Veiði

Frábært vatn fyrir byrjendur og lengra komna

Karl Lúðvíksson skrifar
Fallgur urriði úr Geldinatjörn
Fallgur urriði úr Geldinatjörn Karl Lúðvíksson

Það eru margir sem taka sín fyrstu skref í fluguveiði á hverju sumri og leita að vatni sem passar vel þessum fyrstu köstum í frábæru sporti.

Við erum sem betur fer ágætlega sett með góð veiðivötn í kringum höfuðborgina en mesta áherslan hefur alltaf verið á Elliðavatn og Þingvallavatn. Það er samt annar gullmoli sem vert er að nefna. Geldingatjörn á Mosfellsheiði er nefnilega frábært vatn fyrir þá sem eru að byrja í fluguveiði. Þarna er nóg af urriða, mest 1-3 punda, og inn á milli ansi vænir fiskar sem geta auðveldlega náð 8-10 pundum. Veiðimenn sem voru við vatnið í þrjá tíma í gær að kasta flugu settu í á annan tug fiska á hinar ýmsu flugur í gær og sögðu að það hafi verið reglulega gaman að sjá mjög væna fiska byllta sér um vatnið á sama tíma og verið var að þreyta fisk.

Þarna er á lygnum degi hægt að æfa sig á þurrflugu, notað púpur til að kasta í vakir og strippa littlar straumflugur. Það er eiginlega varla hægt annað en að setja í fisk þó svo að taka sé misgóð eftir dögum og veðri. Veiðileyfin eru alls ekki dýr, vegur sem nær mjög nálægt vatninu og þetta er ekki nema 15 mínútna akstur frá Mosfellsbæ. Það er Fishpartner sem selur leyfi í Geldingatjörn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.