Þrír LIV-kylfingar töpuðu máli gegn PGA Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 15:01 Matt Jones er á meðal þeirra þriggja sem töpuðu málinu fyrir PGA-mótaröðinni. Vísir/Getty Þrír kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi hafa tapað máli gegn bandarísku PGA-mótaröðinni fyrir bandarískum dómstólum. Þeir kröfðust þess að fá að spila á FedEx-mótinu. FedEx-mótið er frábrugðið öðrum mótum á PGA-mótaröðinni er þar er notast við umspilskerfi. Kylfingar vinna sér inn stig á meðan tímabilinu á PGA-mótaröðinni stendur og stigafjöldinn ræður því hvort þeir komist á FedEx-mótin sem eru þrjú talsins. Fyrsta mótið er um helgina, FedEx St. Jude-meistaramótið, þar sem 125 efstu kylfingarnir í stigagjöfinni taka þátt. Þrír kylfingar sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina, Ástralinn Matt Jones og Bandaríkjamennirnir Talor Gooch og Hudson Swafford, kröfðust þess fyrir rétti í Bandaríkjunum að spila á mótinu. Allir hafa þeir verið í banni frá PGA-mótaröðinni eftir skipti sín, líkt og aðrir kylfingar sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Þeir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á mótinu um helgina og sögðu bannið valda sér „óbætanlegan skaða“. Dómarinn í málinu dæmdi hins vegar gegn kylfingunum, og með PGA-mótaröðinni. Hann sagði ábatann frá himinháum greiðslum LIV-mótaraðarinnar hafa legið fyrir, sem og bannið frá PGA, og byggi á reikningi leikmanna sem hafi vitað hvað þeir væru að gefa eftir með því að skipta yfir á LIV-mótaröðina. Í tilkynningu frá LIV Golf greindu samtökin frá vonbrigðum sínum með dóminn þar sem sagði enn fremur: „Enginn græðir á því að banna kylfinga frá því að spila“. Lögsókn þremenningana er aðskilin frá þeirri sem ellefu LIV-kylfingar, þar á meðal Phil Mickelson og Ian Poulter, hafa beint að PGA. Þar er reynt við lögmæti bannsins, en í tilfelli máls vikunnar reyndu kylfingarnir að fá banninu tímabundið lyft til að þeir gætu spilað um helgina. FedEx St. Jude-meistaramótið hefst á fimmtudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00 þann daginn. Allir fjórir mótsdagar verða í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. LIV-mótaröðin Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
FedEx-mótið er frábrugðið öðrum mótum á PGA-mótaröðinni er þar er notast við umspilskerfi. Kylfingar vinna sér inn stig á meðan tímabilinu á PGA-mótaröðinni stendur og stigafjöldinn ræður því hvort þeir komist á FedEx-mótin sem eru þrjú talsins. Fyrsta mótið er um helgina, FedEx St. Jude-meistaramótið, þar sem 125 efstu kylfingarnir í stigagjöfinni taka þátt. Þrír kylfingar sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina, Ástralinn Matt Jones og Bandaríkjamennirnir Talor Gooch og Hudson Swafford, kröfðust þess fyrir rétti í Bandaríkjunum að spila á mótinu. Allir hafa þeir verið í banni frá PGA-mótaröðinni eftir skipti sín, líkt og aðrir kylfingar sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Þeir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á mótinu um helgina og sögðu bannið valda sér „óbætanlegan skaða“. Dómarinn í málinu dæmdi hins vegar gegn kylfingunum, og með PGA-mótaröðinni. Hann sagði ábatann frá himinháum greiðslum LIV-mótaraðarinnar hafa legið fyrir, sem og bannið frá PGA, og byggi á reikningi leikmanna sem hafi vitað hvað þeir væru að gefa eftir með því að skipta yfir á LIV-mótaröðina. Í tilkynningu frá LIV Golf greindu samtökin frá vonbrigðum sínum með dóminn þar sem sagði enn fremur: „Enginn græðir á því að banna kylfinga frá því að spila“. Lögsókn þremenningana er aðskilin frá þeirri sem ellefu LIV-kylfingar, þar á meðal Phil Mickelson og Ian Poulter, hafa beint að PGA. Þar er reynt við lögmæti bannsins, en í tilfelli máls vikunnar reyndu kylfingarnir að fá banninu tímabundið lyft til að þeir gætu spilað um helgina. FedEx St. Jude-meistaramótið hefst á fimmtudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00 þann daginn. Allir fjórir mótsdagar verða í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
LIV-mótaröðin Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira