Fleiri fréttir

Mikill subbuskapur við sum vötnin

Eitt af því sem telst til lífgæða á Íslandi er að geta notið góðra stunda og veitt í vötnum og ám landsins í friðsælli og fallegri náttúru.

„Litum aldrei á hann sem miðjumann“

Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina.

Gerrard heldur áfram að versla

Steven Gerrard virðist ætla að klára leikmannamálin hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa áður en hann heldur í sumarfrí.

Úr Smáranum til Ástralíu

Íslenska körfuknattleikskonan Ísabella Ósk Sigurðardóttir hefur lagt land undir fót og mun leika í ástralska körfubolatanum eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá Breiðabliki í Subway deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Heimir: Við erum allt­of mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar

„Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Hjörtur spilaði allan leikinn í tapi

Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa eiga enn ágætis möguleika á að vinna sér sæti í Serie A þrátt fyrir 2-1 tap gegn Monza í kvöld.

Meiðsla­hrjáð hetja Róm­verja

Hinn 22 ára gamli Nicolò Zaniolo reyndist hetja Roma er liðið vann Feyenoord 1-0 í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Zaniolo hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einkar óheppinn með meiðsli og til að mynda tvívegis slitið krossband í hné.

Breiða­blik ekki byrjað jafn illa í ellefu ár

Bikarmeistarar Breiðabliks hafa farið skelfilega af stað í Bestu deild kvenna í fótbolta. Raunar hefur liðið ekki byrjað Íslandsmót jafn illa síðan 2011 ef stigasöfnun eftir sex umferðir er tekin saman.

Staðgengill Elíasar hetja Midtjylland

Midtjylland er danskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á OB í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 0-0 jafntefli í úrslitaleiknum í Kaupmannahöfn í dag. Hinn 37 ára gamli David Ousted var hetja Midtjylland.

Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun.

Borche tekur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Borche Ilievski um að taka við þjálfun meistaraflokks karla ásamt öðrum flokkum félagsins til næst þriggja ára.

Salah mun ekki yfir­gefa Liver­pool í sumar

Mohamed Salah, stórstjarna Liverpool, hefur staðfest að hann muni ekki yfirgefa félagið í sumar. Samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Sadio Mané.

Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.

Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg

Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur.

Boston Celtics einum sigri frá úr­slitum

Boston Celtics lagði Miami Heat með 13 stiga mun, 93-80, í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Celtics er því aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi deildarinnar.

Vænar bleikjur að veiðast í Elliðavatni

Það hefur verið tilfinning veiðimanna að bleikjan í Elliðavatni sé á miklu undanhaldi en miðað við frásagnir veiðimanna þetta vorið er einhver viðsnúningar í gangi.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.