Fleiri fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8.7.2022 08:30 Gott að þær gátu núna aðeins kúplað sig út úr áreitinu heima á Íslandi Það er mikill áhugi á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eftir gott gengi síðustu ár og þátttöku á Evrópumóti í mekka fótboltans fram undan. 8.7.2022 08:01 Skaginn bætir við sig miðverði Karlalið ÍA í fótbolta hefur fengið til liðs við sig Tobias Stagaard á láni út yfirstandandi keppnitímabil frá danska félaginu AC Horsens. 8.7.2022 07:30 Þórir Ólafsson tekur við Selfyssingum Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við Þóri Ólafsson um að stýra karlaliði félagsins á komandi tímabili í Olís-deild karla. 8.7.2022 07:05 Dagskráin í dag: Golf frá hádegi til kvölds Sýnt verður frá tveimur golfmótum á Stöð 2 Golf í dag, annars vegar frá hádegi og svo um kvöldið. 8.7.2022 06:00 Guðni Valur kastaði sig inn á EM - myndskeið Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði kringlu sinni yfir lágmark fyrir komandi Evrópumót þegar hann tók þátt á Nike-móti FH í dag. 7.7.2022 22:51 Sif Atla: Kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á Sif Atladóttir og félagar hennar í landsliðinu hafa nú byrjað æfingar á enskri grundu og hún var ein af fjórum reynsluboltum sem hittu íslenska blaðamenn í dag. 7.7.2022 22:00 Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn. 7.7.2022 21:25 EM í dag: Sögulegt kvöld á Old Trafford þegar Evrópumótið byrjaði með stæl Evrópumót kvenna í knattspyrnu hófst á miðvikudagskvöldið þegar rétt tæplega sjötíu þúsund manns troðfylltu Old Trafford á opnunarleik keppninnar. 7.7.2022 21:00 Umfjöllun: Noregur-Norður-Írland 4-1 | Norska liðið átti ekki í vandræðum í frumsýningunni Noregur fer vel af stað á Evrópumótinu í fótbolta kvenna en liðið vann sannfærandi 4-1 sigur þegar liðið mætti Norður-Írlandi í seinni leik fyrstu umferðar í A-riðli mótsins í dag. England hafði betur gegn Austurríki í A-riðlinum í fyrsta leik mótsins í gær. 7.7.2022 20:52 Hörður Ingi dró fram skotskóna Vinstri bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson skoraði mark Íslendingaliðsins Sogndal þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi í leik sínum á móti Fredrikstad í norsku B-deildinni í fótbolta karla í völd. 7.7.2022 19:51 Nadal nær ekki alslemmu á risamótum ársins Spænski tennisspilarinn Rafael Nadal hefur neyðst til þess að draga sig úr keppni á Wimbledon-mótinu sem fram fer þessa dagana. 7.7.2022 19:01 Íslenska liðið náði í jafntefli gegn Serbum Íslenska U-20 ára landsliðið í handbolta karla hóf í dag leik í lokakeppni Evrópumótsins þegar liðið mætti Serbíu í Porto. 7.7.2022 17:55 Umfjöllun: Pogon Szczecin-KR 4-1 | Afar kaflaskipt frammistaða hjá KR í Póllandi Pogon Szczecin vann KR 4-1 í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla Póllandi í dag eftir að þeir pólsku leiddu í hálfleik 3-0. 7.7.2022 17:48 Bein útsending: Dagskrá heldur áfram á Landsmóti eftir vonskuveður Vísir sýnir beint frá Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. Dagskrá mótsins var blásin af í vonskuveðri í morgun en hélt áfram nú síðdegis. 7.7.2022 17:30 Umfjöllun: Santa Coloma-Breiðablik 0-1 | Blikar sigruðu í Andorra Breiðablik hóf Evrópuævintýri sitt á 1-0 sigri í Andorra. Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli eftir viku. 7.7.2022 16:55 Neco Williams á leið frá Liverpool til nýliðanna Liverpool og nýliðar Nottingham Forest hafa komist að samkomulagi um söluna á Neco Willams til nýliðanna. 