsdeildinni í gær. Ciudad Real er enn á toppi deildarinnar eftir fimmtán umferðir með eins stigs forystu á Barcelona. Ciudad Real vann í gær átján marka sigur á Algeciras, 47-29. Ólafur Stefánsson var að venju í byrjunarliði Ciudad og skoraði sjö mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum. Ademar Leon vann sigur á Cantabria á útivelli, 27-23. Sigfús Sigurðsson náði ekki að koma sér á blað í leiknum. Þá skoraði Árni Þór Sigtryggsson tvö mörk fyrir Granollers sem vann góðan sigur á Antequera, 26-19. Granollers er í ellefta sæti deildarinnar með tíu stig en Ademar Leon í því fjórða með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Ciudad Real. Svíþjóð Hreiðar Levý Guðmundsson og félagar í Sävehof töpuðu um helgina óvænt fyrir Skövde á heimavelli, 33-31. Liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig, sex stigum á eftir toppliði Hammarby. Hammarby vann einmitt sigur á hinu Íslendingaliðinu í deildinni, HK Malmö, 34-25 á heimavelli eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 18-18. Hvorki Valdimar Þórsson né Guðlaugur Arnarsson komust á blað hjá Malmö sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir sextán leiki. Frakkland Bjarni Fritzson skoraði þrjú mörk fyrir St. Raphael sem vann góðan sigur á Paris, 35-30, á heimavelli. USAM Nimes tapaði hins vegar öðrum leiknum í röð án Ragnars Óskarssonar sem er frá vegna meiðsla. Í þetta sinn tapaði liðið fyrir Montpellier, 33-26, á heimavelli. Montpellier er á toppi deildarinnar með 26 stig, USAM Nimes er í því sjöunda með fjórtán stig rétt eins og St. Raphael sem er í áttunda sæti. Handbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira
GOG vann í dag eins marks sigur á Århus GF í toppslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu þrjú mörk hver í leiknum fyrir GOG en Sturla Ásgeirsson skoraði fimm mörk fyrir AGF. Bæði lið voru með nítján stig fyrir leikinn en GOG er nú með 21 stig í öðru sæti deildarinnar og er þremur stigum á eftir toppliði FCK. Skjern vann í dag tveggja marka sigur á Team Tvis, 29-27, í sömu deild. Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Skjern er í fimmta sæti deildarinnar, með nítján stig rétt eins og AGF og Kolding. Þýskaland Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem ekki var búið að greina frá á Vísi. Lemgo vann stórsigur á Füchse Berlin, 38-24, og skoraði Logi Geirsson eitt mark í leiknum. Þá tapaði Wilhelmshaven á heimavelli fyrir Magdeburg, 29-23, en Gylfi Gylfason var markahæstur hjá fyrrnefnda liðinu með fimm mörk. Þá vann Balingen sigur á Melsungen, 29-28. Lemgo er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig og Wilhelmshaven í þrettánda sæti með tíu stig. Í norðurriðli 1. deildarinnar spiluðu bæði Íslendingaliðin um helgina. Í gær vann Hannover-Burgdorf eins marks sigur á LHC Cottbus, 30-29. Heiðmar Felixsson skoraði níu mörk fyrir Burgdorf en Heiðmar og félagar voru með sex marka forystu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Elías Már Halldórsson skoraði eitt mark fyrir Empor Rostock sem tapaði á heimavelli fyrir Anhalt Bernburg, 22-19. Elías Már hefur fengið sig lausan undan samningi við Rostock og hættir hjá liðinu um áramótin. Hannover-Burgdorf er í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig en Rostock í því tíunda með tólf stig. Spánn Heil umferð fór fram í spnæsku úrvalsdeildinni í gær. Ciudad Real er enn á toppi deildarinnar eftir fimmtán umferðir með eins stigs forystu á Barcelona. Ciudad Real vann í gær átján marka sigur á Algeciras, 47-29. Ólafur Stefánsson var að venju í byrjunarliði Ciudad og skoraði sjö mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum. Ademar Leon vann sigur á Cantabria á útivelli, 27-23. Sigfús Sigurðsson náði ekki að koma sér á blað í leiknum. Þá skoraði Árni Þór Sigtryggsson tvö mörk fyrir Granollers sem vann góðan sigur á Antequera, 26-19. Granollers er í ellefta sæti deildarinnar með tíu stig en Ademar Leon í því fjórða með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Ciudad Real. Svíþjóð Hreiðar Levý Guðmundsson og félagar í Sävehof töpuðu um helgina óvænt fyrir Skövde á heimavelli, 33-31. Liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig, sex stigum á eftir toppliði Hammarby. Hammarby vann einmitt sigur á hinu Íslendingaliðinu í deildinni, HK Malmö, 34-25 á heimavelli eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 18-18. Hvorki Valdimar Þórsson né Guðlaugur Arnarsson komust á blað hjá Malmö sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir sextán leiki. Frakkland Bjarni Fritzson skoraði þrjú mörk fyrir St. Raphael sem vann góðan sigur á Paris, 35-30, á heimavelli. USAM Nimes tapaði hins vegar öðrum leiknum í röð án Ragnars Óskarssonar sem er frá vegna meiðsla. Í þetta sinn tapaði liðið fyrir Montpellier, 33-26, á heimavelli. Montpellier er á toppi deildarinnar með 26 stig, USAM Nimes er í því sjöunda með fjórtán stig rétt eins og St. Raphael sem er í áttunda sæti.
Handbolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira