Fleiri fréttir

Spiluðu kunnug­legt stef eftir að hafa slegið Liver­pool út

Real Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli sínum, Santiago Bernabéu, í gærkvöld. Í kjölfarið spilaði plötusnúður heimaliðsins „You´ll never walk alone.“ Lagið sem er spilað fyrir hvern einasta heimaleik Liverpool.

Totten­ham neitar að selja Kane næsta sumar og gæti misst hann frítt

Þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í sumar verður aðeins ár þangað til samningur framherjans Harry Kane við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur rennur út. Hann virðist ekki vera á leiðinni að skrifa undir nýjan samning en það breytir því ekki að Tottenham hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann.

Örfáar stangir lausar í Elliðaánum

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur opnað almenna vefsölu en þar má sjá lausa daga á ársvæðum félagsins en þar á meðal eru Elliðaárnar.

Totten­ham goð­­sagnir hafa eftir allt saman verið Man City að­dá­endur

Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár.

Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina?

„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“

Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni.

„Liðs­heildin varnar­lega var það sem skaraði fram úr“

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs.

Hefur ekki á­hyggjur ef Conor er í formi

Gunnar Nelson er klár í slaginn en hann mætir Bryan Barberena á bardakvöldi UFC 286 sem fram fer í Lundúnum á laugardaginn kemur. Á blaðamannafundi í dag var Gunnar spurður út í sinn fyrrverandi æfingafélaga Conor McGregor.

Hrafn­hildur Hanna: Erum mjög spenntar fyrir laugar­deginum

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta Eyjaliðsins, var ánægð frammistöðu liðsins þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Selfossi, 29-26, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna í Laugardalshöllinni í kvöld. 

Heimsókn í skóla: Eva leitar að Bjarna Ben í FG

Önnur viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleik Rafíþróttasamtaka Íslands, eða FRÍS, fór fram síðastliðinn miðvikudag þar sem MÁ og FG áttust við. Eins og síðustu ár tók Eva Margrét Guðnadóttir púlsinn á nemendum skólanna fyrir viðureignina.

Okla­homa að valda Lakers og Dallas vand­ræðum

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers.

HK missir lykilmann til FH

Handboltamaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Hann kemur til liðsins frá HK sem verður nýliði í Olís-deild karla á næsta tímabili.

KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum

Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi.

Topp­liðið þarf að sigra Vals­grýluna

Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val.

Sjá næstu 50 fréttir