7.7.2022 16:30 Zion ætlar ekki að bregðast neinum Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala. 7.7.2022 16:01 Haller leysir Håland af hólmi Sébastien Romain Teddy Haller á að leysa Erling Braut Håland af hjá Borussia Dortmund. Haller kemur frá Ajax og kostar rúmlega 30 milljónir evra. 7.7.2022 15:30 Myndir: Mikið fjör á æfingu Íslands Íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe í Englandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er búsett á meðan Evrópumótið í fótbolta fer fram. 7.7.2022 15:00 Griner játar sök og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm Bandaríska körfuboltastjarnan Brittney Griner játaði sök þegar hún mætti fyrir dóm í Rússlandi í dag. Griner var handtekin í febrúar á þessu ári með hassolíu í rafrettu sinni. 7.7.2022 14:37 Sjö leikmenn á útleið frá Arsenal Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar sér að losa sig við sjö leikmenn til viðbótar áður en félagsskiptaglugginn lokar í næsta mánuði til að fjármagna enn frekari kaup til félagsins. 7.7.2022 14:30 Kolbeinn snýr aftur í hringinn Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson snýr aftur í hringinn þann 10. ágúst næstkomandi er hann mætir Rodney Moore í Detroit í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 7.7.2022 14:01 Sveindís sú tíunda verðmætasta í íslenska riðlinum Sveindís Jane Jónsdóttir situr í tíunda sæti listans yfir verðmætustu leikmenn D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu sem nú fer fram. Það var vefmiðillinn Soccerdonna sem tók listan saman. 7.7.2022 13:30 Færeyingar höfðu betur gegn Dönum í fyrsta skipti í sögunni Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og unnu sögulegan sigur gegn Dönum er liðin mættust á Evrópumeistaramóti U20 ára landsliða í handbolta í dag. Lokatölur 33-32, en Færeyskt landslið hefur aldrei áður unnið sigur gegn dönsku landsliði í keppnisleik. 7.7.2022 13:02 Gunnhildur: Vissum alveg að hún myndi taka bandið til baka Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir missti fyrirliðabandið fyrir síðasta leik íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Englandi. Hún segir það ekki breyta sér neitt sem leikmaður hvort hún sé titlaður fyrirliði eða ekki. 7.7.2022 12:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7.7.2022 12:00 Vellirnir á floti og dagskrá Landsmóts frestað Fresta þarf dagskrá vegna veðurs á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Leiðindaveður er á svæðinu, rok og rigning. Pollar eru á keppnisvöllunum og aðstæður til sýningarhalds afleitar. 7.7.2022 11:53 Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. 7.7.2022 11:31 Þrír dagar í EM: Elskar að pirra Dagnýju og borða bananabrauð en hatar banana Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er næst á dagskrá. 7.7.2022 11:00 Sandra oft ein í herbergi en nú er hún ekki ein um það Það er rúmt um íslenska kvennalandsliðið á liðshótelinu í Crewe þar sem stelpurnar okkar munu hafa aðsetur næstu vikurnar eða meðan á Evrópumótinu í Englandi stendur. 7.7.2022 10:46 Allar töskur íslensku stelpnanna skiluðu sér í hús Þessa dagana lenda margir í vandræðum á flugferðum sínum um Evrópu og fréttir um týndar töskur eru allt of algengar. 7.7.2022 10:36 Mead sá til þess að England byrjaði á sigri Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan. 7.7.2022 10:30 Ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því „Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta. 7.7.2022 10:01 Þorsteinn sendir reynsluboltana fram fyrir skjöldu í dag Það verða eflaust talsverð viðbrigði fyrir íslensku landsliðskonurnar í dag þegar þær mun í fyrsta sinn hitta fyrir íslensku fjölmiðlasveitina sem mun fylgjast með hverju fótmáli hjá þeim á Evrópumótinu í Englandi. 7.7.2022 09:30 Frábært vatn fyrir byrjendur og lengra komna Það eru margir sem taka sín fyrstu skref í fluguveiði á hverju sumri og leita að vatni sem passar vel þessum fyrstu köstum í frábæru sporti. 7.7.2022 09:07 Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna. 7.7.2022 09:01 Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Haukadalsá hefur verið mjög vinsæl síðustu ár og áratugi enda er áin þægileg, nokkuð auðveidd og þrædd virkilega skemmtilegum veiðistöðum. 7.7.2022 08:50 Segja að Chelsea sé að undirbúa tilboð í Ronaldo Ef marka má hina ýmsu erlendu miðla er enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea að undirbúa 14 milljón punda tilboð í portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo. 7.7.2022 08:31 Nadal komst í undanúrslit þrátt fyrir að spila meiddur Spænski tenniskappinn Rafael Nadal nældi sér í sæti í undanúrslitum Wimbeldon-mótsins í gær, þrátt fyrir að spila meiddur gegn Bandaríkjamanninum Taylor Fritz. 7.7.2022 08:00 Nýliðarnir fá franskan varnarmann Nýliðar Nottingham Forest hafa fengið franska varnarmanninn Moussa Niakhate ti liðs við sig og mun hann leika með liðinu til ársins 2025. 7.7.2022 07:31 Stelpurnar hitta íslensku fjölmiðlasveitina í fyrsta sinn í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er búið að flytja sig yfir til Englands eftir vonandi góðar og vel heppnaðar æfingarbúðir á meginlandi Evrópu síðustu vikuna og fram undan eru síðustu dagarnir fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Englandi. 7.7.2022 07:00 Íslenskir dómarar á tveimur völlum Það eru ekki bara KR og Breiðablik sem verða fulltrúar Íslands í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Það verða íslensk dómarateymi á tveimur völlum. 7.7.2022 06:30 Dagskráin: Breiðablik og KR mæta til leiks Breiðablik og KR leika ytra í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í dag. Leikirnir verða báðir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. 7.7.2022 06:01 Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6.7.2022 23:15 Sjá næstu 50 fréttir
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8.7.2022 08:30
Gott að þær gátu núna aðeins kúplað sig út úr áreitinu heima á Íslandi Það er mikill áhugi á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eftir gott gengi síðustu ár og þátttöku á Evrópumóti í mekka fótboltans fram undan. 8.7.2022 08:01
Skaginn bætir við sig miðverði Karlalið ÍA í fótbolta hefur fengið til liðs við sig Tobias Stagaard á láni út yfirstandandi keppnitímabil frá danska félaginu AC Horsens. 8.7.2022 07:30
Þórir Ólafsson tekur við Selfyssingum Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við Þóri Ólafsson um að stýra karlaliði félagsins á komandi tímabili í Olís-deild karla. 8.7.2022 07:05
Dagskráin í dag: Golf frá hádegi til kvölds Sýnt verður frá tveimur golfmótum á Stöð 2 Golf í dag, annars vegar frá hádegi og svo um kvöldið. 8.7.2022 06:00
Guðni Valur kastaði sig inn á EM - myndskeið Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði kringlu sinni yfir lágmark fyrir komandi Evrópumót þegar hann tók þátt á Nike-móti FH í dag. 7.7.2022 22:51
Sif Atla: Kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á Sif Atladóttir og félagar hennar í landsliðinu hafa nú byrjað æfingar á enskri grundu og hún var ein af fjórum reynsluboltum sem hittu íslenska blaðamenn í dag. 7.7.2022 22:00
Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn. 7.7.2022 21:25
EM í dag: Sögulegt kvöld á Old Trafford þegar Evrópumótið byrjaði með stæl Evrópumót kvenna í knattspyrnu hófst á miðvikudagskvöldið þegar rétt tæplega sjötíu þúsund manns troðfylltu Old Trafford á opnunarleik keppninnar. 7.7.2022 21:00
Umfjöllun: Noregur-Norður-Írland 4-1 | Norska liðið átti ekki í vandræðum í frumsýningunni Noregur fer vel af stað á Evrópumótinu í fótbolta kvenna en liðið vann sannfærandi 4-1 sigur þegar liðið mætti Norður-Írlandi í seinni leik fyrstu umferðar í A-riðli mótsins í dag. England hafði betur gegn Austurríki í A-riðlinum í fyrsta leik mótsins í gær. 7.7.2022 20:52
Hörður Ingi dró fram skotskóna Vinstri bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson skoraði mark Íslendingaliðsins Sogndal þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi í leik sínum á móti Fredrikstad í norsku B-deildinni í fótbolta karla í völd. 7.7.2022 19:51
Nadal nær ekki alslemmu á risamótum ársins Spænski tennisspilarinn Rafael Nadal hefur neyðst til þess að draga sig úr keppni á Wimbledon-mótinu sem fram fer þessa dagana. 7.7.2022 19:01
Íslenska liðið náði í jafntefli gegn Serbum Íslenska U-20 ára landsliðið í handbolta karla hóf í dag leik í lokakeppni Evrópumótsins þegar liðið mætti Serbíu í Porto. 7.7.2022 17:55
Umfjöllun: Pogon Szczecin-KR 4-1 | Afar kaflaskipt frammistaða hjá KR í Póllandi Pogon Szczecin vann KR 4-1 í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla Póllandi í dag eftir að þeir pólsku leiddu í hálfleik 3-0. 7.7.2022 17:48
Bein útsending: Dagskrá heldur áfram á Landsmóti eftir vonskuveður Vísir sýnir beint frá Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. Dagskrá mótsins var blásin af í vonskuveðri í morgun en hélt áfram nú síðdegis. 7.7.2022 17:30
Umfjöllun: Santa Coloma-Breiðablik 0-1 | Blikar sigruðu í Andorra Breiðablik hóf Evrópuævintýri sitt á 1-0 sigri í Andorra. Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli eftir viku. 7.7.2022 16:55
Neco Williams á leið frá Liverpool til nýliðanna Liverpool og nýliðar Nottingham Forest hafa komist að samkomulagi um söluna á Neco Willams til nýliðanna. 7.7.2022 16:30
Zion ætlar ekki að bregðast neinum Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala. 7.7.2022 16:01
Haller leysir Håland af hólmi Sébastien Romain Teddy Haller á að leysa Erling Braut Håland af hjá Borussia Dortmund. Haller kemur frá Ajax og kostar rúmlega 30 milljónir evra. 7.7.2022 15:30
Myndir: Mikið fjör á æfingu Íslands Íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Crewe í Englandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er búsett á meðan Evrópumótið í fótbolta fer fram. 7.7.2022 15:00
Griner játar sök og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm Bandaríska körfuboltastjarnan Brittney Griner játaði sök þegar hún mætti fyrir dóm í Rússlandi í dag. Griner var handtekin í febrúar á þessu ári með hassolíu í rafrettu sinni. 7.7.2022 14:37
Sjö leikmenn á útleið frá Arsenal Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar sér að losa sig við sjö leikmenn til viðbótar áður en félagsskiptaglugginn lokar í næsta mánuði til að fjármagna enn frekari kaup til félagsins. 7.7.2022 14:30
Kolbeinn snýr aftur í hringinn Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson snýr aftur í hringinn þann 10. ágúst næstkomandi er hann mætir Rodney Moore í Detroit í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 7.7.2022 14:01
Sveindís sú tíunda verðmætasta í íslenska riðlinum Sveindís Jane Jónsdóttir situr í tíunda sæti listans yfir verðmætustu leikmenn D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu sem nú fer fram. Það var vefmiðillinn Soccerdonna sem tók listan saman. 7.7.2022 13:30
Færeyingar höfðu betur gegn Dönum í fyrsta skipti í sögunni Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og unnu sögulegan sigur gegn Dönum er liðin mættust á Evrópumeistaramóti U20 ára landsliða í handbolta í dag. Lokatölur 33-32, en Færeyskt landslið hefur aldrei áður unnið sigur gegn dönsku landsliði í keppnisleik. 7.7.2022 13:02
Gunnhildur: Vissum alveg að hún myndi taka bandið til baka Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir missti fyrirliðabandið fyrir síðasta leik íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Englandi. Hún segir það ekki breyta sér neitt sem leikmaður hvort hún sé titlaður fyrirliði eða ekki. 7.7.2022 12:31
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7.7.2022 12:00
