Fleiri fréttir

Ísak Snær ekki með í Tyrk­landi

Ísak Snær Þorvaldsson er ekki með Breiðablik er liðið mætir İstanbul Başakşehir F.K. í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Hann er að glíma við meiðsli.

„Stjórnvöld þurfa að gera meira“

Michail Antonio, framherji West Ham, og Callum Wilson, kollegi hans hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segjast styðja ákvörðun leikmanna í deildinni að draga úr því að krjúpa á hné á komandi leiktíð. Slíkar leiðir til mótmæla nái aðeins svo langt.

„Efast um að þeir nái í tvö lið á æfingum“

Haukar hafa misst töluvert úr sínum leikmannahópi fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla, aðallega vegna meiðsla. Sérfræðingar hlaðvarpsins Handkastsins veltu upp stöðu liðsins og þá hvort Rúnar Sigtryggsson, nýr þjálfari liðsins, geti hresst upp á andrúmsloftið í félaginu.

Segist lélegasti kylfingurinn sem hefur fjórum sinnum farið holu í höggi

Arnór Guðjohnsen, fyrrverandi knattspyrnukappi — einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt —, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Grafarholtsvellinum í gær. Þetta er í fjórða skipti sem Arnór fer holu í höggi en hann segir að þetta hafi verið skemmtilegasta hola-í-höggi hingað til.

Elvar Már semur við litáísku meistarana

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur gengið frá samningi við litáísku meistarana Rytas Vilnius um að spila með liðinu á komandi leiktíð. Elvar var kjörinn leikmaður ársins í Litáen á þarsíðustu leiktíð.

„Snýst um að leyfa andrúmsloftinu ekki að kyrkja okkur til dauða“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í Poznan í Póllandi í gær í aðdraganda síðari leiks Víkings við Lech Poznan í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Síðari leikurinn fer fram í kvöld en Víkingur með 1-0 forystu í einvíginu.

Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen.

Farið yfir sumarið á Sel­fossi: „Lið búin að lesa það og loka á þá tvennu“

„Undirbúningurinn var ekki góður, þær voru ekki komnar með mannskapinn sinn og það gekk ekki vel. Náðu ekki að vera komnar í stand þegar mótið byrjar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um stöðu mála á Selfossi en liðið er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með aðeins 15 stig þegar 12 umferðum er lokið.

Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará

Eyjafjarðará er eiginlega örugg með það að gefa einhverjar stórar bleikjur á hverju sumri og það verður engin breyting á þetta árið.

Líflegt í Leirvogsá

Leirvogsá er búin að eiga ágætt sumar og þessa dagana er hún í aldeilis frábæru vatni og það sem meira er að það er töluvert af laxi í henni.

Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum

Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.

Dagskráin í dag: Sambandsdeild Evrópu

Það verða fimm beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 Sport í dag, tvo golf mót eru á dagskrá en ásamt því halda Víkingar og Blikar vegferð sinni í Sambandsdeild Evrópu áfram.

Real Madrid er besta lið Evrópu

Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki.

Rekinn eftir slæmt gengi á EM

KNVB, knattspyrnusamband Hollands, tilkynnti í dag að sambandið hafði náð sameiginlegu samkomulagi við Mark Parsons, þjálfara liðsins, að hann láti tafarlaust af störfum.

„Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“

Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni.

Erfingi Wal­mart-auð­æfanna nýr eig­andi Den­ver Broncos

NFL-liðið Denver Broncos hefur fengið nýja eigendur en Rob Walton, erfingi Walmart-auðæfanna hefur fest kaup á félaginu fyrir 4.65 milljarða Bandaríkjadala. Gerir það Broncos að dýrasta íþróttafélagi í sögu Bandaríkjanna.

Yngstu leik­menn í sögu ÍA og KR koma úr gríðar­legum fót­bolta­fjöl­skyldum

Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar.

Þrír LIV-kylfingar töpuðu máli gegn PGA

Þrír kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi hafa tapað máli gegn bandarísku PGA-mótaröðinni fyrir bandarískum dómstólum. Þeir kröfðust þess að fá að spila á FedEx-mótinu.

Sjá næstu 50 fréttir