Vellirnir á floti og dagskrá Landsmóts frestað Fresta þarf dagskrá vegna veðurs á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Leiðindaveður er á svæðinu, rok og rigning. Pollar eru á keppnisvöllunum og aðstæður til sýningarhalds afleitar. 7.7.2022 11:53
Kiddi Jak um rauða spjaldið: Þetta er svo skýrt í knattspyrnulögunum Mikil umræða skapaðist um seinna gula spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk í leik Víkings og Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn mánudag. Kristinn Jakobsson, einn besti dómari Íslands frá upphafi, segir að ákvörðun dómarans hafi verið rétt. 7.7.2022 11:31
Þrír dagar í EM: Elskar að pirra Dagnýju og borða bananabrauð en hatar banana Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er næst á dagskrá. 7.7.2022 11:00
Sandra oft ein í herbergi en nú er hún ekki ein um það Það er rúmt um íslenska kvennalandsliðið á liðshótelinu í Crewe þar sem stelpurnar okkar munu hafa aðsetur næstu vikurnar eða meðan á Evrópumótinu í Englandi stendur. 7.7.2022 10:46
Allar töskur íslensku stelpnanna skiluðu sér í hús Þessa dagana lenda margir í vandræðum á flugferðum sínum um Evrópu og fréttir um týndar töskur eru allt of algengar. 7.7.2022 10:36
Mead sá til þess að England byrjaði á sigri Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan. 7.7.2022 10:30
Ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því „Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta. 7.7.2022 10:01
Þorsteinn sendir reynsluboltana fram fyrir skjöldu í dag Það verða eflaust talsverð viðbrigði fyrir íslensku landsliðskonurnar í dag þegar þær mun í fyrsta sinn hitta fyrir íslensku fjölmiðlasveitina sem mun fylgjast með hverju fótmáli hjá þeim á Evrópumótinu í Englandi. 7.7.2022 09:30
Frábært vatn fyrir byrjendur og lengra komna Það eru margir sem taka sín fyrstu skref í fluguveiði á hverju sumri og leita að vatni sem passar vel þessum fyrstu köstum í frábæru sporti. 7.7.2022 09:07
Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna. 7.7.2022 09:01
Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Haukadalsá hefur verið mjög vinsæl síðustu ár og áratugi enda er áin þægileg, nokkuð auðveidd og þrædd virkilega skemmtilegum veiðistöðum. 7.7.2022 08:50
Segja að Chelsea sé að undirbúa tilboð í Ronaldo Ef marka má hina ýmsu erlendu miðla er enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea að undirbúa 14 milljón punda tilboð í portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo. 7.7.2022 08:31
Nadal komst í undanúrslit þrátt fyrir að spila meiddur Spænski tenniskappinn Rafael Nadal nældi sér í sæti í undanúrslitum Wimbeldon-mótsins í gær, þrátt fyrir að spila meiddur gegn Bandaríkjamanninum Taylor Fritz. 7.7.2022 08:00
Nýliðarnir fá franskan varnarmann Nýliðar Nottingham Forest hafa fengið franska varnarmanninn Moussa Niakhate ti liðs við sig og mun hann leika með liðinu til ársins 2025. 7.7.2022 07:31
Stelpurnar hitta íslensku fjölmiðlasveitina í fyrsta sinn í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er búið að flytja sig yfir til Englands eftir vonandi góðar og vel heppnaðar æfingarbúðir á meginlandi Evrópu síðustu vikuna og fram undan eru síðustu dagarnir fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Englandi. 7.7.2022 07:00
Íslenskir dómarar á tveimur völlum Það eru ekki bara KR og Breiðablik sem verða fulltrúar Íslands í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Það verða íslensk dómarateymi á tveimur völlum. 7.7.2022 06:30
Dagskráin: Breiðablik og KR mæta til leiks Breiðablik og KR leika ytra í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í dag. Leikirnir verða báðir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. 7.7.2022 06:01
Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6.7.2022 23:15